Fótbolti

Vilja sekta Brassa um milljónir fyrir með­ferð á ketti á blaða­manna­fundi

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Vinicius Junior sést hér skellihlæjandi á blaðamannafundinum en þarna má líka sjá köttinn sem um ræðir.
Vinicius Junior sést hér skellihlæjandi á blaðamannafundinum en þarna má líka sjá köttinn sem um ræðir. AP/Andre Penner

Sumir trúa því að Brasilíumenn hafi fengið á sig bölvun eftir ruddalega meðferð þeirra á ketti á blaðamannafundi en réttindasamtök dýra vilja fara lengra en að tala um mögulega bölvun.

Brasilíumenn höfðu ekki heppnina með sér á móti Króatíu og duttu úr í vítakeppni í átta liða úrslitum HM í Katar.

Á blaðamannafundi fyrir leikinn var sóknarmaðurinn hjá Real Madrid, Vinícius Júnior, mættur til að ræða við fjölmiðla. Hann var hins vegar ekki sá eini sem mætti við borðið heldur var þar einnig mættur flækingsköttur.

Fjölmiðlafulltrúi brasilíska sambandsins Vinicius Rodrigues fékk á sig mikla gagnrýni frá dýravinum þegar hann kastaði þessum ketti í burtu en hann hafði komist upp á borðið fyrir framan leikmann Brasilíu.

Samtök dýravina segja að Rodrigues hafi rifið köttinn upp með ofbeldisfullum hætti og hent honum í jörðina.

Samtökin krefjast þess að brasilíska knattspyrnusambandið verði sektað um 178 þúsund evrur eða um 27 milljónir íslenskra króna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×