Gummi Ben gerir upp HM: „Ætla ekki að lofa hvernig ég myndi haga mér“ Valur Páll Eiríksson skrifar 20. desember 2022 10:00 Guðmundur segir mótið hafa verið afar skemmtilegt fótboltalega séð. Vísir/Sigurjón Fyrrum fótboltahetjan og sjónvarpsmaðurinn Guðmundur Benediktsson, eða Gummi Ben, skemmti sér vel yfir nýafstöðnu heimsmeistaramóti karla í fótbolta sem fram fór í Katar. Hann segir fyllilega sanngjarnt að Argentína hafi fagnað sigri. „Þetta var ótrúlegur rússibani sem við urðum vitni að og stórkostlegur leikur sem bauð upp á allt sem íþróttir bjóða upp á hreinlega. Bara stórkostlegur endir á frábæru knattspyrnumóti,“ segir Guðmundur um úrslitaleik mótsins Messi sá besti sama hvað en skildi ekki skikkjuna Lionel Messi vann langþráðan heimsmeistaratitil sem var í raun það eina sem hann átti eftir að vinna á ferlinum. Margur segir þetta binda enda á umræðu um það hver er besti leikmaður allra tíma en Guðmundur var alltaf klár á því að Messi væri þar efstur á lista burtséð frá úrslitum helgarinnar. „Ég hef aldrei einhvern veginn efast um það. Þetta breytti ekkert miklu fyrir mig að hann hafi unnið heimsmeistaramótið. Í mínum huga hafa hann og Maradona alltaf verið tveir bestu leikmenn sögunnar,“ „Pelé er þar líka, þótt maður hafi einfaldlega ekki séð nægilega mikið af honum. En líklega hefur hann þaggað niður í einhverjum með þessum titli og átti hann svo sannarlega skilið,“ segir Guðmundur. Guðmundi þótti hins vegar furðulegt að sjá Messi í katarskri skikkju á stóru stundinni. „Ég skildi reyndar ekki það skikkjumál. Ég hefði bara leyft honum að vera í Argentínubúningnum og leyft honum að skína“. Klippa: Gummi Ben gerir upp HM Mikilvægi Martínez gleymist ekki vegna Messi Emiliano Martínez, markvörður Argentínu, varði eina spyrnu í vítakeppninni sem réði úrslitum. Varsla hans frá Frakkanum Kolo Muani í framlengingunni úr dauðafæri var ekki litlu mikilvægari. En gleymist mikilvægi hans í allri umræðunni um Messi? „Ég hugsa að það gleymist ekki, líklega aldrei því þetta var á þvílíku augnabliki þar sem að Frakkarnir hefðu hreinlega gert út um þetta og stolið þessu undir restina,“ „Ég segi stolið af því að Argentína spilaði að mínu mati fullkominn leik í rúmar 70 mínútur og það virtist vera sem Frakkarnir ættu einfaldlega engin svör við þessu. En þeir eru með Mbappé sem gefur manni alltaf von og það var heldur betur von sem virkaði í gær þó það hafi ekki dugað til að taka titilinn sjálfan,“ segir Guðmundur. „Ekki hægt að setja sig í þessu spor“ Óhætt er að segja að hegðun Martínez eftir leik hafi ekki verið til fyrirmyndar. Bæði við viðtöku verðlauna sem markvörður mótsins og níðsöngvar í fagnaðarlátunum eftir leik. Guðmundur kveðst ekki dæma hann af því. „Það er eiginlega ekki hægt að setja sig í þessi spor. Þegar þú ert heimsmeistari ætla ég ekki að dæma neinn. Það er eitthvað sem maður á eftir að prófa, vonandi einhvern tímann, ég veit ekki hvort það muni gerast í þessu lífi. En ég ætla ekki að lofa hvernig ég myndi haga mér ef ég yrði heimsmeistari,“ segir Guðmundur. Úrslitaleikurinn rúsínan í pylsuendanum En hvað stendur upp úr á mótinu? „Að sjálfsögðu stendur þessi úrslitaleikur upp úr. Hann tók einhvern veginn sviðljósið alveg yfir með því að vera svona stórkostlegur leikur. Fótboltinn í heild sinni fannst mér mjög skemmtilegur, mörg góð lið og mörg lið sem töldu sig geta unnið keppnina,“ „En ég held þetta hafi verið fyllilega sanngjarnt að Messi og Argentína hafi tekið þetta að lokum. Ég hefði alveg unað Frökkum líka að vinna því að þeir voru, finnst mér, heilt yfir besta liðið og með sterkasta hópinn þrátt fyrir áföll en bara frábært mót í heildina,“ segir Guðmundur. Vonandi að leikurinn sé að jafnast Guðmundur fagnar því að fleiri lið séu farin að gera sig gildandi á stóra sviðinu en Marokkó varð fyrsta Afríkuþjóðin til að komast í undanúrslit í sögu mótsins. „Við erum að sjá lið frá Afríku í fyrsta skipti komast svona langt og vonandi er leikurinn að jafnast, heimsálfurnar að nálgast hvora aðra. Því þetta hefur bara verið Evrópa og Suður-Ameríka hingað til sem hafa unnið heimsmeistaramótið,“ „Það breyttist ekki í ár en Marokkó fór mjög nálægt því og eiga mikið hrós skilið. Vonandi er þetta það sem koma skal að lið frá Afríku og öðrum heimsálfum fari að blanda sér í þetta,“ segir Guðmundur. Viðtal við Gumma Ben um HM má sjá í heild sinni í spilaranum að ofan. HM 2022 í Katar Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum Fótbolti Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Fleiri fréttir Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum „Maður er búinn að vera á nálum“ Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Breiðablik fer til San Marínó „Sama tilfinning og eftir tapið gegn Blikum“ Halldór: Gæðalítill leikur „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Damir: Of mjúkir í fyrri hálfleik Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Sjá meira
„Þetta var ótrúlegur rússibani sem við urðum vitni að og stórkostlegur leikur sem bauð upp á allt sem íþróttir bjóða upp á hreinlega. Bara stórkostlegur endir á frábæru knattspyrnumóti,“ segir Guðmundur um úrslitaleik mótsins Messi sá besti sama hvað en skildi ekki skikkjuna Lionel Messi vann langþráðan heimsmeistaratitil sem var í raun það eina sem hann átti eftir að vinna á ferlinum. Margur segir þetta binda enda á umræðu um það hver er besti leikmaður allra tíma en Guðmundur var alltaf klár á því að Messi væri þar efstur á lista burtséð frá úrslitum helgarinnar. „Ég hef aldrei einhvern veginn efast um það. Þetta breytti ekkert miklu fyrir mig að hann hafi unnið heimsmeistaramótið. Í mínum huga hafa hann og Maradona alltaf verið tveir bestu leikmenn sögunnar,“ „Pelé er þar líka, þótt maður hafi einfaldlega ekki séð nægilega mikið af honum. En líklega hefur hann þaggað niður í einhverjum með þessum titli og átti hann svo sannarlega skilið,“ segir Guðmundur. Guðmundi þótti hins vegar furðulegt að sjá Messi í katarskri skikkju á stóru stundinni. „Ég skildi reyndar ekki það skikkjumál. Ég hefði bara leyft honum að vera í Argentínubúningnum og leyft honum að skína“. Klippa: Gummi Ben gerir upp HM Mikilvægi Martínez gleymist ekki vegna Messi Emiliano Martínez, markvörður Argentínu, varði eina spyrnu í vítakeppninni sem réði úrslitum. Varsla hans frá Frakkanum Kolo Muani í framlengingunni úr dauðafæri var ekki litlu mikilvægari. En gleymist mikilvægi hans í allri umræðunni um Messi? „Ég hugsa að það gleymist ekki, líklega aldrei því þetta var á þvílíku augnabliki þar sem að Frakkarnir hefðu hreinlega gert út um þetta og stolið þessu undir restina,“ „Ég segi stolið af því að Argentína spilaði að mínu mati fullkominn leik í rúmar 70 mínútur og það virtist vera sem Frakkarnir ættu einfaldlega engin svör við þessu. En þeir eru með Mbappé sem gefur manni alltaf von og það var heldur betur von sem virkaði í gær þó það hafi ekki dugað til að taka titilinn sjálfan,“ segir Guðmundur. „Ekki hægt að setja sig í þessu spor“ Óhætt er að segja að hegðun Martínez eftir leik hafi ekki verið til fyrirmyndar. Bæði við viðtöku verðlauna sem markvörður mótsins og níðsöngvar í fagnaðarlátunum eftir leik. Guðmundur kveðst ekki dæma hann af því. „Það er eiginlega ekki hægt að setja sig í þessi spor. Þegar þú ert heimsmeistari ætla ég ekki að dæma neinn. Það er eitthvað sem maður á eftir að prófa, vonandi einhvern tímann, ég veit ekki hvort það muni gerast í þessu lífi. En ég ætla ekki að lofa hvernig ég myndi haga mér ef ég yrði heimsmeistari,“ segir Guðmundur. Úrslitaleikurinn rúsínan í pylsuendanum En hvað stendur upp úr á mótinu? „Að sjálfsögðu stendur þessi úrslitaleikur upp úr. Hann tók einhvern veginn sviðljósið alveg yfir með því að vera svona stórkostlegur leikur. Fótboltinn í heild sinni fannst mér mjög skemmtilegur, mörg góð lið og mörg lið sem töldu sig geta unnið keppnina,“ „En ég held þetta hafi verið fyllilega sanngjarnt að Messi og Argentína hafi tekið þetta að lokum. Ég hefði alveg unað Frökkum líka að vinna því að þeir voru, finnst mér, heilt yfir besta liðið og með sterkasta hópinn þrátt fyrir áföll en bara frábært mót í heildina,“ segir Guðmundur. Vonandi að leikurinn sé að jafnast Guðmundur fagnar því að fleiri lið séu farin að gera sig gildandi á stóra sviðinu en Marokkó varð fyrsta Afríkuþjóðin til að komast í undanúrslit í sögu mótsins. „Við erum að sjá lið frá Afríku í fyrsta skipti komast svona langt og vonandi er leikurinn að jafnast, heimsálfurnar að nálgast hvora aðra. Því þetta hefur bara verið Evrópa og Suður-Ameríka hingað til sem hafa unnið heimsmeistaramótið,“ „Það breyttist ekki í ár en Marokkó fór mjög nálægt því og eiga mikið hrós skilið. Vonandi er þetta það sem koma skal að lið frá Afríku og öðrum heimsálfum fari að blanda sér í þetta,“ segir Guðmundur. Viðtal við Gumma Ben um HM má sjá í heild sinni í spilaranum að ofan.
HM 2022 í Katar Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum Fótbolti Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Fleiri fréttir Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum „Maður er búinn að vera á nálum“ Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Breiðablik fer til San Marínó „Sama tilfinning og eftir tapið gegn Blikum“ Halldór: Gæðalítill leikur „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Damir: Of mjúkir í fyrri hálfleik Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Sjá meira