Fimm flugferðum síðar enn ekki nálægt áfangastaðnum Íslandi Ólafur Björn Sverrisson skrifar 20. desember 2022 21:45 Daniel átti að mæta til Íslands í gær en dvelur nú þess í stað á hóteli skammt frá flugvellinum í Helsinki, 36 tímum eftir að hann lagði af stað frá Texas. samsett Daniel Viray er kennari frá Texas sem ætlaði sér að nýta tveggja vikna jólafrí í að heimsækja Ísland. Upphaflega átti hann að mæta til landsins í gær, mánudaginn 19. desember, eftir millilendingar í Chicago og London. Vegna óveðursins er hann hins vegar staddur í Helsinki eftir misheppnaða flugferð þaðan til Íslands í dag og á morgun fer hann til Berlínar áður en ferðinni er loks heitið til Íslands. „Mér líður svo sem ágætlega, svona hlutir gerast. Þetta er reyndar í fyrsta skipti sem ég flýg utan Bandaríkjanna, sem og fyrsta skipti sem ég ferðast einn,“ segir Daniel í samtali við fréttastofu. „Maður getur víst ekki stjórnað veðrinu. Ég er bara stóískur og vona að allt endi vel.“ Það sem áttu að vera þrjár flugferðir mun því að öllum líkindum enda í sex ferðum, frá Texas til Chigaco og þaðan til London. Frá London til Helsinki, Helsinki til Berlínar og þaðan til fyrirheitna landsins Íslands. Lenti á brottfararstað Daniel hefur verið í 36 tíma ferðalagi og náð einungis um fjögurra tíma svefni á þeim tíma. „Ég sofnaði aðeins í fluginu sem átti að vera frá Helsinki til Íslands. Flugstjóranum snerist hugur á leiðinni og ég vaknaði aftur í Helsinki, þessi ferð er alveg með ólíkindum.“ Daniel flaug frá Chicago til London þar sem hann missti af næsta flugi til Íslands vegna rafmagnsbilunar í vélinni. „Klukkutími í London varð að tólf tímum. Ég fann ekki töskuna strax og fór í raðir til að ræða við einhvern og missti á endanum af fluginu. Ég beið svo í síma ferðaþjónustunnar í einn og hálfan tíma sem sagði að ég þyrfti að tala við flugfélagið. Loks átti ég flug frá London til Helsinki og þaðan til Íslands.“ Sú ferð misheppnaðist hins vegar eins og áður segir og er Daniel nú staddur á hóteli sem flugfélagið FinnAir útvegaði honum. Vonar það besta „Það hefur reyndar sennilega verið það besta við ferðina hingað til, að geta sofið á hótelherbergi.“ Það besta við ferðina til Íslands hingað til: hótelherbergi í Helsinki.aðsend Ef allt gengur að óskum flýgur Daniel til Berlínar á morgun en þar tekur við 5 tíma bið áður en flogið verður til Íslands. Hingað til lands ætti hann því að mæta um fjögur leytið á morgun. „Ég er kennari og er með tveggja vikna frí nú um jólin og vildi upplifa eitthvað allt annað en í mínum heimabæ í Texas. Ég þekki nokkra frá Íslandi þannig mér datt bara í hug að kanna hvernig lífið væri á Íslandi“ segir Daniel og bætir við að hann hafi kynnst nokkrum Íslendingum á samfélagsmiðlum. „Nú bíð ég bara og vona að það rætist eitthvað úr þessu,“ segir Daniel að lokum. Ferðalög Samgöngur Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Líkamsárás á veitingastað Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Fleiri fréttir „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Sjá meira
„Mér líður svo sem ágætlega, svona hlutir gerast. Þetta er reyndar í fyrsta skipti sem ég flýg utan Bandaríkjanna, sem og fyrsta skipti sem ég ferðast einn,“ segir Daniel í samtali við fréttastofu. „Maður getur víst ekki stjórnað veðrinu. Ég er bara stóískur og vona að allt endi vel.“ Það sem áttu að vera þrjár flugferðir mun því að öllum líkindum enda í sex ferðum, frá Texas til Chigaco og þaðan til London. Frá London til Helsinki, Helsinki til Berlínar og þaðan til fyrirheitna landsins Íslands. Lenti á brottfararstað Daniel hefur verið í 36 tíma ferðalagi og náð einungis um fjögurra tíma svefni á þeim tíma. „Ég sofnaði aðeins í fluginu sem átti að vera frá Helsinki til Íslands. Flugstjóranum snerist hugur á leiðinni og ég vaknaði aftur í Helsinki, þessi ferð er alveg með ólíkindum.“ Daniel flaug frá Chicago til London þar sem hann missti af næsta flugi til Íslands vegna rafmagnsbilunar í vélinni. „Klukkutími í London varð að tólf tímum. Ég fann ekki töskuna strax og fór í raðir til að ræða við einhvern og missti á endanum af fluginu. Ég beið svo í síma ferðaþjónustunnar í einn og hálfan tíma sem sagði að ég þyrfti að tala við flugfélagið. Loks átti ég flug frá London til Helsinki og þaðan til Íslands.“ Sú ferð misheppnaðist hins vegar eins og áður segir og er Daniel nú staddur á hóteli sem flugfélagið FinnAir útvegaði honum. Vonar það besta „Það hefur reyndar sennilega verið það besta við ferðina hingað til, að geta sofið á hótelherbergi.“ Það besta við ferðina til Íslands hingað til: hótelherbergi í Helsinki.aðsend Ef allt gengur að óskum flýgur Daniel til Berlínar á morgun en þar tekur við 5 tíma bið áður en flogið verður til Íslands. Hingað til lands ætti hann því að mæta um fjögur leytið á morgun. „Ég er kennari og er með tveggja vikna frí nú um jólin og vildi upplifa eitthvað allt annað en í mínum heimabæ í Texas. Ég þekki nokkra frá Íslandi þannig mér datt bara í hug að kanna hvernig lífið væri á Íslandi“ segir Daniel og bætir við að hann hafi kynnst nokkrum Íslendingum á samfélagsmiðlum. „Nú bíð ég bara og vona að það rætist eitthvað úr þessu,“ segir Daniel að lokum.
Ferðalög Samgöngur Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Líkamsárás á veitingastað Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Fleiri fréttir „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Sjá meira