Tíu nýir framkvæmdastjórar ráðnir á Landspítala Atli Ísleifsson skrifar 22. desember 2022 13:53 Runólfur Pálsson er forstjóri Landspítalans. Vísir/Arnar Runólfur Pálsson, forstjóri Landspítala, hefur tekið ákvörðun um val á framkvæmdastjórum í nýja framkvæmdastjórn spítalans. Alls bárust 41 umsókn um tíu störf framkvæmdastjóra. Þrír umsækjendur drógu umsókn sína til baka. Frá þessu segir á vef Landspítala. Þar segir að umsóknarferlið hafi farið þannig fram að innsend umsóknargögn hafi verið metin og út frá þeim hafi tveir til fimm einstaklingar verið boðaðir í viðtal fyrir hvert starf. „Að því mati loknu var tekin ákvörðun um að óska eftir frekari kynningu á framtíðarsýn og áformum fyrstu 100 dagana í starfi frá umsækjendum um nokkur starfanna. Loks var haft samband við umsagnaraðila og að því búnu var heildstætt mat lagt á hæfni umsækjenda um hvert starf. Reynt var að hraða ferli ráðninga eins og mögulegt var án þess að það kæmi niður á gæðum ferlisins. Ekki hefur reynst unnt að ganga frá ráðningu í stöðu framkvæmdastjóra skurðlækningaþjónustu og skurðstofu og gjörgæsluþjónustu. Í ljósi þess hefur sú ákvörðun verið tekin að fela reyndum aðila innan sviðsins starf framkvæmdastjóra tímabundið.“ Már Kristjánsson verður framkvæmdastjóri lyflækninga- og bráðaþjónustu.Vísir/Vilhelm Framkvæmdastjórn Landspítala verður skipuð eftirtöldum aðilum frá og með 1. janúar 2023. Runólfur Pálsson, forstjóri Framkvæmdastjórar klínískra sviða: Már Kristjánsson, framkvæmdastjóri lyflækninga- og bráðaþjónustu Vigdís Hallgrímsdóttir, framkvæmdastjóri hjarta- og æðaþjónustu og krabbameinsþjónustu Kári Hreinsson, framkvæmdastjóri skurðlækningaþjónustu og skurðstofu- og gjörgæsluþjónustu (ráðinn tímabundið) Dögg Hauksdóttir, framkvæmdastjóri kvenna- og barnaþjónustu Guðný Valgeirsdóttir, framkvæmdastjóri öldrunar- og endurhæfingarþjónustu Nanna Briem, framkvæmdastjóri geðþjónustu Björn Rúnar Lúðvíksson, framkvæmdastjóri klínískrar rannsóknar- og stoðþjónustu Björn Rúnar Lúðvíksson, yfirlæknir ónæmisfræðideildar og þróunarsviðs, verður framkvæmdastjóri klínískrar rannsóknar- og stoðþjónustu.Vísir/Arnar Framkvæmdastjórar stoðsviða: Svava María Atladóttir, framkvæmdastjóri þróunar Gunnar Ágúst Beinteinsson, framkvæmdastjóri rekstrar og mannauðs Tómas Þór Ágústsson, framkvæmdastjóri lækninga (ráðinn tímabundið vegna fjarveru Ólafs Baldurssonar) Ólafur G. Skúlason, framkvæmdastjóri hjúkrunar Loks hefur Þórunn Oddný Steinsdóttir verið ráðin í starf skrifstofustjóra á skrifstofu forstjóra. Haft er eftir Runólfi Pálssyni, forstjóra Landspítala, að niðurstaða ferlisins sé sú að hann hafi valið framkvæmdastjórn sem hann telji búa yfir mikilli þekkingu á starfsemi spítalans og færni til að mæta þeim áskorunum sem framundan séu, auk þess að hafa til að bera skýra sýn og metnaðarfullar áætlanir um framþróun spítalans hvort sem er á sviði klínískrar þjónustu, menntunar, vísindastarfs eða rekstrar. „Ráðningarferlið hefur í mínum huga varpað ljósi á einstakan metnað umsækjenda og áhuga fyrir óeigingjörnu starfi í þágu Landspítala. Fyrir það er ég afar þakklátur og fullur bjartsýni þegar horft er til framtíðar,“ segir Runólfur. Nýtt skipurit spítalans var kynnt í lok október síðastliðinn. Landspítalinn Vistaskipti Heilbrigðismál Tengdar fréttir Stjórnendum fækkað á Landspítalanum Tíu stöðugildi forstöðumanna falla niður samkvæmt nýju skipuriti á Landspítalanum. Markmið skipulagsbreytinganna er að styrkja klíníska starfsemi og að hagræða í rekstri. 31. október 2022 18:04 Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Fleiri fréttir Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Sjá meira
Frá þessu segir á vef Landspítala. Þar segir að umsóknarferlið hafi farið þannig fram að innsend umsóknargögn hafi verið metin og út frá þeim hafi tveir til fimm einstaklingar verið boðaðir í viðtal fyrir hvert starf. „Að því mati loknu var tekin ákvörðun um að óska eftir frekari kynningu á framtíðarsýn og áformum fyrstu 100 dagana í starfi frá umsækjendum um nokkur starfanna. Loks var haft samband við umsagnaraðila og að því búnu var heildstætt mat lagt á hæfni umsækjenda um hvert starf. Reynt var að hraða ferli ráðninga eins og mögulegt var án þess að það kæmi niður á gæðum ferlisins. Ekki hefur reynst unnt að ganga frá ráðningu í stöðu framkvæmdastjóra skurðlækningaþjónustu og skurðstofu og gjörgæsluþjónustu. Í ljósi þess hefur sú ákvörðun verið tekin að fela reyndum aðila innan sviðsins starf framkvæmdastjóra tímabundið.“ Már Kristjánsson verður framkvæmdastjóri lyflækninga- og bráðaþjónustu.Vísir/Vilhelm Framkvæmdastjórn Landspítala verður skipuð eftirtöldum aðilum frá og með 1. janúar 2023. Runólfur Pálsson, forstjóri Framkvæmdastjórar klínískra sviða: Már Kristjánsson, framkvæmdastjóri lyflækninga- og bráðaþjónustu Vigdís Hallgrímsdóttir, framkvæmdastjóri hjarta- og æðaþjónustu og krabbameinsþjónustu Kári Hreinsson, framkvæmdastjóri skurðlækningaþjónustu og skurðstofu- og gjörgæsluþjónustu (ráðinn tímabundið) Dögg Hauksdóttir, framkvæmdastjóri kvenna- og barnaþjónustu Guðný Valgeirsdóttir, framkvæmdastjóri öldrunar- og endurhæfingarþjónustu Nanna Briem, framkvæmdastjóri geðþjónustu Björn Rúnar Lúðvíksson, framkvæmdastjóri klínískrar rannsóknar- og stoðþjónustu Björn Rúnar Lúðvíksson, yfirlæknir ónæmisfræðideildar og þróunarsviðs, verður framkvæmdastjóri klínískrar rannsóknar- og stoðþjónustu.Vísir/Arnar Framkvæmdastjórar stoðsviða: Svava María Atladóttir, framkvæmdastjóri þróunar Gunnar Ágúst Beinteinsson, framkvæmdastjóri rekstrar og mannauðs Tómas Þór Ágústsson, framkvæmdastjóri lækninga (ráðinn tímabundið vegna fjarveru Ólafs Baldurssonar) Ólafur G. Skúlason, framkvæmdastjóri hjúkrunar Loks hefur Þórunn Oddný Steinsdóttir verið ráðin í starf skrifstofustjóra á skrifstofu forstjóra. Haft er eftir Runólfi Pálssyni, forstjóra Landspítala, að niðurstaða ferlisins sé sú að hann hafi valið framkvæmdastjórn sem hann telji búa yfir mikilli þekkingu á starfsemi spítalans og færni til að mæta þeim áskorunum sem framundan séu, auk þess að hafa til að bera skýra sýn og metnaðarfullar áætlanir um framþróun spítalans hvort sem er á sviði klínískrar þjónustu, menntunar, vísindastarfs eða rekstrar. „Ráðningarferlið hefur í mínum huga varpað ljósi á einstakan metnað umsækjenda og áhuga fyrir óeigingjörnu starfi í þágu Landspítala. Fyrir það er ég afar þakklátur og fullur bjartsýni þegar horft er til framtíðar,“ segir Runólfur. Nýtt skipurit spítalans var kynnt í lok október síðastliðinn.
Landspítalinn Vistaskipti Heilbrigðismál Tengdar fréttir Stjórnendum fækkað á Landspítalanum Tíu stöðugildi forstöðumanna falla niður samkvæmt nýju skipuriti á Landspítalanum. Markmið skipulagsbreytinganna er að styrkja klíníska starfsemi og að hagræða í rekstri. 31. október 2022 18:04 Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Fleiri fréttir Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Sjá meira
Stjórnendum fækkað á Landspítalanum Tíu stöðugildi forstöðumanna falla niður samkvæmt nýju skipuriti á Landspítalanum. Markmið skipulagsbreytinganna er að styrkja klíníska starfsemi og að hagræða í rekstri. 31. október 2022 18:04