Innlent

Fundi lauk á fimmta tímanum án samnings

Atli Ísleifsson skrifar
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari og Elísabet S. Ólafsdóttir, aðstoðarsáttasemjari og skrifstofustjóri hjá embætti ríkissáttasemjara.
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari og Elísabet S. Ólafsdóttir, aðstoðarsáttasemjari og skrifstofustjóri hjá embætti ríkissáttasemjara. Vísir/Vilhelm

Fundi samninganefnda Samtaka atvinnulífsins og fulltrúa VR, Landssambands verslunarmanna og samflots iðnaðar- og tæknimanna lauk á fimmta tímanum í nótt án þess að samningar hefðu náðst.

Þetta kemur fram í frétt RÚV, en fundur hafði þá staðið í húsnæði ríkissáttasemjara frá klukkan 10 í gærmorgun. Samninganefndir munu mæta aftur til fundar klukkan 13 í dag.

Fram kemur að lítið hafi borið á milli og að á tímabili hafi litið út fyrir að skrifað yrði undir nýja samninga en það hafi þó ekki gengið eftir.

Deiluaðilar hafa sætt fjölmiðlabanni að beiðni Aðalsteins Leifssonar ríkissáttasemjara um helgina.

Rúm vika er síðan SA og SGS náðu samkomulagi um skammtíma kjarasamnings út næsta ár.

Á borðinu hjá deiluaðilum hjá ríkissáttasemjara er skammtímasamningur til næsta árs. Takist ekki samkomulag um slíkan samning er ljóst að öllu víðtækari viðræður þurfa að fara fram um samning til lengri tíma.


Tengdar fréttir

Maraþonfundur hjá sáttasemjara stendur enn

Enn einn daginn er fundað fram á kvöld í kjaradeilu Samtaka Atvinnulífsins við VR, LÍV og samflot iðn- og tæknifólks. Samkvæmt heimildum fréttastofu er allt eins líklegt að fundað verði áfram inn í nóttina.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×