Fótbolti

Glazer ræddi við mögulega kaupendur

Hjörvar Ólafsson skrifar
Avram Glazer er að leita að mögulegum kaupendum á hlut í Manchester United. 
Avram Glazer er að leita að mögulegum kaupendum á hlut í Manchester United.  Vísir/Getty

Avram Glazer, einn eigenda enska fótboltafélagsins Manchester United, hefur nýtt tímann á meðan hann hefur verið í Doha í Katar síðustu dagana til þess að ræða við mögulega kaupendur á félaginu. 

Glazer hefur rætt við fjárfesta frá heimalandinu, Katar, sem og fjársterka einstaklinga frá Sádí-Arabíu. 

Prince Abdulaziz bin Turki Al-Faisal, íþróttamálaráðherra Sádí-Arabíu, lýsti yfir áhuga sínum á dögunum á að koma að kaupum á hlut í Manchester United eða öðru félagi í ensku úrvalsdeildinni í gegnum fjárfestingafélög sín. 

Í nóvember síðastliðnum tilkynnti Glazer-fjölskyldan að stefnt væri að því að fá nýja hluthafa inn í Manchester United og til greina kæmi að selja meirihluta fjölskyldunnar í félaginu. 

Stuðningsmenn Manchester United hafa sýnt í verki óánægju sína með Glazer-fjölskylduna síðustu árin og eru margir hverjir langeygir eftir nýjum eigendahópi hjá félaginu. 

Glazer-fjölskyldan hefur átt meirihluta í Manchester United síðan árið 2005. Talið er að kaupverðið á meirihluta bréfa í félaginu sé á bilinu fimm til níu milljarðir punda. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×