Innlent

Guð­laug Rakel í heil­brigðis­ráðu­neytið

Atli Ísleifsson skrifar
Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir var um tíma settur forstjóri Landspítalans.
Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir var um tíma settur forstjóri Landspítalans. Stjr

Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir, fráfarandi framkvæmdastjóri meðferðarsviðs Landspítala, hefur verið ráðin til tímabundinna verkefna hjá heilbrigðisráðuneytinu.

Í tilkynningu á vef ráðuneytisins segir að verkefnin sem hún muni vinna að snúi meðal annars að mönnun í heilbrigðisþjónustu með áherslu á hjúkrun, gerð viðbragðsáætlana og stuðning við innleiðingu Evrópureglugerðar um heilbrigðisvár þvert á landamæri.

„Guðlaug Rakel er hjúkrunarfræðingur að mennt með MBA gráðu auk viðbótarnáms í lýðheilsuvísindum. Hún hefur um árabil gegnt ýmsum stjórnunarstörfum m.a. í lyfjageiranum og sem hjúkrunarforstjóri St. Jósefsspítala. 

Á Landspítala hefur hún verið framkvæmdastjóri yfir þremur sviðum spítalans, þ.e. bráðasviðs (2009-2014) flæðisviðs (2014-2019) og meðferðarsviðs (2019-2022) og um nokkurra mánaða skeið starfaði hún sem settur forstjóri Landspítala,“ segir í tilkynningunni.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×