Vanskil heimila og fyrirtækja lægri en fyrir faraldurinn Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 14. desember 2022 11:20 Á einu ári hafa nær 13.500 störf skapast í landinu og er atvinnuleysi jafnframt orðið minna en fyrir faraldurinn. vísir/vilhelm Vanskil heimila og fyrirtækja hjá stóru viðskiptabönkunum þremur eru nú lægri en fyrir heimsfaraldurinn. Þá er atvinnuleysi lítið í kjölfar kraftmikillar fjölgunar starfa að undanförnu. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef fjármála- og efnahagsráðuneytisins og stuðst er við tölur frá Seðlabanka Íslands. Fram kemur að í september á þessu ári hafi 0,7 prósent lána heimila verið í vanskilum í september miðað við 0,9 prósent á sama tíma í fyrra. Þá voru um 2,4 prósent lána fyrirtækja í vanskilum í lok september á þessu ári en hlutfallið var 3,4 prósent um áramót og 4,2 prósent í september í fyrra. Minna atvinnuleysi Á einu ári hafa nær 13.500 störf skapast í landinu og er atvinnuleysi jafnframt orðið minna en fyrir faraldurinn. Enn er talsverð spenna á vinnumarkaði og fjöldi fyrirtækja vill fjölga störfum á næstu misserum. Lítil vanskil og lágt atvinnuleysi endurspeglast í niðurstöðum lífskjararannsóknar Hagstofunnar sem kynnt var fyrr á árinu. Þar kemur fram að heimilin töldu gæði eigin lífskjara í, eða nálægt, sögulegu hámarki í fyrra. Samkvæmt könnuninni áttu 75 prósent heimila ekki erfitt með að ná endum saman og aldrei höfðu færri heimili sagst hafa átt erfitt með að láta enda ná saman. Aldrei höfðu færri talið byrði húsnæðiskostnaðar þunga. Í vikunni kynnti ríkisstjórnin stuðningsaðgerðir vegna kjarasamninga sem koma til viðbótar aðgerðum frá í sumar um stuðning við tekjulága vegna verðbólgu. Aðgerðirnar snúa einkum að stuðningi við lífskjör lág- og millitekjufólks með áherslu á húsnæðismál og aukinn stuðning við barnafjölskyldur. Áhersla er lögð á fjölgun íbúða og uppbyggingu í almenna íbúðakerfinu með auknum stofnframlögum, endurbótum í húsnæðisstuðningi og bætta réttarstöðu og húsnæðisöryggi leigjenda. Ánægjuleg þróun Þessar aðgerðir koma til viðbótar aðgerðum frá því fyrr á árinu til að styðja tekjulága vegna verðbólgu. Í maí var ákveðið að fara í umfangsmiklar mótvægisaðgerðir til að draga úr áhrifum verðbólgu á viðkvæmustu hópa samfélagsins. Þar var m.a. ráðist í hækkun bóta almannatrygginga og framfærsluviðmið örorku- og endurhæfingarlífeyrisþega vegna sérstakrar uppbótar hækkað, grunnfjárhæðir húsnæðisbóta fyrir leigjendur hækkaðar umtalsvert og samþykkt að greiða út sérstakan barnabótaauka. „Síðustu misseri hafa einkennst af mikilli óvissu og sveiflum um allan heim. Það er ekki sjálfsagt að staða heimila og fyrirtækja haldist sterk í gegnum slíka tíma og þess vegna er ánægjulegt að sjá þessa þróun í vanskilum framan af ári. Það er grundvallaratriði í okkar huga að halda áfram að styðja sérstaklega við þá sem mest þurfa, líkt og endurspeglast m.a. í þeim aðgerðum sem kynntar voru í vikunni til að styðja við kjarasamninga,“ segir Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra. Fjármál heimilisins Vinnumarkaður Kjaramál Húsnæðismál Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Innlent Fleiri fréttir Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu á vef fjármála- og efnahagsráðuneytisins og stuðst er við tölur frá Seðlabanka Íslands. Fram kemur að í september á þessu ári hafi 0,7 prósent lána heimila verið í vanskilum í september miðað við 0,9 prósent á sama tíma í fyrra. Þá voru um 2,4 prósent lána fyrirtækja í vanskilum í lok september á þessu ári en hlutfallið var 3,4 prósent um áramót og 4,2 prósent í september í fyrra. Minna atvinnuleysi Á einu ári hafa nær 13.500 störf skapast í landinu og er atvinnuleysi jafnframt orðið minna en fyrir faraldurinn. Enn er talsverð spenna á vinnumarkaði og fjöldi fyrirtækja vill fjölga störfum á næstu misserum. Lítil vanskil og lágt atvinnuleysi endurspeglast í niðurstöðum lífskjararannsóknar Hagstofunnar sem kynnt var fyrr á árinu. Þar kemur fram að heimilin töldu gæði eigin lífskjara í, eða nálægt, sögulegu hámarki í fyrra. Samkvæmt könnuninni áttu 75 prósent heimila ekki erfitt með að ná endum saman og aldrei höfðu færri heimili sagst hafa átt erfitt með að láta enda ná saman. Aldrei höfðu færri talið byrði húsnæðiskostnaðar þunga. Í vikunni kynnti ríkisstjórnin stuðningsaðgerðir vegna kjarasamninga sem koma til viðbótar aðgerðum frá í sumar um stuðning við tekjulága vegna verðbólgu. Aðgerðirnar snúa einkum að stuðningi við lífskjör lág- og millitekjufólks með áherslu á húsnæðismál og aukinn stuðning við barnafjölskyldur. Áhersla er lögð á fjölgun íbúða og uppbyggingu í almenna íbúðakerfinu með auknum stofnframlögum, endurbótum í húsnæðisstuðningi og bætta réttarstöðu og húsnæðisöryggi leigjenda. Ánægjuleg þróun Þessar aðgerðir koma til viðbótar aðgerðum frá því fyrr á árinu til að styðja tekjulága vegna verðbólgu. Í maí var ákveðið að fara í umfangsmiklar mótvægisaðgerðir til að draga úr áhrifum verðbólgu á viðkvæmustu hópa samfélagsins. Þar var m.a. ráðist í hækkun bóta almannatrygginga og framfærsluviðmið örorku- og endurhæfingarlífeyrisþega vegna sérstakrar uppbótar hækkað, grunnfjárhæðir húsnæðisbóta fyrir leigjendur hækkaðar umtalsvert og samþykkt að greiða út sérstakan barnabótaauka. „Síðustu misseri hafa einkennst af mikilli óvissu og sveiflum um allan heim. Það er ekki sjálfsagt að staða heimila og fyrirtækja haldist sterk í gegnum slíka tíma og þess vegna er ánægjulegt að sjá þessa þróun í vanskilum framan af ári. Það er grundvallaratriði í okkar huga að halda áfram að styðja sérstaklega við þá sem mest þurfa, líkt og endurspeglast m.a. í þeim aðgerðum sem kynntar voru í vikunni til að styðja við kjarasamninga,“ segir Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra.
Fjármál heimilisins Vinnumarkaður Kjaramál Húsnæðismál Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Innlent Fleiri fréttir Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Sjá meira