Erla fær 32 milljónir króna í miskabætur Árni Sæberg skrifar 22. desember 2022 13:49 Erla Bolladóttir hélt blaðamannafund eftir að Endurupptökudómstóll hafnaði beiðni hennar. Vísir/Vilhelm Íslenska ríkið hefur gert samkomulag við Erlu Bolladóttur vegna gæsluvarðhalds sem hún sætti í tengslum við hvarf þeirra Guðmundar og Geirfinns. Erla fær 32 milljónir króna í miskabætur vegna 232 daga gæsluvarðhalds. Samkvæmt samkomulaginu greiðir íslenska ríkið Erlu Bolladóttur miskabætur fyrir gæsluvarðhaldið á sama grundvelli og sakborningum í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu, sem síðar voru sýknaðir, voru dæmdar í Landsrétti, að því er segir í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu. Samkomulagið við Erlu Bolladóttur tekur eingöngu til gæsluvarðhalds vegna rannsóknar á hvarfi Geirfinns Einarssonar og nær ekki til dóms vegna rangra sakargifta enda stendur hann óhaggaður. Þann fjórtánda september síðastliðinn hafnaði Endurupptökudómur endurupptökubeiðni Erlu. Í yfirlýsingu forsætisráðherra biður Katrín Jakobsdóttir Erlu afsökunar á þeirri meðferð sem hún mátti þola og afleiðingum hennar. Yfirlýsing Katrínar var hluti samkomulagsins. Aðstæður ungrar konu með kornabarn fordæmalausar Í yfirlýsingu Katrínar segir að aðstæður sem gæsluföngum voru búnar á þeim tíma sem Erla sætti gæsluvarðhaldi hafi verið sérlega erfiðar. „Lengd frelsissviptingar hennar meðan á rannsókn Geirfinnsmálsins stóð og aðstæður sem henni og barni hennar voru búnar á þeim tíma eru fordæmalausar. Í því skyni að leiða til lykta þessi mál, að því er fyrrum sakborninga varðar, þykir eðlilegt og sanngjarnt að biðja Erlu sérstaklega afsökunar á þeirri meðferð sem hún mátti þola og afleiðingum hennar,“ segir í yfirlýsingunni. Katrín segir að staða Erlu hafi verið sérstök meðal sakborninga í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu enda hafi hún verið sýknuð af ákæru fyrir aðild að hvarfi Geirfinns Einarssonar með dómi Hæstaréttar 1980 og því ekki fallið undir þær ráðstafanir sem ríkið ákvað að grípa til í kjölfar sýknudóms yfir sakborningunum árið 2018. Því þyki sanngjarnt að Erla fái greiddar bætur vegna frelsissviptingar sinnar í gæsluvarðhaldi til samræmis við bætur sem Landsréttur ákvarðaði sakborningum sem sýknaðir voru af sökum varðandi mannshvörfin. Guðmundar- og Geirfinnsmálin Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Erla Bolladóttir stefnir á Mannréttindadómstól Evrópu með mál sitt Erla Bolladóttir stefnir á að fara með mál sitt fyrir Mannréttindadómstól Evrópu og ætlar ekki að gefast upp. Dóttir Erlu segir að kerfið hafi greinilega brugðist móður sinni en lýsir henni sem fyrirmynd. 15. október 2022 20:52 Ekkert réttlæti á meðan valdhafar varpi skömminni á Erlu Efnt hefur verið til samstöðufundar með Erlu Bolladóttur á Austurvelli í dag vegna endanlegrar niðurstöðu dómstóla hér á landi í máli hennar. Dóttursonur og nafni Tryggva Rúnars Leifssonar segir ekkert réttlæti í Guðmundar- og Geirfinns málunum á meðan valdhafar varpi áfram ábyrgðinni og skömminni á Erlu. 15. október 2022 13:59 „Ég vona að þetta klárist fyrir minn dag“ Erla Bolladóttir skoðar að fara með mál sitt fyrir Mannréttindadómstól Evrópu eftir að beiðni hennar um endurupptöku var hafnað. Hún glímir við ólæknandi krabbamein og kallar eftir því að ríkisstjórnin taki á sig rögg og ljúki Guðmundar- og Geirfinnsmálunum í eitt skipti fyrir öll. 21. september 2022 23:39 Með ólæknandi krabbamein og þráir réttlæti Erla Bolladóttur greindi frá því á blaðamannafundi í dag að hún væri með krabbamein sem læknar teldu ólæknandi. Hún þráir ekkert heitar en að mál hennar fái réttlát endalok. Það kemur til greina að fara með mál hennar til Mannréttindardómstóls Evrópu. 21. september 2022 14:27 Svona var blaðamannafundur Erlu Bolladóttur Erla Bolladóttir boðaði til blaðamannafundar í dag. Í gær var greint frá því að Endurupptökudómstóll hafi hafnað beiðni hennar um endurupptöku á Hæstaréttardómi í tengslum við Guðmundar- og Geirfinnsmálin. 21. september 2022 12:00 Beiðni Erlu Bolladóttur um endurupptöku synjað Endurupptökudómstóll hafnaði beiðni Erlu Bolladóttur um endurupptöku á Hæstaréttardómi frá árinu 1980 þar sem Erla var dæmd í þriggja ára fangelsi fyrir rangar sakargiftir í tengslum við Guðmundar- og Geirfinnsmálin. Dómstóllinn féllst ekki á það að Erla hafi verið beitt þrýstingi, líkt og hún hélt fram. 20. september 2022 14:29 Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Fleiri fréttir Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Sjá meira
Samkvæmt samkomulaginu greiðir íslenska ríkið Erlu Bolladóttur miskabætur fyrir gæsluvarðhaldið á sama grundvelli og sakborningum í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu, sem síðar voru sýknaðir, voru dæmdar í Landsrétti, að því er segir í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu. Samkomulagið við Erlu Bolladóttur tekur eingöngu til gæsluvarðhalds vegna rannsóknar á hvarfi Geirfinns Einarssonar og nær ekki til dóms vegna rangra sakargifta enda stendur hann óhaggaður. Þann fjórtánda september síðastliðinn hafnaði Endurupptökudómur endurupptökubeiðni Erlu. Í yfirlýsingu forsætisráðherra biður Katrín Jakobsdóttir Erlu afsökunar á þeirri meðferð sem hún mátti þola og afleiðingum hennar. Yfirlýsing Katrínar var hluti samkomulagsins. Aðstæður ungrar konu með kornabarn fordæmalausar Í yfirlýsingu Katrínar segir að aðstæður sem gæsluföngum voru búnar á þeim tíma sem Erla sætti gæsluvarðhaldi hafi verið sérlega erfiðar. „Lengd frelsissviptingar hennar meðan á rannsókn Geirfinnsmálsins stóð og aðstæður sem henni og barni hennar voru búnar á þeim tíma eru fordæmalausar. Í því skyni að leiða til lykta þessi mál, að því er fyrrum sakborninga varðar, þykir eðlilegt og sanngjarnt að biðja Erlu sérstaklega afsökunar á þeirri meðferð sem hún mátti þola og afleiðingum hennar,“ segir í yfirlýsingunni. Katrín segir að staða Erlu hafi verið sérstök meðal sakborninga í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu enda hafi hún verið sýknuð af ákæru fyrir aðild að hvarfi Geirfinns Einarssonar með dómi Hæstaréttar 1980 og því ekki fallið undir þær ráðstafanir sem ríkið ákvað að grípa til í kjölfar sýknudóms yfir sakborningunum árið 2018. Því þyki sanngjarnt að Erla fái greiddar bætur vegna frelsissviptingar sinnar í gæsluvarðhaldi til samræmis við bætur sem Landsréttur ákvarðaði sakborningum sem sýknaðir voru af sökum varðandi mannshvörfin.
Guðmundar- og Geirfinnsmálin Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Erla Bolladóttir stefnir á Mannréttindadómstól Evrópu með mál sitt Erla Bolladóttir stefnir á að fara með mál sitt fyrir Mannréttindadómstól Evrópu og ætlar ekki að gefast upp. Dóttir Erlu segir að kerfið hafi greinilega brugðist móður sinni en lýsir henni sem fyrirmynd. 15. október 2022 20:52 Ekkert réttlæti á meðan valdhafar varpi skömminni á Erlu Efnt hefur verið til samstöðufundar með Erlu Bolladóttur á Austurvelli í dag vegna endanlegrar niðurstöðu dómstóla hér á landi í máli hennar. Dóttursonur og nafni Tryggva Rúnars Leifssonar segir ekkert réttlæti í Guðmundar- og Geirfinns málunum á meðan valdhafar varpi áfram ábyrgðinni og skömminni á Erlu. 15. október 2022 13:59 „Ég vona að þetta klárist fyrir minn dag“ Erla Bolladóttir skoðar að fara með mál sitt fyrir Mannréttindadómstól Evrópu eftir að beiðni hennar um endurupptöku var hafnað. Hún glímir við ólæknandi krabbamein og kallar eftir því að ríkisstjórnin taki á sig rögg og ljúki Guðmundar- og Geirfinnsmálunum í eitt skipti fyrir öll. 21. september 2022 23:39 Með ólæknandi krabbamein og þráir réttlæti Erla Bolladóttur greindi frá því á blaðamannafundi í dag að hún væri með krabbamein sem læknar teldu ólæknandi. Hún þráir ekkert heitar en að mál hennar fái réttlát endalok. Það kemur til greina að fara með mál hennar til Mannréttindardómstóls Evrópu. 21. september 2022 14:27 Svona var blaðamannafundur Erlu Bolladóttur Erla Bolladóttir boðaði til blaðamannafundar í dag. Í gær var greint frá því að Endurupptökudómstóll hafi hafnað beiðni hennar um endurupptöku á Hæstaréttardómi í tengslum við Guðmundar- og Geirfinnsmálin. 21. september 2022 12:00 Beiðni Erlu Bolladóttur um endurupptöku synjað Endurupptökudómstóll hafnaði beiðni Erlu Bolladóttur um endurupptöku á Hæstaréttardómi frá árinu 1980 þar sem Erla var dæmd í þriggja ára fangelsi fyrir rangar sakargiftir í tengslum við Guðmundar- og Geirfinnsmálin. Dómstóllinn féllst ekki á það að Erla hafi verið beitt þrýstingi, líkt og hún hélt fram. 20. september 2022 14:29 Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Fleiri fréttir Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Sjá meira
Erla Bolladóttir stefnir á Mannréttindadómstól Evrópu með mál sitt Erla Bolladóttir stefnir á að fara með mál sitt fyrir Mannréttindadómstól Evrópu og ætlar ekki að gefast upp. Dóttir Erlu segir að kerfið hafi greinilega brugðist móður sinni en lýsir henni sem fyrirmynd. 15. október 2022 20:52
Ekkert réttlæti á meðan valdhafar varpi skömminni á Erlu Efnt hefur verið til samstöðufundar með Erlu Bolladóttur á Austurvelli í dag vegna endanlegrar niðurstöðu dómstóla hér á landi í máli hennar. Dóttursonur og nafni Tryggva Rúnars Leifssonar segir ekkert réttlæti í Guðmundar- og Geirfinns málunum á meðan valdhafar varpi áfram ábyrgðinni og skömminni á Erlu. 15. október 2022 13:59
„Ég vona að þetta klárist fyrir minn dag“ Erla Bolladóttir skoðar að fara með mál sitt fyrir Mannréttindadómstól Evrópu eftir að beiðni hennar um endurupptöku var hafnað. Hún glímir við ólæknandi krabbamein og kallar eftir því að ríkisstjórnin taki á sig rögg og ljúki Guðmundar- og Geirfinnsmálunum í eitt skipti fyrir öll. 21. september 2022 23:39
Með ólæknandi krabbamein og þráir réttlæti Erla Bolladóttur greindi frá því á blaðamannafundi í dag að hún væri með krabbamein sem læknar teldu ólæknandi. Hún þráir ekkert heitar en að mál hennar fái réttlát endalok. Það kemur til greina að fara með mál hennar til Mannréttindardómstóls Evrópu. 21. september 2022 14:27
Svona var blaðamannafundur Erlu Bolladóttur Erla Bolladóttir boðaði til blaðamannafundar í dag. Í gær var greint frá því að Endurupptökudómstóll hafi hafnað beiðni hennar um endurupptöku á Hæstaréttardómi í tengslum við Guðmundar- og Geirfinnsmálin. 21. september 2022 12:00
Beiðni Erlu Bolladóttur um endurupptöku synjað Endurupptökudómstóll hafnaði beiðni Erlu Bolladóttur um endurupptöku á Hæstaréttardómi frá árinu 1980 þar sem Erla var dæmd í þriggja ára fangelsi fyrir rangar sakargiftir í tengslum við Guðmundar- og Geirfinnsmálin. Dómstóllinn féllst ekki á það að Erla hafi verið beitt þrýstingi, líkt og hún hélt fram. 20. september 2022 14:29