Innlent

Bílskúr brann á Kjalarnesi

Samúel Karl Ólason skrifar
Þrír bílar voru sendir á vettvang.
Þrír bílar voru sendir á vettvang. Vísir/Vilhelm

Kalla þurfti slökkviliðsmenn frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins út í kvöld eftir að eldur kviknaði í bílskúr á Kjalarnesi. Bílskúrinn er nánar tiltekið við gamla bæinn í Saltvík en eldurinn var bundinn við bílskúrinn og bíl sem stóð við hann.

Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu voru áhafnir þriggja slökkvibíla og eins dælubíls sendar á vettvang.

Slökkviliðsmenn eru búnir að ná tökum á eldinum og urðu engin slys á fólki. Skúrinn er aftur á móti talinn hafa orðið fyrir miklum skemmdum.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×