„Ég er mjög glaður að vera kominn aftur til Íslands“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 12. desember 2022 18:31 Héraðsdómur Reykjavíkur felldi úr gildi úrskurð kærunefndar útlendingamála um að Hussein Hussein fengi umsókn sína um alþjóðlega vernd ekki tekna upp aftur. Systur hans hlakka mest til að mæta í skólann á morgun og lögmaður þeirra segir dóminn fordæmisgefandi. Hussein var meðal fimmtán hælisleitenda sem vísað var úr landi snemma í nóvember og flogið til Grikklands með valdi. „Ég er mjög glaður að vera kominn aftur hingað til Íslands,“ segir Hussein. Ósannað að fjölskyldan hafi tafið málið Fjölskyldan var fyrir brottvísun sökuð um að hafa tafið mál sitt. Lögmaður þeirra segir að dómurinn hafi talið það ósannað. „Hvaða þýðingu þetta hefur fyrir fólkið er að að óbreyttu ættu íslensk stjórnvöld að taka málið þeirra til efnislegrar meðferðar,“ segir Claudia Wilson, lögmaður. Claudia Wilson, lögmaður.Vísir/Stína Hussein notar hjólastól og gagnrýndu ýmis samtök hvernig stjórnvöld stóðu að framkvæmdinni. „Þegar ég var í Grikklandi var lífið martröð en þegar ég er hér er ég mjög glaður því hér get ég fengið heilbrigðisþjónustu og ég elska Ísland. Ég er mjög glaður,“ segir Hussein. Claudia segir dóminn hafa fordæmisgildi í þeim málum þar sem fólk hefur verið sakað um að tefja mál sitt. Systur Hussein stunduðu nám í Fjölbrautaskólanum við Ármúla áður en þeim var vísað úr landi og hafa stundað námið í fjarnámi í Grikklandi. Fjölskyldan sem um ræðir. Frá vinstri: Hussein Hussein, Sajjad Hussein, Yasameen Hussein, Maysoon Al Saedi, Zahraa Hussein.Vísir/Bjarni Hlakka til að mæta í skólann „Mér heyrist af stelpunum að þær séu mjög mjög ánægðar að geta farið aftur í skólann á morgun. Það fannst mér skemmtilegt. Þær vilja halda hundrað prósent mætingu,“ segir Claudia. „Á morgun fer ég í skólann. Ég er mjög spennt. Ég mun hitta vini mína og er mjög spennt að vera komin til Íslands.“ „Ég held að þær séu mjög efnilegar og vilja láta gott af sér leiða til samfélagsins,“ segir Claudia. Fréttin hefur verið uppfærð. Hælisleitendur Dómsmál Mál Hussein Hussein Tengdar fréttir Hussein kominn til landsins og fagnaði sigri í héraðsdómi Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að úrskurður kærunefndar útlendingamála sem synjaði Hussein Hussein, hælisleitanda frá Írak, og fjölskyldu hans um endurupptöku á hælisumsókn hafi byggst á ólögmætum rökum. Felldi hann úrskurðinn úr gildi. 12. desember 2022 15:06 Mest lesið „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent Örlög Bayrou ráðast 8. september Erlent Skjálfti við Húsavík Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skortir samkennd Innlent Fleiri fréttir Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Sjá meira
Hussein var meðal fimmtán hælisleitenda sem vísað var úr landi snemma í nóvember og flogið til Grikklands með valdi. „Ég er mjög glaður að vera kominn aftur hingað til Íslands,“ segir Hussein. Ósannað að fjölskyldan hafi tafið málið Fjölskyldan var fyrir brottvísun sökuð um að hafa tafið mál sitt. Lögmaður þeirra segir að dómurinn hafi talið það ósannað. „Hvaða þýðingu þetta hefur fyrir fólkið er að að óbreyttu ættu íslensk stjórnvöld að taka málið þeirra til efnislegrar meðferðar,“ segir Claudia Wilson, lögmaður. Claudia Wilson, lögmaður.Vísir/Stína Hussein notar hjólastól og gagnrýndu ýmis samtök hvernig stjórnvöld stóðu að framkvæmdinni. „Þegar ég var í Grikklandi var lífið martröð en þegar ég er hér er ég mjög glaður því hér get ég fengið heilbrigðisþjónustu og ég elska Ísland. Ég er mjög glaður,“ segir Hussein. Claudia segir dóminn hafa fordæmisgildi í þeim málum þar sem fólk hefur verið sakað um að tefja mál sitt. Systur Hussein stunduðu nám í Fjölbrautaskólanum við Ármúla áður en þeim var vísað úr landi og hafa stundað námið í fjarnámi í Grikklandi. Fjölskyldan sem um ræðir. Frá vinstri: Hussein Hussein, Sajjad Hussein, Yasameen Hussein, Maysoon Al Saedi, Zahraa Hussein.Vísir/Bjarni Hlakka til að mæta í skólann „Mér heyrist af stelpunum að þær séu mjög mjög ánægðar að geta farið aftur í skólann á morgun. Það fannst mér skemmtilegt. Þær vilja halda hundrað prósent mætingu,“ segir Claudia. „Á morgun fer ég í skólann. Ég er mjög spennt. Ég mun hitta vini mína og er mjög spennt að vera komin til Íslands.“ „Ég held að þær séu mjög efnilegar og vilja láta gott af sér leiða til samfélagsins,“ segir Claudia. Fréttin hefur verið uppfærð.
Hælisleitendur Dómsmál Mál Hussein Hussein Tengdar fréttir Hussein kominn til landsins og fagnaði sigri í héraðsdómi Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að úrskurður kærunefndar útlendingamála sem synjaði Hussein Hussein, hælisleitanda frá Írak, og fjölskyldu hans um endurupptöku á hælisumsókn hafi byggst á ólögmætum rökum. Felldi hann úrskurðinn úr gildi. 12. desember 2022 15:06 Mest lesið „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent Örlög Bayrou ráðast 8. september Erlent Skjálfti við Húsavík Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skortir samkennd Innlent Fleiri fréttir Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Sjá meira
Hussein kominn til landsins og fagnaði sigri í héraðsdómi Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að úrskurður kærunefndar útlendingamála sem synjaði Hussein Hussein, hælisleitanda frá Írak, og fjölskyldu hans um endurupptöku á hælisumsókn hafi byggst á ólögmætum rökum. Felldi hann úrskurðinn úr gildi. 12. desember 2022 15:06