Innlent

Diljá að­stoðar Dag

Atli Ísleifsson skrifar
Diljá Ragnarsdóttir, lögfræðingur.
Diljá Ragnarsdóttir, lögfræðingur. Reykjavíkurborg

Diljá Ragnarsdóttir lögfræðingur hefur verið ráðin aðstoðarmaður Dags B. Eggertssonar borgarstjóra.

Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg segir að hún hafi útskrifast með BA gráðu í lögfræði frá Háskólanum í Reykjavík vorið 2017 og svo lokið mastersnámi þaðan árið 2021.

„Diljá starfaði hjá LMG lögmönnum frá 2019 til 2022. Hún var kosningastjóri Samfylkingarinnar í Reykjavík í síðustu sveitarstjórnarkosningum. Um mitt ár 2022 hóf hún störf hjá Marel.

Diljá hefur störf á skrifstofu borgarstjóra og borgarritara í Ráðhúsi Reykjavíkur í janúar 2023,“ segir í tilkynningunni.

Diljá tekur við stöðunni af Pétri Krogh Ólafssyni sem var á dögunum ráðinn þróunar- og viðskiptastjóri Veitna, dótturfyrirtækis Orkuveitu Reykjavíkur (OR). Pétur hafði starfað hjá Reykjavíkurborg sem aðstoðarmaður borgarstjóra frá árinu 2014.

Dagur B. Eggertsson mun gegna embætti borgarstjóra til ársloka 2023 en þá mun Einar Þorsteinsson, formaður borgarráðs og oddviti Framsóknar í borginni, taka við stöðu borgarstjóra.


Tengdar fréttir



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×