Lionel Messi skoraði sitt sjötta mark á heimsmeistaramótinu í Katar í úrslitaleiknum gegn Frakklandi. Lionel Messi skráði sig á spjöld sögunnar í enn eitt skiptið þar sem hann varð sá fyrsti til að skora bæði í riðlakeppninni og í öllum fjórum leikjunum í útsláttarkeppni HM.
✅ 𝗥𝗢𝗨𝗡𝗗 𝗢𝗙 𝟭𝟲
— Football Daily (@footballdaily) December 18, 2022
✅ 𝗤𝗨𝗔𝗥𝗧𝗘𝗥-𝗙𝗜𝗡𝗔𝗟
✅ 𝗦𝗘𝗠𝗜-𝗙𝗜𝗡𝗔𝗟
✅ 𝗙𝗜𝗡𝗔𝗟
Lionel Messi is the first player to score in every men's World Cup knockout game in a single tournament 🐐#FIFAWorldCup #ARGFRA pic.twitter.com/FmJgcZ9bVd
Argentína hefur fengið fimm vítaspyrnur í sjö leikjum á heimsmeistaramótinu. Messi hefur tekið allar vítaspyrnurnar og var Wojciech Szczesny, markmaður Póllands, sá eini sem tókst að verja frá honum og komst þá í fámennan hóp með Hannesi Halldórssyni sem varði víti frá Messi á HM í Rússlandi 2018.
Lionel Messi skoraði sitt tólfta mark á heimsmeistaramóti en einnig hefur hann lagt upp átta mörk. Messi hefur komið með beinum hætti að tuttugu mörkum á heimsmeistaramóti sem er met og engum hefur tekist frá 1966.
20 - With 12 goals and 8 assists, Lionel Messi's 20 goal involvements are the most of any player on record at the World Cup (1966 onwards). Greatest. pic.twitter.com/wU7JTyfKWS
— OptaJoe (@OptaJoe) December 18, 2022