Faglærðir starfsmenn Grandaborgar segja upp störfum Jakob Bjarnar skrifar 2. desember 2022 12:00 Börnin á Grandaborg hafa þurft að þola töluverðar breytingar á starfi vegna mygluvanda. Vísir/Vilhelm Verulegur uggur og urgur er meðal foreldra barna í Grandaborg en Helena Jónsdóttir leiksskólastjóri hefur sagt upp störfum. Hún tók við sem leikskólastjóri Grandaborgar árið 2014. Vísir hefur fjallað um mikil vandræði vegna reksturs Grandaborgar. Þar kom upp mygla, rof kom upp á skolplögn undir leikskólanum og var starfseminni skipt upp á þrjá staði. Foreldrar hafa lýst yfir miklum áhyggjum af stöðu mála. Helena hefur sagt upp frá og með 1. nóvember „Haustið er búið að vera mjög streituvaldandi fyrir mig sem einstætt foreldri með barn á leikskóla sem þarf að færa oftar en einu sinni á milli staða,“ sagði Karen Björg Jóhannsdóttir í samtali við Vísi. Íris Erla Thorarensen ritar harðorðan pistil á Facebook-síðu foreldra barna í Grandborg þar sem hún greinir frá því að allir leikskólakennarar Grandaborgar hafi sagt upp störfum, „vegna framkomu og óheiðarleika borgarinnar gagnvart börnum, foreldrum, starfsmönnum og leikskólastjóra. Leikskólinn verður því án faglærðra starfsmanna eins og staðan er í dag.“ Helena Jónsdóttir leikskólakennari staðfestir þetta í samtali við Vísi, hún hafi sagt upp störfum frá og með 1. nóvember. Hún segir að málið eigi sér talsvert langa forsögu en leikskólakennarar hafa ekki treyst sér til að fara að lögum sem snúa að aðbúnaði barna og starfmanna. Hún segir þetta ekki hafa verið léttvægt, en hún tók við stöðu leikskólastjóra 2014. Málið sé viðkvæmt og hún geti ekki tjáð sig um það nánar á þessu stigi máls. Reykjavíkurborg verði að viðurkenna á sig mistök Íris, sem er fyrrum starfsmaður Grandaborgar og er nú að hefja sitt fimmta leikskólaár sem foreldri, segist hafa þungar áhyggjur af stöðunni í áðurnefndum pistli. „Það er gjörsamlega búið að sprengja upp þetta fallega og góða starf sem hefur einkennt Grandaborg. Á hverjum bitnar það?“ spyr Íris og hún heldur áfram: „Svona gott starf, traust á milli stjórnanda og starfsmanna, þekking og reynsla, áhugi og væntumþykja til barnanna okkar verður ekki byggt upp á einum degi. Hverjir munu finna mest fyrir því?“ Íris segist ekki vita hvað þurfi til að koma svo lagfæra megi stöðuna eftir áföll sem þessi. „En ég veit að Reykjavíkurborg verður að sýna ábyrgð og viðurkenna að hér voru gerð mistök, í nánast einu og öllu og gera allt sem í þeirra valdi stendur að missa ekki mannauðinn úr húsi. Börnin okkar eiga það skilið eftir umbrot haustsins.“ Leikskólar Reykjavík Mygla Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Loka Grandaborg og skipta börnunum í þrennt Loka þarf leikskólanum Grandaborg í Vesturbænum. Þar hafa framkvæmdir staðið yfir vegna rakaskemmda og þar að auki kom nýverið í ljós rof á skolplögn undir leikskólanum. Því þarf að skipta börnunum á leikskólanum upp og hýsa þau annars staðar í þremur hópum, á meðan unnið er að því að finna húsnæði þar sem öll börnin geta verið saman. 1. október 2022 16:29 Nemendur Grandaborgar færðir öðru sinni vegna myglu í bráðabirgðahúsnæði Foreldri barns á leikskólanum Grandaborg, þar sem mygla fannst í sumar, segist orðið þreytt á endalausu hringli og loðnum svörum frá borginni. Mygla er í bráðabirgðahúsnæði sem hluti nemenda var færður í en færa á þá enn annað í byrjun desember. 21. nóvember 2022 19:31 Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Fleiri fréttir Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Sjá meira
Vísir hefur fjallað um mikil vandræði vegna reksturs Grandaborgar. Þar kom upp mygla, rof kom upp á skolplögn undir leikskólanum og var starfseminni skipt upp á þrjá staði. Foreldrar hafa lýst yfir miklum áhyggjum af stöðu mála. Helena hefur sagt upp frá og með 1. nóvember „Haustið er búið að vera mjög streituvaldandi fyrir mig sem einstætt foreldri með barn á leikskóla sem þarf að færa oftar en einu sinni á milli staða,“ sagði Karen Björg Jóhannsdóttir í samtali við Vísi. Íris Erla Thorarensen ritar harðorðan pistil á Facebook-síðu foreldra barna í Grandborg þar sem hún greinir frá því að allir leikskólakennarar Grandaborgar hafi sagt upp störfum, „vegna framkomu og óheiðarleika borgarinnar gagnvart börnum, foreldrum, starfsmönnum og leikskólastjóra. Leikskólinn verður því án faglærðra starfsmanna eins og staðan er í dag.“ Helena Jónsdóttir leikskólakennari staðfestir þetta í samtali við Vísi, hún hafi sagt upp störfum frá og með 1. nóvember. Hún segir að málið eigi sér talsvert langa forsögu en leikskólakennarar hafa ekki treyst sér til að fara að lögum sem snúa að aðbúnaði barna og starfmanna. Hún segir þetta ekki hafa verið léttvægt, en hún tók við stöðu leikskólastjóra 2014. Málið sé viðkvæmt og hún geti ekki tjáð sig um það nánar á þessu stigi máls. Reykjavíkurborg verði að viðurkenna á sig mistök Íris, sem er fyrrum starfsmaður Grandaborgar og er nú að hefja sitt fimmta leikskólaár sem foreldri, segist hafa þungar áhyggjur af stöðunni í áðurnefndum pistli. „Það er gjörsamlega búið að sprengja upp þetta fallega og góða starf sem hefur einkennt Grandaborg. Á hverjum bitnar það?“ spyr Íris og hún heldur áfram: „Svona gott starf, traust á milli stjórnanda og starfsmanna, þekking og reynsla, áhugi og væntumþykja til barnanna okkar verður ekki byggt upp á einum degi. Hverjir munu finna mest fyrir því?“ Íris segist ekki vita hvað þurfi til að koma svo lagfæra megi stöðuna eftir áföll sem þessi. „En ég veit að Reykjavíkurborg verður að sýna ábyrgð og viðurkenna að hér voru gerð mistök, í nánast einu og öllu og gera allt sem í þeirra valdi stendur að missa ekki mannauðinn úr húsi. Börnin okkar eiga það skilið eftir umbrot haustsins.“
Leikskólar Reykjavík Mygla Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Loka Grandaborg og skipta börnunum í þrennt Loka þarf leikskólanum Grandaborg í Vesturbænum. Þar hafa framkvæmdir staðið yfir vegna rakaskemmda og þar að auki kom nýverið í ljós rof á skolplögn undir leikskólanum. Því þarf að skipta börnunum á leikskólanum upp og hýsa þau annars staðar í þremur hópum, á meðan unnið er að því að finna húsnæði þar sem öll börnin geta verið saman. 1. október 2022 16:29 Nemendur Grandaborgar færðir öðru sinni vegna myglu í bráðabirgðahúsnæði Foreldri barns á leikskólanum Grandaborg, þar sem mygla fannst í sumar, segist orðið þreytt á endalausu hringli og loðnum svörum frá borginni. Mygla er í bráðabirgðahúsnæði sem hluti nemenda var færður í en færa á þá enn annað í byrjun desember. 21. nóvember 2022 19:31 Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Fleiri fréttir Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Sjá meira
Loka Grandaborg og skipta börnunum í þrennt Loka þarf leikskólanum Grandaborg í Vesturbænum. Þar hafa framkvæmdir staðið yfir vegna rakaskemmda og þar að auki kom nýverið í ljós rof á skolplögn undir leikskólanum. Því þarf að skipta börnunum á leikskólanum upp og hýsa þau annars staðar í þremur hópum, á meðan unnið er að því að finna húsnæði þar sem öll börnin geta verið saman. 1. október 2022 16:29
Nemendur Grandaborgar færðir öðru sinni vegna myglu í bráðabirgðahúsnæði Foreldri barns á leikskólanum Grandaborg, þar sem mygla fannst í sumar, segist orðið þreytt á endalausu hringli og loðnum svörum frá borginni. Mygla er í bráðabirgðahúsnæði sem hluti nemenda var færður í en færa á þá enn annað í byrjun desember. 21. nóvember 2022 19:31