Fótbolti

Blatter gagnrýnir Infantino harðlega

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Sepp Blatter og Gianni Infantino ásamt öðrum fyrirmennum.
Sepp Blatter og Gianni Infantino ásamt öðrum fyrirmennum.

Sepp Blatter hefur gagnrýnt eftirmann sinn í embætti forseta FIFA fyrir hugmyndir um að breyta keppnum á vegum sambandsins.

Á HM 2026 fjölgar liðum úr 32 í 48 og þá hefur Infantino viðrað hugmyndir sínar um að halda heimsmeistaramótið á þriggja ára fresti en ekki fjögurra eins og alltaf hefur verið gert. Auk þess verður HM félagsliða stækkað til muna og verður með 32 liðum 2025.

Blatter er ekki hrifinn af þessum hugmyndum Infantinos og segir að markaðsáhrifin séu farin að hafa full mikil áhrif á ákvarðanir tengdar fótboltanum.

„Það sem er að gerast í augnablikinu er of mikil markaðssetning fótboltans. Það er verið að reyna að kreista meira og meira út úr sítrónunni, til dæmis með 48 liða HM og heimsmeistaramót félagsliða sem verður að horfa á sem beinan keppinaut Meistaradeildar Evrópu,“ sagði Blatter í samtali við þýska blaðið De Zit.

„FIFA er að vasast félagsliðafótbolta sem sambandið hefur ekkert með að gera,“ bætti Svisslendingurinn við.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×