Fótbolti

Messi ekki hættur með landsliðinu

Hjörvar Ólafsson skrifar
Lionel Messi hefur ekki sagt sitt síðasta orð í argentínsku landsliðstreyjunni.
Lionel Messi hefur ekki sagt sitt síðasta orð í argentínsku landsliðstreyjunni. Vísir/Getty

Lionel Messi kveðst ekki ætla að hætta á toppnum með argentínska karlalandsliðinu í fótbolta karla en hann varð heimsmeistari með liðinu í Doha í Katar fyrr í dag. 

„Ég er ekki hættur með landsliðinu. Mig langar að halda áfram að spila fyrir Argentínu og upplifa það að spila með liðinu sem heimsmeistari," sagði Lionel Messi kampakátur í samtali við fjölmiðla eftir spennutryllinn sem úrslitleikur Argentínu við Frakkland var. 

Messi skoraði tvö marka Argentínu í leiknum en hann varð í dag leikjahæsti leikmaður í sögu lokakeppni heimsmeistaramótsins þegar hann spilaði sinn 26. leik. 

Þá varð hann sá leikmaður sem hefur komið að flestum mörkum í sögu mótsins og fyrsti leikmaðurinn til þess að skora í riðlakeppni og öllum stigum útsláttarkeppinnar á einu og sama mótinu.  

Margir töldu að Messi myndi láta þetta gott heita með landsliðinu nú þegar honum hefur tekist að verða heimsmeistari. Messi ætlar hins vegar að spila eitthvað áfram í bláa og hvíta búningnum. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×