Glódís Perla og Hákon Arnar eru Knattspyrnufólk ársins 2022 Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. desember 2022 10:35 Glódís Perla Viggósdóttir og Hákon Arnar Haraldsson í leik með íslensku landsliðunum á árinu 2022. Vísir/Hulda Margrét Glódís Perla Viggósdóttir og Hákon Arnar Haraldsson þóttu skara fram úr meðal íslensk knattspyrnufólks á árinu 2022 en Knattspyrnusamband Íslands hefur greint frá vali sínu. Svokallað Leikmannaval KSÍ valdi Glódísi Perlu og Hákon Arnar Knattspyrnufólk ársins 2022. Þetta er í nítjánda sinn sem knattspyrnufólk ársins er sérstaklega útnefnt af KSÍ og eru það fjölmargir aðilar, meðal annars fyrrverandi landsliðsmenn, þjálfarar og forystumenn í knattspyrnuhreyfingunni, sem velja. Glódís Perla Viggósdóttir og Hákon Arnar Haraldsson hafa verið valin Knattspyrnufólk ársins 2022 af Knattspyrnuvali KSÍ.https://t.co/pekIOVcc0K#dottir #fyririsland pic.twitter.com/q6BBp97xHd— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) December 19, 2022 Glódís Perla var frábær í vörn íslenska landsliðsins og stórliðs Bayern München á árinu. Hákon Arnar vann dönsku úrvalsdeildina með FCK á sínu fyrsta meistaraflokksári og varð einnig fjórði Íslendingurinn til að skora í Meistaradeildinni. Í næstu sætum á eftir Glódísi voru þær Sveindís Jane Jónsdóttir og Sandra Sigurðardóttir en í næstu sætum á eftir Hákoni enduðu þeir Arnór Sigurðsson og Höskuldur Gunnlaugsson. Hér fyrir neðan má sjá rökstuðning fyrir valinu. Knattspyrnukona ársins - 1. sæti Glódís Perla Viggósdóttir er Knattspyrnukona ársins í fyrsta skipti. Hún hefur verið fastur hlekkur í vörn Bayern München og íslenska landsliðsins á árinu, líkt og áður. Á síðastliðnu keppnistímabili lenti Bayern München í öðru sæti í þýsku úrvalsdeildinni og komst í 8-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu. Liðið situr nú í öðru sæti þýsku úrvalsdeildarinnar og er búið að tryggja sér sæti í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Glódís Perla lék 11 leiki með landsliðinu á árinu, þar af var hún í byrjunarliðinu í öllum þremur leikjum liðsins á EM í Englandi. - 2. sæti Sveindís Jane Jónsdóttir leikur með stórliði Wolfsburg í þýsku úrvalsdeildinni og lyfti með liðinu þýska titlinum á síðasta keppnistímabili ásamt því að vinna þýska bikarinn og komast í undanúrslit í Meistaradeild Evrópu. Á tímabilinu sem er í gangi í dag er Wolfsburg í efsta sæti í þýsku úrvalsdeildinni og er þegar búið að tryggja sér sæti í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Sveindís lék alla 12 leiki Íslands á árinu og er lykilmaður í leik liðsins. - 3. sæti Sandra Sigurðardóttir hefur átt frábært ár, bæði með Val og íslenska landsliðinu. Sandra varð bæði Íslands- og bikarmeistari með Val í sumar og var valin besti markmaður deildarinnar af Leikmannasamtökunum. Sandra lék níu landsleiki á árinu og átti frábært EM á Englandi í sumar og var með bestu markmönnum mótsins. - Knattspyrnumaður ársins - 1. sæti Það má með sanni segja að Hákon Arnar Haraldsson hafi komið fram á sjónvarsviðið með miklum krafti á árinu. Á sínu fyrsta heila keppnistímabili í meistaraflokki vann hann dönsku úrvalsdeildina með FCK, komst alla leið í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu þar sem hann varð fjórði Íslendingurinn til að skora í keppninni, og svo lék hann fyrstu A-landsleiki sína, sjö talsins. - 2. sæti Arnór Sigurðsson lék með IFK Norrköping á síðastliðnu keppnistímabili á láni frá CSKA. Arnór lék frábærlega með sænska liðinu eftir að hann gekk til liðs við það í sumar, en þetta er í annað sinn sem hann leikur með félaginu. Hann lék 11 leiki í sænsku deildinni, skoraði í þeim sex mörk og gaf fjórar stoðsendingar. Arnór lék níu leiki árinu með Íslandi og skoraði eitt mark, gegn Ísrael í júní. - 3. sæti Höskuldur Gunnlaugsson er fyrirliði Breiðabliks, en liðið vann Bestu deild karla á sannfærandi hátt í sumar. Hann lék alla leiki liðsins á tímabilinu, allar mínútur þess utan fimm mínútna í einum leik og skoraði sjö mörk. Höskuldur spilaði sex landsleiki á árinu og var t.a.m. fyrirliði landsliðsins í leik þess gegn Suður-Kóreu í nóvember. KSÍ Fréttir ársins 2021 Mest lesið Segir rugl að ætla að ræða United Enski boltinn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Körfubolti Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Enski boltinn Solskjær í viðræður við United Enski boltinn Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Íslenski boltinn Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Körfubolti „Við tókum ekki mikið frí“ Sport Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Fótbolti Elvar eitraður í endurkomu Körfubolti Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Körfubolti Fleiri fréttir Segir rugl að ætla að ræða United Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Síðasti naglinn í kistu Nuno? Gamla konan í stuði Fílabeinsströndin flaug áfram og mætir Egyptum Logi út af í hálfleik í bikartapi Lærisveinn Heimis að finna taktinn Alsælir Alsíringar áfram eftir dramatík Solskjær í viðræður við United Norðmenn bjartsýnir á að Haaland færi þeim HM-titil Áfall fyrir City: Dias frá í allt að sex vikur Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Úrvalslið Alberts sneri baki í hann Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Áttunda félagið í B-deildinni sem skiptir um stjóra í vetur Skotar fá frídag vegna HM Gvardiol þarf að fara í aðgerð og City horfir til Guéhi Greindi sjálfur frá því að hann tæki við Chelsea Roddarinn ánægður með brottrekstur Nancy: „Farinn á pöbbinn að fagna“ Neville segir United að hætta tilraunamennskunni Minningarstund um Åge á stað sem var honum kær: „Huggun á erfiðum tímum“ Solskjær hefur lýst yfir áhuga á að snúa aftur til Manchester United Nígería flaug áfram í átta liða úrslit Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Tekur við Celtic í annað sinn á tímabilinu Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Salah gulltryggði Egypta áfram í átta liða úrslitin Telur að Arteta myndi íhuga að taka við Manchester United Annar framherji til West Ham Sjá meira
Svokallað Leikmannaval KSÍ valdi Glódísi Perlu og Hákon Arnar Knattspyrnufólk ársins 2022. Þetta er í nítjánda sinn sem knattspyrnufólk ársins er sérstaklega útnefnt af KSÍ og eru það fjölmargir aðilar, meðal annars fyrrverandi landsliðsmenn, þjálfarar og forystumenn í knattspyrnuhreyfingunni, sem velja. Glódís Perla Viggósdóttir og Hákon Arnar Haraldsson hafa verið valin Knattspyrnufólk ársins 2022 af Knattspyrnuvali KSÍ.https://t.co/pekIOVcc0K#dottir #fyririsland pic.twitter.com/q6BBp97xHd— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) December 19, 2022 Glódís Perla var frábær í vörn íslenska landsliðsins og stórliðs Bayern München á árinu. Hákon Arnar vann dönsku úrvalsdeildina með FCK á sínu fyrsta meistaraflokksári og varð einnig fjórði Íslendingurinn til að skora í Meistaradeildinni. Í næstu sætum á eftir Glódísi voru þær Sveindís Jane Jónsdóttir og Sandra Sigurðardóttir en í næstu sætum á eftir Hákoni enduðu þeir Arnór Sigurðsson og Höskuldur Gunnlaugsson. Hér fyrir neðan má sjá rökstuðning fyrir valinu. Knattspyrnukona ársins - 1. sæti Glódís Perla Viggósdóttir er Knattspyrnukona ársins í fyrsta skipti. Hún hefur verið fastur hlekkur í vörn Bayern München og íslenska landsliðsins á árinu, líkt og áður. Á síðastliðnu keppnistímabili lenti Bayern München í öðru sæti í þýsku úrvalsdeildinni og komst í 8-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu. Liðið situr nú í öðru sæti þýsku úrvalsdeildarinnar og er búið að tryggja sér sæti í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Glódís Perla lék 11 leiki með landsliðinu á árinu, þar af var hún í byrjunarliðinu í öllum þremur leikjum liðsins á EM í Englandi. - 2. sæti Sveindís Jane Jónsdóttir leikur með stórliði Wolfsburg í þýsku úrvalsdeildinni og lyfti með liðinu þýska titlinum á síðasta keppnistímabili ásamt því að vinna þýska bikarinn og komast í undanúrslit í Meistaradeild Evrópu. Á tímabilinu sem er í gangi í dag er Wolfsburg í efsta sæti í þýsku úrvalsdeildinni og er þegar búið að tryggja sér sæti í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Sveindís lék alla 12 leiki Íslands á árinu og er lykilmaður í leik liðsins. - 3. sæti Sandra Sigurðardóttir hefur átt frábært ár, bæði með Val og íslenska landsliðinu. Sandra varð bæði Íslands- og bikarmeistari með Val í sumar og var valin besti markmaður deildarinnar af Leikmannasamtökunum. Sandra lék níu landsleiki á árinu og átti frábært EM á Englandi í sumar og var með bestu markmönnum mótsins. - Knattspyrnumaður ársins - 1. sæti Það má með sanni segja að Hákon Arnar Haraldsson hafi komið fram á sjónvarsviðið með miklum krafti á árinu. Á sínu fyrsta heila keppnistímabili í meistaraflokki vann hann dönsku úrvalsdeildina með FCK, komst alla leið í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu þar sem hann varð fjórði Íslendingurinn til að skora í keppninni, og svo lék hann fyrstu A-landsleiki sína, sjö talsins. - 2. sæti Arnór Sigurðsson lék með IFK Norrköping á síðastliðnu keppnistímabili á láni frá CSKA. Arnór lék frábærlega með sænska liðinu eftir að hann gekk til liðs við það í sumar, en þetta er í annað sinn sem hann leikur með félaginu. Hann lék 11 leiki í sænsku deildinni, skoraði í þeim sex mörk og gaf fjórar stoðsendingar. Arnór lék níu leiki árinu með Íslandi og skoraði eitt mark, gegn Ísrael í júní. - 3. sæti Höskuldur Gunnlaugsson er fyrirliði Breiðabliks, en liðið vann Bestu deild karla á sannfærandi hátt í sumar. Hann lék alla leiki liðsins á tímabilinu, allar mínútur þess utan fimm mínútna í einum leik og skoraði sjö mörk. Höskuldur spilaði sex landsleiki á árinu og var t.a.m. fyrirliði landsliðsins í leik þess gegn Suður-Kóreu í nóvember.
Knattspyrnukona ársins - 1. sæti Glódís Perla Viggósdóttir er Knattspyrnukona ársins í fyrsta skipti. Hún hefur verið fastur hlekkur í vörn Bayern München og íslenska landsliðsins á árinu, líkt og áður. Á síðastliðnu keppnistímabili lenti Bayern München í öðru sæti í þýsku úrvalsdeildinni og komst í 8-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu. Liðið situr nú í öðru sæti þýsku úrvalsdeildarinnar og er búið að tryggja sér sæti í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Glódís Perla lék 11 leiki með landsliðinu á árinu, þar af var hún í byrjunarliðinu í öllum þremur leikjum liðsins á EM í Englandi. - 2. sæti Sveindís Jane Jónsdóttir leikur með stórliði Wolfsburg í þýsku úrvalsdeildinni og lyfti með liðinu þýska titlinum á síðasta keppnistímabili ásamt því að vinna þýska bikarinn og komast í undanúrslit í Meistaradeild Evrópu. Á tímabilinu sem er í gangi í dag er Wolfsburg í efsta sæti í þýsku úrvalsdeildinni og er þegar búið að tryggja sér sæti í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Sveindís lék alla 12 leiki Íslands á árinu og er lykilmaður í leik liðsins. - 3. sæti Sandra Sigurðardóttir hefur átt frábært ár, bæði með Val og íslenska landsliðinu. Sandra varð bæði Íslands- og bikarmeistari með Val í sumar og var valin besti markmaður deildarinnar af Leikmannasamtökunum. Sandra lék níu landsleiki á árinu og átti frábært EM á Englandi í sumar og var með bestu markmönnum mótsins. - Knattspyrnumaður ársins - 1. sæti Það má með sanni segja að Hákon Arnar Haraldsson hafi komið fram á sjónvarsviðið með miklum krafti á árinu. Á sínu fyrsta heila keppnistímabili í meistaraflokki vann hann dönsku úrvalsdeildina með FCK, komst alla leið í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu þar sem hann varð fjórði Íslendingurinn til að skora í keppninni, og svo lék hann fyrstu A-landsleiki sína, sjö talsins. - 2. sæti Arnór Sigurðsson lék með IFK Norrköping á síðastliðnu keppnistímabili á láni frá CSKA. Arnór lék frábærlega með sænska liðinu eftir að hann gekk til liðs við það í sumar, en þetta er í annað sinn sem hann leikur með félaginu. Hann lék 11 leiki í sænsku deildinni, skoraði í þeim sex mörk og gaf fjórar stoðsendingar. Arnór lék níu leiki árinu með Íslandi og skoraði eitt mark, gegn Ísrael í júní. - 3. sæti Höskuldur Gunnlaugsson er fyrirliði Breiðabliks, en liðið vann Bestu deild karla á sannfærandi hátt í sumar. Hann lék alla leiki liðsins á tímabilinu, allar mínútur þess utan fimm mínútna í einum leik og skoraði sjö mörk. Höskuldur spilaði sex landsleiki á árinu og var t.a.m. fyrirliði landsliðsins í leik þess gegn Suður-Kóreu í nóvember.
KSÍ Fréttir ársins 2021 Mest lesið Segir rugl að ætla að ræða United Enski boltinn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Körfubolti Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Enski boltinn Solskjær í viðræður við United Enski boltinn Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Íslenski boltinn Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Körfubolti „Við tókum ekki mikið frí“ Sport Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Fótbolti Elvar eitraður í endurkomu Körfubolti Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Körfubolti Fleiri fréttir Segir rugl að ætla að ræða United Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Síðasti naglinn í kistu Nuno? Gamla konan í stuði Fílabeinsströndin flaug áfram og mætir Egyptum Logi út af í hálfleik í bikartapi Lærisveinn Heimis að finna taktinn Alsælir Alsíringar áfram eftir dramatík Solskjær í viðræður við United Norðmenn bjartsýnir á að Haaland færi þeim HM-titil Áfall fyrir City: Dias frá í allt að sex vikur Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Úrvalslið Alberts sneri baki í hann Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Áttunda félagið í B-deildinni sem skiptir um stjóra í vetur Skotar fá frídag vegna HM Gvardiol þarf að fara í aðgerð og City horfir til Guéhi Greindi sjálfur frá því að hann tæki við Chelsea Roddarinn ánægður með brottrekstur Nancy: „Farinn á pöbbinn að fagna“ Neville segir United að hætta tilraunamennskunni Minningarstund um Åge á stað sem var honum kær: „Huggun á erfiðum tímum“ Solskjær hefur lýst yfir áhuga á að snúa aftur til Manchester United Nígería flaug áfram í átta liða úrslit Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Tekur við Celtic í annað sinn á tímabilinu Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Salah gulltryggði Egypta áfram í átta liða úrslitin Telur að Arteta myndi íhuga að taka við Manchester United Annar framherji til West Ham Sjá meira