Aðstoðarmaður borgarstjóra ráðinn þróunar- og viðskiptastjóri Veitna Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 5. desember 2022 15:36 Pétur mun meðal annars sjá um samskipti og samhæfingu áætlana milli sveitarfélaga og Veitna. Pétur Krogh Ólafsson hefur verið ráðinn þróunar- og viðskiptastjóri Veitna, dótturfyrirtækis Orkuveitu Reykjavíkur (OR). Pétur mun meðal annars sjá um samskipti og samhæfingu áætlana milli sveitarfélaga og Veitna og mun heyra beint undir Sólrúnu Kristjánsdóttur framkvæmdastýru fyrirtækisins. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Veitum. Breki Logason, stjórnandi Samskipta og samfélags hjá Orkuveitu Reykjavíkur, segir að Pétur hefji störf um áramótin. Aðspurður segir Breki að starfið hafi ekki verið auglýst. Pétur hefur starfað hjá Reykjavíkurborg sem aðstoðarmaður borgarstjóra frá árinu 2014. Áður var hann bæjarfulltrúi í Kópavogi og sinnti ritstjórnar- og markaðsmálum á Skjánum. Pétur er með BA gráðu í sagnfræði og MA gráðu í bókmenntafræði frá Háskóla Íslands. Pétur ótrúlega spenntur „Pétur kemur inn á mikilvægum tímapunkti þegar mikil uppbygging og vöxtur er fram undan ásamt þéttingu byggðar á okkar þjónustusvæðum. Þá erum við í mörgum stórum samstarfsverkefnum með sveitarfélögunum sem Veitur þjónusta. Slík verkefni krefjast mikils samstarfs og samskipta milli uppbyggingaraðila þannig að við erum mjög ánægð með að fá Pétur, sem býr yfir mikilli reynslu á þessu sviði, til liðs við okkur,“ segir Sólrún Kristjánsdóttir framkvæmdastýra Veitna í tilkynningunni. „Með nýju starfi þróunar- og viðskiptastjóra skapast mikil og spennandi tækifæri til að nýta innviði betur og samræma áætlanir milli sveitarfélaga og Veitna. Þannig getum við nýtt tímann og þann öfluga mannauð sem Veitur búa yfir á sem áhrifaríkastan máta. Ég er ótrúlega spenntur að takast á við þessi verkefni enda eru Veitur afar framsækið fyrirtæki og alþjóðlega leiðandi á sínu sviði,“ segir Pétur um ráðninguna í tilkynningunni. Stærsta veitufyrirtæki landsins Fram kemur í tilkynningu að Veitur er stærsta veitufyrirtæki landsins með fjölbreytta og samfélagslega mikilvæga starfsemi. Hlutverk Veitna er að þróa og byggja upp veitukerfi sem eru grundvöllur lífsgæða og gæta þess að viðskiptavinir hafi aðgengi að hitaveitu, rafveitu, vatnsveitu og fráveitu. Veitusvæðið er að mestu á höfuðborgarsvæðinu, en einnig víða á Suður- og Vesturlandi. Lagnir og strengir eru alls níu þúsund kílómetrar að lengd, sem samsvarar vegalengdinni frá Reykjavík til Shanghai. Veitur þjónusta ríflega 70% landsmanna á einn eða annan hátt. Vistaskipti Reykjavík Mest lesið Kúgaðist og missti matarlystina við að finna pappír í súpunni Neytendur Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Viðskipti innlent Kalt stríð sé í gangi á netinu Viðskipti innlent Orkugeirinn stækkar: „Við erum komin að þolmörkum“ Atvinnulíf Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Viðskipti innlent Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Viðskipti innlent Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Viðskipti innlent Sjónvarpsapp Sýnar aðgengilegt í Samsung sjónvörpum Samstarf Fleiri fréttir Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Sjá meira
Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Veitum. Breki Logason, stjórnandi Samskipta og samfélags hjá Orkuveitu Reykjavíkur, segir að Pétur hefji störf um áramótin. Aðspurður segir Breki að starfið hafi ekki verið auglýst. Pétur hefur starfað hjá Reykjavíkurborg sem aðstoðarmaður borgarstjóra frá árinu 2014. Áður var hann bæjarfulltrúi í Kópavogi og sinnti ritstjórnar- og markaðsmálum á Skjánum. Pétur er með BA gráðu í sagnfræði og MA gráðu í bókmenntafræði frá Háskóla Íslands. Pétur ótrúlega spenntur „Pétur kemur inn á mikilvægum tímapunkti þegar mikil uppbygging og vöxtur er fram undan ásamt þéttingu byggðar á okkar þjónustusvæðum. Þá erum við í mörgum stórum samstarfsverkefnum með sveitarfélögunum sem Veitur þjónusta. Slík verkefni krefjast mikils samstarfs og samskipta milli uppbyggingaraðila þannig að við erum mjög ánægð með að fá Pétur, sem býr yfir mikilli reynslu á þessu sviði, til liðs við okkur,“ segir Sólrún Kristjánsdóttir framkvæmdastýra Veitna í tilkynningunni. „Með nýju starfi þróunar- og viðskiptastjóra skapast mikil og spennandi tækifæri til að nýta innviði betur og samræma áætlanir milli sveitarfélaga og Veitna. Þannig getum við nýtt tímann og þann öfluga mannauð sem Veitur búa yfir á sem áhrifaríkastan máta. Ég er ótrúlega spenntur að takast á við þessi verkefni enda eru Veitur afar framsækið fyrirtæki og alþjóðlega leiðandi á sínu sviði,“ segir Pétur um ráðninguna í tilkynningunni. Stærsta veitufyrirtæki landsins Fram kemur í tilkynningu að Veitur er stærsta veitufyrirtæki landsins með fjölbreytta og samfélagslega mikilvæga starfsemi. Hlutverk Veitna er að þróa og byggja upp veitukerfi sem eru grundvöllur lífsgæða og gæta þess að viðskiptavinir hafi aðgengi að hitaveitu, rafveitu, vatnsveitu og fráveitu. Veitusvæðið er að mestu á höfuðborgarsvæðinu, en einnig víða á Suður- og Vesturlandi. Lagnir og strengir eru alls níu þúsund kílómetrar að lengd, sem samsvarar vegalengdinni frá Reykjavík til Shanghai. Veitur þjónusta ríflega 70% landsmanna á einn eða annan hátt.
Vistaskipti Reykjavík Mest lesið Kúgaðist og missti matarlystina við að finna pappír í súpunni Neytendur Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Viðskipti innlent Kalt stríð sé í gangi á netinu Viðskipti innlent Orkugeirinn stækkar: „Við erum komin að þolmörkum“ Atvinnulíf Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Viðskipti innlent Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Viðskipti innlent Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Viðskipti innlent Sjónvarpsapp Sýnar aðgengilegt í Samsung sjónvörpum Samstarf Fleiri fréttir Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Sjá meira
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur