Innlent

Kærðu úrskurðinn og bíða nú niðurstöðu Landsréttar

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Annar mannanna sem grunaður er um undirbúning hryðjuverka leiddur út úr héraðsdómi fyrr í mánuðinum.
Annar mannanna sem grunaður er um undirbúning hryðjuverka leiddur út úr héraðsdómi fyrr í mánuðinum. Vísir/Vilhelm

Embætti héraðssaksóknara hefur kært gæsluvarðhaldsúrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur í hryðjuverkamálinu svokallaða til Landsréttar. Þetta staðfestir Karl Ingi Vilbergsson, saksóknari hjá embættinu, í samtali við fréttastofu. 

Kæran var send nú í morgun og nú er beðið niðurstöðu Landsréttar. Karl Ingi býst við að hún verði ljós innan fárra daga. 

Héraðsdómur hafnaði á föstudag kröfu héraðssaksóknara um að tveir menn, sem grunaðir eru um að hafa skipulagt hryðjuverk, yrðu úrskurðaðir í gæsluvarðhald. Landsréttur hafði áður fellt úr gildi úrskurð yfir mönnunum á þriðjudag í síðustu viku. Þá höfðu mennirnir setið í gæsluvarðhaldi í rúmar ellefu vikur. 


Tengdar fréttir

Blöskraði á­hugi fé­laga síns á dróna­á­rásum

Í framburði manns, sem ákærður hefur verið fyrir hlutdeild í tilraun til skipulagningar hryðjuverka, segir að honum hafi blöskrað mikill áhugi félaga síns á drónaárásum og hversu langt hann væri kominn í slíkum pælingum.

Telur ríkis­lög­reglu­stjóra hafa gert sögu­leg mis­tök

Lögmaður annars mannsins í hryðjuverkamálinu telur ríkislögreglustjóra hafa gert söguleg mistök í málinu og geri allt til að halda andlitinu. Gæsluvarðhaldi yfir mönnunum var hafnað í dag. Héraðssaksóknari hefur ekki ákveðið hvort hann ætli að áfrýja niðurstöðunni.

Gæslu­varð­haldi yfir mönnum í hryðju­verka­máli hafnað

Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði rétt í þessu að mennirnir sem grunaðir eru um skipulagningu hryðjuverka og aðild að skipulagningu hryðjuverka yrðu úrskurðaðir í gæsluvarðhald. Mönnunum var nýlega sleppt úr haldi eftir að hafa verið í gæsluvarðhaldi í rúmar ellefu vikur. 



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×