Erlent

Ellefu slösuðust alvarlega í mikilli ókyrrð í lofti

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Mynd sem farþegi tók eftir að vélin var lent sýnir að mikið hefur gengið á í fluginu. 
Mynd sem farþegi tók eftir að vélin var lent sýnir að mikið hefur gengið á í fluginu.  Jazmin Bitanga /AP

Að minnsta kosti þrjátíu og sex slösuðust og þar af ellefu alvarlega eftir að Airbus farþegaþota frá Hawaian Airlines á leið frá Phoenix í Arizona til Hawaii lenti í mikilli ókyrrð í lofti.

Atvikið átti sér stað rétt áður en vélin kom inn til lendingar en um borð voru 278 farþegar og tíu áhafnarmeðlimir. Tuttugu voru flutt á spítala og höfðu flestir skorist eða marist en nokkrir urðu fyrir höfuðáverkum þegar vélin tók að hristast gríðarlega.

Þrumur og eldingar voru á svæðinu þegar atvikið átti sér stað. Flugmanni tókst þó að lenda vélinni án frekari áfalla.

Vélin er nú í ítarlegri skoðun áður en hægt verður að fljúga henni á ný.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×