Mánaðarlaun Þórs á Nesinu lækka um 200 þúsund á næsta ári Atli Ísleifsson skrifar 16. desember 2022 13:08 Þór Sigurgeirsson er bæjarstjóri á Seltjarnarnesi. Vísir/Vilhelm Mánaðarlaun Þórs Sigurgeirssonar, bæjarstjóra á Seltjarnarnesi, munu lækka um 200 þúsund krónur á næsta ári. Laun bæjarstjórans hafa verið um 1,8 milljónir á ári og fara því í 1,6 milljónir, en laun hans eru þó nokkuð hærri, sé ýmis stjórnarseta og akstursstyrkur talin með. Laun annarra bæjarfulltrúa munu lækka sömuleiðis á næsta ári. Þetta var ákveðið á fundi bæjarstjórnar Seltjarnarness á miðvikudag. Þar kemur fram að Þór hafi sjálfur haft frumkvæði að tímabundinni lækkun fastra launa bæjarstjóra um 200 þúsund krónur á mánuði fyrir almanaksárið 2023. „Með því vil ég sýna gott fordæmi til hagræðingar í rekstri bæjarfélagsins,“ segir Þór í bókun sinni. Bæjarstjórn Seltjarnarness samþykkti sömuleiðis samhljóða að bæjarfulltrúar myndu taka á sig fimm prósenta launlækkun fyrir setu sína í bæjarstjórn á árinu 2023. „Ákvörðunin gildir ekki um nefndarlaun, er tímabundin og gildir eingöngu fyrir árið 2023. Með því sýna bæjarfulltrúar gott fordæmi í þeim hagræðingaraðgerðum sem við blasa í rekstri bæjarins,“ segir í bókuninni. Bæjarstjórn hefur unnið að gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2023 síðustu vikur og mánuði. Áætlunin hefur nú verið samþykkt og felur í sér ýmsar hagræðingaraðgerðir í rekstri sveitarfélagsins. „Í því efnahagsástandi sem við búum við í dag er líklega um eina mest krefjandi vinnu við fjárhagsáætlun í sögu bæjarfélagsins,“ segir í bókun Þórs bæjarstjóra. Seltjarnarnes Kjaramál Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Innlent Trump staðfestir Epstein-lögin Erlent Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Innlent Halli Reynis látinn Innlent Fleiri fréttir Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Sjá meira
Þetta var ákveðið á fundi bæjarstjórnar Seltjarnarness á miðvikudag. Þar kemur fram að Þór hafi sjálfur haft frumkvæði að tímabundinni lækkun fastra launa bæjarstjóra um 200 þúsund krónur á mánuði fyrir almanaksárið 2023. „Með því vil ég sýna gott fordæmi til hagræðingar í rekstri bæjarfélagsins,“ segir Þór í bókun sinni. Bæjarstjórn Seltjarnarness samþykkti sömuleiðis samhljóða að bæjarfulltrúar myndu taka á sig fimm prósenta launlækkun fyrir setu sína í bæjarstjórn á árinu 2023. „Ákvörðunin gildir ekki um nefndarlaun, er tímabundin og gildir eingöngu fyrir árið 2023. Með því sýna bæjarfulltrúar gott fordæmi í þeim hagræðingaraðgerðum sem við blasa í rekstri bæjarins,“ segir í bókuninni. Bæjarstjórn hefur unnið að gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2023 síðustu vikur og mánuði. Áætlunin hefur nú verið samþykkt og felur í sér ýmsar hagræðingaraðgerðir í rekstri sveitarfélagsins. „Í því efnahagsástandi sem við búum við í dag er líklega um eina mest krefjandi vinnu við fjárhagsáætlun í sögu bæjarfélagsins,“ segir í bókun Þórs bæjarstjóra.
Seltjarnarnes Kjaramál Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Innlent Trump staðfestir Epstein-lögin Erlent Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Innlent Halli Reynis látinn Innlent Fleiri fréttir Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Sjá meira