Flugfarþegar megi eiga von á röskunum áfram Kjartan Kjartansson skrifar 19. desember 2022 15:14 Fólki var ráðlagt að halda kyrru fyrir í Leifsstöð frekar en að halda aftur út í ófærðina. Vísir/Stöð 2 Farþegar sem eiga flugmiða næstu daga mega eiga von á breytingum á ferðum, að sögn samskiptastjóra hjá Icelandair. Fólk sem er innlyksa í Leifsstöð hafi að mestu tekið ástandinu með jafnaðargeði. Nær öllum flugferðum til og frá landinu hefur verið aflýst vegna veðurs á Suðurnesjum í dag. Veðrið var ekki svo slæmt að það kæmi í veg fyrir að flogið væri en ófærð á Reykjanesbraut gerði hins vegar farþegum og starfsfólki erfitt eða ómögulegt að komast til Keflavíkur. Fjöldi vonsvikinna flugfarþega er nú innlyksa í Leifsstöð þar sem lögregla ráðlagði fólki að halda kyrru fyrir þar frekar en að leggja af stað aftur út í veðrið. Guðni Sigurðsson, samskiptastjóri hjá Icelandair, segir að langflestir hafi tekið stöðunni með jafnaðargeði þótt fólk sé ekki alltaf sátt við aðstæður sem þessar þar sem lítið sé um upplýsingar. Ástandið var sérstaklega erfitt þegar fólkið var fast á innritunarsvæði flugstöðvarinnar en það hafi batnað eftir að opnað var upp á verslunarsvæðið. Hann segir að allt starfsfólk á flugvellinum vinni nú hörðum höndum að því að liðsinna fólki. „Það eru allir í þessu saman í flugstöðinni,“ segir hann. Þurfa að vinna upp röskunina en spáin áfram slæm Veðurspáin fyrir morgundaginn er áfram svört. Guðni segir að Icelandair fylgist grannt með og upplýsi farþega þegar örugg veðurspá liggi fyrir. Þegar hægt er að fljúga aftur þurfi ennfremur að vinna upp raskanirnar sem urðu í dag og bæta við ferðum. Icelandair aflýsti á fjórða tug ferða frá landinu og svipuðum fjölda til þess í dag. „Þetta er mjög snúin staða svona rétt fyrir jólin,“ segir Guðni. Flugfélagið vinni nú að áætlun og sviðsmyndum um hvernig það geti náð að rétta áætlunina af. Farþegar sem eiga bókað far á næstu dögum megi eiga von á breytingum. Mælir Guðni með því að þeir fylgist vel með skilaboðum á vefsíðu Icelandair, í tölvupóstum og smáskilaboðum. Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Icelandair Veður Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Fleiri fréttir Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði Sjá meira
Nær öllum flugferðum til og frá landinu hefur verið aflýst vegna veðurs á Suðurnesjum í dag. Veðrið var ekki svo slæmt að það kæmi í veg fyrir að flogið væri en ófærð á Reykjanesbraut gerði hins vegar farþegum og starfsfólki erfitt eða ómögulegt að komast til Keflavíkur. Fjöldi vonsvikinna flugfarþega er nú innlyksa í Leifsstöð þar sem lögregla ráðlagði fólki að halda kyrru fyrir þar frekar en að leggja af stað aftur út í veðrið. Guðni Sigurðsson, samskiptastjóri hjá Icelandair, segir að langflestir hafi tekið stöðunni með jafnaðargeði þótt fólk sé ekki alltaf sátt við aðstæður sem þessar þar sem lítið sé um upplýsingar. Ástandið var sérstaklega erfitt þegar fólkið var fast á innritunarsvæði flugstöðvarinnar en það hafi batnað eftir að opnað var upp á verslunarsvæðið. Hann segir að allt starfsfólk á flugvellinum vinni nú hörðum höndum að því að liðsinna fólki. „Það eru allir í þessu saman í flugstöðinni,“ segir hann. Þurfa að vinna upp röskunina en spáin áfram slæm Veðurspáin fyrir morgundaginn er áfram svört. Guðni segir að Icelandair fylgist grannt með og upplýsi farþega þegar örugg veðurspá liggi fyrir. Þegar hægt er að fljúga aftur þurfi ennfremur að vinna upp raskanirnar sem urðu í dag og bæta við ferðum. Icelandair aflýsti á fjórða tug ferða frá landinu og svipuðum fjölda til þess í dag. „Þetta er mjög snúin staða svona rétt fyrir jólin,“ segir Guðni. Flugfélagið vinni nú að áætlun og sviðsmyndum um hvernig það geti náð að rétta áætlunina af. Farþegar sem eiga bókað far á næstu dögum megi eiga von á breytingum. Mælir Guðni með því að þeir fylgist vel með skilaboðum á vefsíðu Icelandair, í tölvupóstum og smáskilaboðum.
Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Icelandair Veður Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Fleiri fréttir Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði Sjá meira