Erlent

Ní­tján létust þegar vöru­bíll fullur af elds­neyti sprakk

Viktor Örn Ásgeirsson skrifar
Björgunaraðgerðir standa enn yfir í göngunum.
Björgunaraðgerðir standa enn yfir í göngunum. AP/Shamim

Nítján létust og yfir þrjátíu særðust þegar vörubíll fullur af eldsneyti sprakk í jarðgöngum norður af Kabúl, höfuðborg Afganistan. Fjölmargir festust inni í göngunum og gæti tala látinna hækkað.

Sprengingin varð snemma í morgun og ekki er ljóst hvað olli slysinu. Björgunarsveitir hafa borið kennsl á fjórtán manns, þar á meðal konur og börn. Margir hlutu slæm brunasár og liggja þungt haldnir á sjúkrahúsi.

Göngin voru byggð á sjötta áratugnum gegna mikilvægu hlutverki og tengja saman Suður- og Norðurhluta landsins. Talsmaður innviðaráðuneytisins segir að fljótt hafi tekist að slökkva eldinn en björgunarstörf standa enn yfir. Guardian greindi frá.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×