Fótbolti

Ástand Pelés versnar og hann verður á spítala yfir jólin

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Svo virðist sem Pelé eigi ekki langt eftir.
Svo virðist sem Pelé eigi ekki langt eftir. getty/Friedemann Vogel

Heilsu brasilíska fótboltagoðsins Pelé hefur hrakað enn frekar og hann verður á spítala yfir jólin.

Pelé glímir við krabbamein í þörmum og í tilkynningu frá Albert Einstein spítalanum í Sao Paulo segir að meinið hafi breitt enn frekar úr sér. Því sé nauðsynlegt að hann verði á spítala.

Pelé hefur verið í reglulegri meðferð eftir að æxli var fjarlægt úr honum í september í fyrra. Misvísandi upplýsingar hafa borist um ástand hans en nú liggur fyrir að meinið er sókn og ástand Pelés hefur versnað til muna.

Eftir sigurinn á Suður-Kóreu, 4-1, í sextán liða úrslitum HM í Katar heiðruðu leikmenn brasilíska landsliðsins Pelé með því að halda á borða með mynd af honum.

Ásamt Neymar er Pelé markahæsti leikmaður í sögu brasilíska landsliðsins með 77 mörk. Hann varð þrívegis heimsmeistari með Brasilíu (1958, 1962 og 1970).




Fleiri fréttir

Sjá meira


×