Erla Bolladóttir stefnir á Mannréttindadómstól Evrópu með mál sitt Fanndís Birna Logadóttir skrifar 15. október 2022 20:52 Erla Bolladóttir segir það hjálplegt fyrir sína andlegu heilsu að finna fyrir stuðningi frá almenningi. Vísir/Ívar Erla Bolladóttir stefnir á að fara með mál sitt fyrir Mannréttindadómstól Evrópu og ætlar ekki að gefast upp. Dóttir Erlu segir að kerfið hafi greinilega brugðist móður sinni en lýsir henni sem fyrirmynd. Barátta Erlu Bolladóttur fyrir íslenskum dómstólum lauk endanlega fyrir mánuði síðan þegar beiðni hennar um endurupptöku á dómi fyrir rangar sakargiftir frá árinu 1980 í tengslum við Guðmundar- og Geirfinnsmálin var hafnað. Hún stefnir nú á að fara með málið fyrir Mannréttindadómstól Evrópu. „Eins og staðan er í dag þá er það næsta skref og ég er bara að skoða með lögfræðingnum alla aðra möguleika, af því að ég trúi því ekki að stjórnvöld séu til í það að láta þetta fara fyrir Mannréttindadómstólinn,“ segir Erla. Mál Erlu hefur vakið mikla athygli og var fjölmennt á samstöðufundi á Austurvelli í dag. Ræðumenn voru allir sammála um að framganga íslenskra stjórnvalda í máli Erlu væri til skammar og að eitthvað þyrfti að gerast. „Þetta var öflugur og svona tilfinningaríkur fundur myndi ég segja, það var bara nokkrum sinnum sem að ég horfði í kringum mig og sá að ég var ekki sá eini sem var að verða klökkur,“ segir Tryggvi Rúnar Bjarnason, dóttursonur og nafni eins dómþola í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum, en hann skipulagði fundinn ásamt Elínborgu Hörpu Önundarbur, Elí. „Mér finnst bara ótrúlega mikilvægt að fólk sem hefur orðið fyrir ranglæti af hálfu kerfisins, sem eru held ég bara mun fleiri en við áttum okkur á, bæði réttarkerfisins og bara annarra kerfa yfirvalda að við stöndum svolítið saman og stöndum með hvort öðru og leyfum ekki kerfinu að einangra okkur,“ segir Elí. Kerfið sannarlega brugðist Erlu Erla var þakklát fyrir stuðninginn eftir samstöðufundinn. „Þetta er ofsalega gagnlegt fyrir mig og hjálplegt, líka bara fyrir mína andlegu heilsu, að finna fyrir þessum stuðningi. Fólk hefur áhyggjur og fólki líður illa með þetta, að það sé allt í lagi að fara svona með einhvern. Hver er þá næstur?“ sagði Erla. Eva Þóra Hartmannsdóttir, dóttir Erlu, mætti á fundinn ásamt nýfæddri dóttur sinni, sem var skírð í höfuðið á ömmu sinni. „Ég er að styðja mömmu mína, hún er lengi búin að berjast í gegnum þetta allt saman og sýna svo mikinn styrk og dugnað og þrautseigju. Hún er svo mikil fyrirmynd og ég gat ekki annað en mætt, þó að ég væri ekki dóttir hennar,“ sagði Eva en hún sagðist fullviss um að Erla myndi ná sínu fram, þó að kerfið hafi sannarlega brugðist henni. Ætli að halda áfram að berjast fram á sinn hinsta dag Aðrir viðstaddir létu í sér heyra meðan á fundinum stóð og var ljóst að mál Erlu hafi snert marga. „Mér finnst þetta skammarlegt fyrir allt íslenska þjóðfélagið að láta þetta viðgangast,“ sagði Tryggvi Hübner eftir fundinn um ástæðu þess að hann ákvað að mæta en hann bar með sér skilti sem á stóð frelsi í hástöfum. „Mér er bara svo reglulega misboðið, ég er jafn gömul þessu máli og það er orðið svo löngu löngu tímabært að rjúfa þessa samfellu óréttlætis sem að Erla Bolladóttir hefur þurft að þola öll þessi ár,“ sagði Gyða Margrét Pétursdóttir sem einnig var viðstödd. Nokkur fjöldi fólks kom saman á Austurvelli í dag til stuðnings Erlu.Vísir/Ívar Sjálf lýsir Erla því að hún muni halda áfram að berjast fram á sinn hinsta dag, ekki fyrir sjálfa sig heldur allt samfélagið. „Ég hef staðið í alls konar í gegnum tíðina og ef þetta snerist bara um það hjá mér að ég fengi réttláta niðurstöðu í mínu máli, á persónulegu plani fyrir mig, þá hefði ég hætt þessu fyrir mörgum árum síðan. Þetta er ekki mín hugmynd um ánægjuleg verkefni til þess að fást við,“ segir Erla. „Ég get ekki bara alveg lagt niður allt og labbað í burtu og skilið þetta eftir vitandi í hvaða ástandi þetta er. Ég verð alla vega að reyna,“ segir hún enn fremur. Guðmundar- og Geirfinnsmálin Mannréttindadómstóll Evrópu Tengdar fréttir „Ég vona að þetta klárist fyrir minn dag“ Erla Bolladóttir skoðar að fara með mál sitt fyrir Mannréttindadómstól Evrópu eftir að beiðni hennar um endurupptöku var hafnað. Hún glímir við ólæknandi krabbamein og kallar eftir því að ríkisstjórnin taki á sig rögg og ljúki Guðmundar- og Geirfinnsmálunum í eitt skipti fyrir öll. 21. september 2022 23:39 Með ólæknandi krabbamein og þráir réttlæti Erla Bolladóttur greindi frá því á blaðamannafundi í dag að hún væri með krabbamein sem læknar teldu ólæknandi. Hún þráir ekkert heitar en að mál hennar fái réttlát endalok. Það kemur til greina að fara með mál hennar til Mannréttindardómstóls Evrópu. 21. september 2022 14:27 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Innlent Fleiri fréttir „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Bein útsending: Breski sundkappinn kemur á land í Nauthólsvík Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Sjá meira
Barátta Erlu Bolladóttur fyrir íslenskum dómstólum lauk endanlega fyrir mánuði síðan þegar beiðni hennar um endurupptöku á dómi fyrir rangar sakargiftir frá árinu 1980 í tengslum við Guðmundar- og Geirfinnsmálin var hafnað. Hún stefnir nú á að fara með málið fyrir Mannréttindadómstól Evrópu. „Eins og staðan er í dag þá er það næsta skref og ég er bara að skoða með lögfræðingnum alla aðra möguleika, af því að ég trúi því ekki að stjórnvöld séu til í það að láta þetta fara fyrir Mannréttindadómstólinn,“ segir Erla. Mál Erlu hefur vakið mikla athygli og var fjölmennt á samstöðufundi á Austurvelli í dag. Ræðumenn voru allir sammála um að framganga íslenskra stjórnvalda í máli Erlu væri til skammar og að eitthvað þyrfti að gerast. „Þetta var öflugur og svona tilfinningaríkur fundur myndi ég segja, það var bara nokkrum sinnum sem að ég horfði í kringum mig og sá að ég var ekki sá eini sem var að verða klökkur,“ segir Tryggvi Rúnar Bjarnason, dóttursonur og nafni eins dómþola í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum, en hann skipulagði fundinn ásamt Elínborgu Hörpu Önundarbur, Elí. „Mér finnst bara ótrúlega mikilvægt að fólk sem hefur orðið fyrir ranglæti af hálfu kerfisins, sem eru held ég bara mun fleiri en við áttum okkur á, bæði réttarkerfisins og bara annarra kerfa yfirvalda að við stöndum svolítið saman og stöndum með hvort öðru og leyfum ekki kerfinu að einangra okkur,“ segir Elí. Kerfið sannarlega brugðist Erlu Erla var þakklát fyrir stuðninginn eftir samstöðufundinn. „Þetta er ofsalega gagnlegt fyrir mig og hjálplegt, líka bara fyrir mína andlegu heilsu, að finna fyrir þessum stuðningi. Fólk hefur áhyggjur og fólki líður illa með þetta, að það sé allt í lagi að fara svona með einhvern. Hver er þá næstur?“ sagði Erla. Eva Þóra Hartmannsdóttir, dóttir Erlu, mætti á fundinn ásamt nýfæddri dóttur sinni, sem var skírð í höfuðið á ömmu sinni. „Ég er að styðja mömmu mína, hún er lengi búin að berjast í gegnum þetta allt saman og sýna svo mikinn styrk og dugnað og þrautseigju. Hún er svo mikil fyrirmynd og ég gat ekki annað en mætt, þó að ég væri ekki dóttir hennar,“ sagði Eva en hún sagðist fullviss um að Erla myndi ná sínu fram, þó að kerfið hafi sannarlega brugðist henni. Ætli að halda áfram að berjast fram á sinn hinsta dag Aðrir viðstaddir létu í sér heyra meðan á fundinum stóð og var ljóst að mál Erlu hafi snert marga. „Mér finnst þetta skammarlegt fyrir allt íslenska þjóðfélagið að láta þetta viðgangast,“ sagði Tryggvi Hübner eftir fundinn um ástæðu þess að hann ákvað að mæta en hann bar með sér skilti sem á stóð frelsi í hástöfum. „Mér er bara svo reglulega misboðið, ég er jafn gömul þessu máli og það er orðið svo löngu löngu tímabært að rjúfa þessa samfellu óréttlætis sem að Erla Bolladóttir hefur þurft að þola öll þessi ár,“ sagði Gyða Margrét Pétursdóttir sem einnig var viðstödd. Nokkur fjöldi fólks kom saman á Austurvelli í dag til stuðnings Erlu.Vísir/Ívar Sjálf lýsir Erla því að hún muni halda áfram að berjast fram á sinn hinsta dag, ekki fyrir sjálfa sig heldur allt samfélagið. „Ég hef staðið í alls konar í gegnum tíðina og ef þetta snerist bara um það hjá mér að ég fengi réttláta niðurstöðu í mínu máli, á persónulegu plani fyrir mig, þá hefði ég hætt þessu fyrir mörgum árum síðan. Þetta er ekki mín hugmynd um ánægjuleg verkefni til þess að fást við,“ segir Erla. „Ég get ekki bara alveg lagt niður allt og labbað í burtu og skilið þetta eftir vitandi í hvaða ástandi þetta er. Ég verð alla vega að reyna,“ segir hún enn fremur.
Guðmundar- og Geirfinnsmálin Mannréttindadómstóll Evrópu Tengdar fréttir „Ég vona að þetta klárist fyrir minn dag“ Erla Bolladóttir skoðar að fara með mál sitt fyrir Mannréttindadómstól Evrópu eftir að beiðni hennar um endurupptöku var hafnað. Hún glímir við ólæknandi krabbamein og kallar eftir því að ríkisstjórnin taki á sig rögg og ljúki Guðmundar- og Geirfinnsmálunum í eitt skipti fyrir öll. 21. september 2022 23:39 Með ólæknandi krabbamein og þráir réttlæti Erla Bolladóttur greindi frá því á blaðamannafundi í dag að hún væri með krabbamein sem læknar teldu ólæknandi. Hún þráir ekkert heitar en að mál hennar fái réttlát endalok. Það kemur til greina að fara með mál hennar til Mannréttindardómstóls Evrópu. 21. september 2022 14:27 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Innlent Fleiri fréttir „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Bein útsending: Breski sundkappinn kemur á land í Nauthólsvík Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Sjá meira
„Ég vona að þetta klárist fyrir minn dag“ Erla Bolladóttir skoðar að fara með mál sitt fyrir Mannréttindadómstól Evrópu eftir að beiðni hennar um endurupptöku var hafnað. Hún glímir við ólæknandi krabbamein og kallar eftir því að ríkisstjórnin taki á sig rögg og ljúki Guðmundar- og Geirfinnsmálunum í eitt skipti fyrir öll. 21. september 2022 23:39
Með ólæknandi krabbamein og þráir réttlæti Erla Bolladóttur greindi frá því á blaðamannafundi í dag að hún væri með krabbamein sem læknar teldu ólæknandi. Hún þráir ekkert heitar en að mál hennar fái réttlát endalok. Það kemur til greina að fara með mál hennar til Mannréttindardómstóls Evrópu. 21. september 2022 14:27