Minnisblað varpar ljósi á óróleika og óánægju vegna Grandaborgar Hólmfríður Gísladóttir skrifar 21. desember 2022 08:49 Úrbætur á Grandagarði munu taka allt að ár. Reykjavíkurborg Leikskólastjóri Grandaborgar, Helena Jónsdóttir, hefur dregið uppsögn sína til baka en uppsögnin vakti nokkurn kurr meðal starfsmanna og foreldra. Þrír starfsmenn í 2,5 stöðugildum sögðu upp störfum í kjölfar uppsagnar leikskólastjórans. Þetta kemur fram í minnisblaði Helga Grímssonar, sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar, sem lagt var fram á fundi skóla- og frístundaráðs á mánudaginn. Í minnisblaðinu er farið yfir stöðu Grandaborgar en húsnæði leikskólans var rýmt í haust vegna myglu og skolpmengunar. Mygla greindist í húsnæði Grandaborgar við Boðagranda á vormánuðum en í haust kom í ljós að aðalorsök slæmra loftgæða væri skriðkjallari undir húsnæðinu og hönnun loftræstingar hússins. Skólprör hafði farið í sundur og skólp seytlað ofan í jarðveg í kjallaranum en loftræstikerfið blásið lofti úr kjallaranum og inn í húsnæði leikskólans. Ákveðið var að loka leikskólanum og flytja starfsemina á þrjá staði; í Ævintýraborg við Eggertsgötu (22 börn), Ævintýraborg við Nauthólsveg (15 börn) og í Kringluna 1 (27 börn). Fram kemur í minnisblaði Helga að óanægju hafi gætt með þá ákvörðun að sundra leikskólanum en ekki hafi tekist að finna hentugt húsnæði til að halda öllum börnunum saman. Þá var einnig óánægja með staðsetningu leikskólastarfsins í Kringlunni. Haldnir voru fundir með foreldrum og starfsmönnum en í minnisblaðinu segir að „óróleiki“ hafi komið upp í báðum hópum eftir að fréttir bárust af því að leikskólastjórinn hefði sagt upp störfum. Einhverjum hefði skilist sem svo að honum hefði verið sagt upp. Í kjölfarið hefðu þrír starfsmenn í 2,5 stöðugildum sagt upp og fjölmargir foreldrar sent inn fyrirspurn um málið. Leikskólastjórinn hafi hins vegar dregið uppsögn sína til baka í byrjun desember og með flutningi starfsemi leikskólans úr Kringlunni í Hagaborg sé þess vænst að sátt náist um starfsemi leikskólans, „þó ljóst megi vera að áskoranir fylgja þeirri stöðu sem uppi er varðandi húsnæðismál hans“. Tengd skjöl Minnisblað_vegna_GrandaborgarPDF41KBSækja skjal Reykjavík Leikskólar Mygla Tengdar fréttir „Að fólki skuli detta þetta til hugar er að mínu viti skammarlegt“ Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar fer hörðum orðum um ákvörðun Reykjavíkurborgar að draga saman seglin í leikskólamálum, meðal annars með því að fækka starfsfólki og skera niður í skólamáltíðum. Viðtal við Sólveigu má sjá hér í innslaginu að ofan og hefst á níundu mínútu. 8. desember 2022 09:00 Nemendur Grandaborgar færðir öðru sinni vegna myglu í bráðabirgðahúsnæði Foreldri barns á leikskólanum Grandaborg, þar sem mygla fannst í sumar, segist orðið þreytt á endalausu hringli og loðnum svörum frá borginni. Mygla er í bráðabirgðahúsnæði sem hluti nemenda var færður í en færa á þá enn annað í byrjun desember. 21. nóvember 2022 19:31 Loka Grandaborg og skipta börnunum í þrennt Loka þarf leikskólanum Grandaborg í Vesturbænum. Þar hafa framkvæmdir staðið yfir vegna rakaskemmda og þar að auki kom nýverið í ljós rof á skolplögn undir leikskólanum. Því þarf að skipta börnunum á leikskólanum upp og hýsa þau annars staðar í þremur hópum, á meðan unnið er að því að finna húsnæði þar sem öll börnin geta verið saman. 1. október 2022 16:29 Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Erlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Fleiri fréttir Gengst ekki við falsfréttum þó tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Sjá meira
Þetta kemur fram í minnisblaði Helga Grímssonar, sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar, sem lagt var fram á fundi skóla- og frístundaráðs á mánudaginn. Í minnisblaðinu er farið yfir stöðu Grandaborgar en húsnæði leikskólans var rýmt í haust vegna myglu og skolpmengunar. Mygla greindist í húsnæði Grandaborgar við Boðagranda á vormánuðum en í haust kom í ljós að aðalorsök slæmra loftgæða væri skriðkjallari undir húsnæðinu og hönnun loftræstingar hússins. Skólprör hafði farið í sundur og skólp seytlað ofan í jarðveg í kjallaranum en loftræstikerfið blásið lofti úr kjallaranum og inn í húsnæði leikskólans. Ákveðið var að loka leikskólanum og flytja starfsemina á þrjá staði; í Ævintýraborg við Eggertsgötu (22 börn), Ævintýraborg við Nauthólsveg (15 börn) og í Kringluna 1 (27 börn). Fram kemur í minnisblaði Helga að óanægju hafi gætt með þá ákvörðun að sundra leikskólanum en ekki hafi tekist að finna hentugt húsnæði til að halda öllum börnunum saman. Þá var einnig óánægja með staðsetningu leikskólastarfsins í Kringlunni. Haldnir voru fundir með foreldrum og starfsmönnum en í minnisblaðinu segir að „óróleiki“ hafi komið upp í báðum hópum eftir að fréttir bárust af því að leikskólastjórinn hefði sagt upp störfum. Einhverjum hefði skilist sem svo að honum hefði verið sagt upp. Í kjölfarið hefðu þrír starfsmenn í 2,5 stöðugildum sagt upp og fjölmargir foreldrar sent inn fyrirspurn um málið. Leikskólastjórinn hafi hins vegar dregið uppsögn sína til baka í byrjun desember og með flutningi starfsemi leikskólans úr Kringlunni í Hagaborg sé þess vænst að sátt náist um starfsemi leikskólans, „þó ljóst megi vera að áskoranir fylgja þeirri stöðu sem uppi er varðandi húsnæðismál hans“. Tengd skjöl Minnisblað_vegna_GrandaborgarPDF41KBSækja skjal
Reykjavík Leikskólar Mygla Tengdar fréttir „Að fólki skuli detta þetta til hugar er að mínu viti skammarlegt“ Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar fer hörðum orðum um ákvörðun Reykjavíkurborgar að draga saman seglin í leikskólamálum, meðal annars með því að fækka starfsfólki og skera niður í skólamáltíðum. Viðtal við Sólveigu má sjá hér í innslaginu að ofan og hefst á níundu mínútu. 8. desember 2022 09:00 Nemendur Grandaborgar færðir öðru sinni vegna myglu í bráðabirgðahúsnæði Foreldri barns á leikskólanum Grandaborg, þar sem mygla fannst í sumar, segist orðið þreytt á endalausu hringli og loðnum svörum frá borginni. Mygla er í bráðabirgðahúsnæði sem hluti nemenda var færður í en færa á þá enn annað í byrjun desember. 21. nóvember 2022 19:31 Loka Grandaborg og skipta börnunum í þrennt Loka þarf leikskólanum Grandaborg í Vesturbænum. Þar hafa framkvæmdir staðið yfir vegna rakaskemmda og þar að auki kom nýverið í ljós rof á skolplögn undir leikskólanum. Því þarf að skipta börnunum á leikskólanum upp og hýsa þau annars staðar í þremur hópum, á meðan unnið er að því að finna húsnæði þar sem öll börnin geta verið saman. 1. október 2022 16:29 Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Erlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Fleiri fréttir Gengst ekki við falsfréttum þó tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Sjá meira
„Að fólki skuli detta þetta til hugar er að mínu viti skammarlegt“ Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar fer hörðum orðum um ákvörðun Reykjavíkurborgar að draga saman seglin í leikskólamálum, meðal annars með því að fækka starfsfólki og skera niður í skólamáltíðum. Viðtal við Sólveigu má sjá hér í innslaginu að ofan og hefst á níundu mínútu. 8. desember 2022 09:00
Nemendur Grandaborgar færðir öðru sinni vegna myglu í bráðabirgðahúsnæði Foreldri barns á leikskólanum Grandaborg, þar sem mygla fannst í sumar, segist orðið þreytt á endalausu hringli og loðnum svörum frá borginni. Mygla er í bráðabirgðahúsnæði sem hluti nemenda var færður í en færa á þá enn annað í byrjun desember. 21. nóvember 2022 19:31
Loka Grandaborg og skipta börnunum í þrennt Loka þarf leikskólanum Grandaborg í Vesturbænum. Þar hafa framkvæmdir staðið yfir vegna rakaskemmda og þar að auki kom nýverið í ljós rof á skolplögn undir leikskólanum. Því þarf að skipta börnunum á leikskólanum upp og hýsa þau annars staðar í þremur hópum, á meðan unnið er að því að finna húsnæði þar sem öll börnin geta verið saman. 1. október 2022 16:29