Innlent

Þyrla Land­helgis­gæslunnar bilaði í leit að manni á Suður­landi

Bjarki Sigurðsson skrifar
Þyrlan var skilin eftir og er nú unnið að viðgerðum. 
Þyrlan var skilin eftir og er nú unnið að viðgerðum.  Vísir/Vilhelm

Þyrla Landhelgisgæslunnar var á sveimi við ósa Þjórsár í gær að leita að manni. Þyrlan bilaði og þurftu flugmenn hennar að skilja hana eftir. Verið er að vinna að því að gera við hana. 

Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar, staðfestir þetta í samtali við fréttastofu. Hann segir að aðstæður í gærkvöldi hafi ekki verið góðar og því ákveðið að skilja þyrluna eftir og gera við hana í dagsbirtu. 

Umrædd leit hefur staðið yfir síðan seinni partinn í gær. Einstaklingurinn sem leitað er að er enn ófundinn og er leitin að hefjast á ný að sögn Karls Eyjólfs Karlssonar, lögreglufulltrúa hjá lögreglunni á Suðurlandi. Hann staðfestir að búið sé að finna ökutæki einstaklingsins.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×