Samningurinn felur í sér 6,75 prósent almenna launahækkun Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 12. desember 2022 14:01 Hópurinn sem staðið hefur í ströngu að undanförnu. Á myndina vantar Ragnar Þór Ingófsson, formann VR, sem komst ekki í myndatökuna. Hópmyndin var tekin stuttu eftir að samningarnir voru undirritaðir. Vísir/Vilhelm Kjarasamningur Samtaka atvinnulífsins við VR, Landssamband íslenskra verslunarmanna og samflot tækni- og iðnaðarmanna felur í sér 6,75 prósent almenna launahækkun sem afturvirk er frá 1. nóvember síðastliðnum. Skrifað var undir samningana fyrir stundu. Samningurinn nefnist Brú að bættum lífskjörum og er skammtímasamningur. Hann gildir til 31. janúar 2024 og felur í sér 6,75 prósenta launahækkun sem er afturvirk frá 1. nóvember, en þó að hámarki um 66 þúsund krónur á mánuði. Hann felur þá einnig í sér 103 þúsund króna desemberuppbót, 56 þúsund króna orlofsuppbót og þá er hagvaxtarauka flýtt svo eitthvað sé nefnt. Þröng á þingi Það var þröng á þingi í Karphúsinu þegar skrifað var undir samninginn. Nokkuð kátt var á hjalla og heyra mátti hlátrasköll á meðan var verið að koma öllum fyrir í fundarherbergi í Karphúsinu. Aðalsteinn S. Leifsson, ríkissáttasemjari, þakkaði nefndarmönnum í samninganefndunum fyrir mikla þolinmæði og þrautsægju síðustu tvær vikurnar, áður en að skrifað var undir samningana. Aðalsteinn S. Leifsson ríkisáttasemjari fær samninginn í hendurnar frá Halldóri Benjamín Þorbergssyni, framkvæmdastjóra SA.Vísir/Vilhelm Eftir að skrifað var undir þá bauð hann í vöffluboð eins og venjan er þegar samningar nást. Tilkynnti hann að embætti hans væri meira en reiðubúið í vöfflubaksturinn þar sem nýlega hafi verið fjárfest í þremur vöfflujárnum. Í kynningu á samningnum, sem fréttastofa hefur undir höndum, kemur fram að 6, 75 prósent almenn launahækkun taki gildi 1. nóvember síðastliðinn. Þá sé hagvaxtarauki vegna ársins í ár flýtt og teljist hann að fullu efndur. Einnig taka nýjar launatöflur gildi hjá taxtafólki. Ekki er nánar tilgreint hverjar þær eru utan þess að nefnt sé að þær séu áþekkar þeim sem eru innifaldar í nýjum samningi SA við Starfsgreinasambandið. Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsambandsins og forseti ASÍ og Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, skrifa undir samningana.Vísir/Vilhelm Þá er einnig tilgreint í kynningunni að aðgerðir stjórnvalda, sem kynntar verða á blaðamannafundi klukkan 14.30, muni auka tekjur stórs hóps enn frekar. Samningurinn, sem er skammtímasamningur, felur einnig í sér tímasettan ramma utan um gerð langtímakjarasamnings. Í tilkynningu frá ASÍ segir að markmið samninganna sé að styðja við kaupmátt launa auk þess að veita heimilum og fyrirtækjum fyrirsjáanleika á miklum óvissutímum. Samningurinn byggi undir stöðugleika og skapi forsendur fyrir langtímasamningi. Með áherslu á að verja kaupmátt í samningi til skamms tíma sé það ásetningur samningsaðila að skapa fyrirsjáanleika á miklum óvissutímum - fjölskyldum og fyrirtækjum til hagsbóta. Tengd skjöl Kynning_á_nýjum_kjarasamningiPDF987KBSækja skjal
Samningurinn nefnist Brú að bættum lífskjörum og er skammtímasamningur. Hann gildir til 31. janúar 2024 og felur í sér 6,75 prósenta launahækkun sem er afturvirk frá 1. nóvember, en þó að hámarki um 66 þúsund krónur á mánuði. Hann felur þá einnig í sér 103 þúsund króna desemberuppbót, 56 þúsund króna orlofsuppbót og þá er hagvaxtarauka flýtt svo eitthvað sé nefnt. Þröng á þingi Það var þröng á þingi í Karphúsinu þegar skrifað var undir samninginn. Nokkuð kátt var á hjalla og heyra mátti hlátrasköll á meðan var verið að koma öllum fyrir í fundarherbergi í Karphúsinu. Aðalsteinn S. Leifsson, ríkissáttasemjari, þakkaði nefndarmönnum í samninganefndunum fyrir mikla þolinmæði og þrautsægju síðustu tvær vikurnar, áður en að skrifað var undir samningana. Aðalsteinn S. Leifsson ríkisáttasemjari fær samninginn í hendurnar frá Halldóri Benjamín Þorbergssyni, framkvæmdastjóra SA.Vísir/Vilhelm Eftir að skrifað var undir þá bauð hann í vöffluboð eins og venjan er þegar samningar nást. Tilkynnti hann að embætti hans væri meira en reiðubúið í vöfflubaksturinn þar sem nýlega hafi verið fjárfest í þremur vöfflujárnum. Í kynningu á samningnum, sem fréttastofa hefur undir höndum, kemur fram að 6, 75 prósent almenn launahækkun taki gildi 1. nóvember síðastliðinn. Þá sé hagvaxtarauki vegna ársins í ár flýtt og teljist hann að fullu efndur. Einnig taka nýjar launatöflur gildi hjá taxtafólki. Ekki er nánar tilgreint hverjar þær eru utan þess að nefnt sé að þær séu áþekkar þeim sem eru innifaldar í nýjum samningi SA við Starfsgreinasambandið. Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsambandsins og forseti ASÍ og Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, skrifa undir samningana.Vísir/Vilhelm Þá er einnig tilgreint í kynningunni að aðgerðir stjórnvalda, sem kynntar verða á blaðamannafundi klukkan 14.30, muni auka tekjur stórs hóps enn frekar. Samningurinn, sem er skammtímasamningur, felur einnig í sér tímasettan ramma utan um gerð langtímakjarasamnings. Í tilkynningu frá ASÍ segir að markmið samninganna sé að styðja við kaupmátt launa auk þess að veita heimilum og fyrirtækjum fyrirsjáanleika á miklum óvissutímum. Samningurinn byggi undir stöðugleika og skapi forsendur fyrir langtímasamningi. Með áherslu á að verja kaupmátt í samningi til skamms tíma sé það ásetningur samningsaðila að skapa fyrirsjáanleika á miklum óvissutímum - fjölskyldum og fyrirtækjum til hagsbóta. Tengd skjöl Kynning_á_nýjum_kjarasamningiPDF987KBSækja skjal
Kjaramál Kjaraviðræður 2022 Stéttarfélög Vinnumarkaður Fjármál heimilisins Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Innlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Sjá meira