Tillögum frá starfshópi lekið: Lagði til að rekið yrði spilavíti á Íslandi Bjarki Sigurðsson skrifar 11. desember 2022 13:31 Spilakassar í Vídeómarkaðnum í Hamraborg. Vísir/Vilhelm Happdrætti Háskóla Íslands (HHÍ) hefur óskað eftir því að fá að reka spilavíti hér á landi og bjóða upp á fjárhættuspil á netinu. Heimspekingur líkir notkun háskólans á fjármunum úr spilakassarekstri við notkun á fjármunum frá Jeffrey Epstein. Miðillinn Times Higher Education (THE) kveður sig hafa gögn sem starfshópur á vegum dómsmálaráðuneytisins sendi ráðuneytinu þar sem rætt er um að fá að reka spilavíti hér á landi. Gögnin hafa ekki verið gerð opinber en í grein THE segir að fjöldi sérfræðinga sem hópurinn ræddi við hafi mælt gegn rekstri spilavítis. Rétt er að taka fram að fréttastofa hefur gögnin ekki undir höndunum og þessi grein því byggð á skrifum THE. Skoða að víkka löggjöfina Starfshópurinn skilaði tillögunum til ráðuneytisins í síðustu viku. Í þeim er meðal annars sá vandi skoðaður að fleiri og fleiri eru að stunda veðmál í spilakössum á erlendum vefsíðum. Bryndís Hrafnkelsdóttir, forstjóri HHÍ, er sögð hafa velt því fyrir sér hvort lausnin sé að víkka spilavítislöggjöfina hér á landi og mögulega hefja rekstur spilavítis. „Íslensk stjórnvöld hafa verið andvaralaus með því að berjast ekki gegn þessum vefsíðum og hægt væri að færa rök fyrir því að aðgerðarleysi þeirra sé helst ógnin við íslenskan fjárhættuspila- og happdrættismarkað,“ hefur blaðamaður THE eftir Bryndísi í grein sinni. Spilarakort í vinnslu Þá kemur fram að HHÍ hafi byrjað vinnu við að innleiða svokölluð spilarakort í staðinn fyrir að fólk setji seðla í spilakassana líkt og eini möguleikinn er í dag. Með því sé auðveldara fyrir spilara að takmarka fjárhæðirnar sem þeir eyða í kössunum. Fjallað var ítarlega um spilakassa í Kompási fyrir tveimur árum síðan. Hægt er að horfa á þáttinn í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Kompás - Spilafíkn í samkomubanni Fleiri starfshópar hafa starfað í kringum rekstur spilakassa, þar á meðal einn á vegum Háskóla Íslands sem skilaði tillögum sínum í fyrrasumar. Einn meðlimur þess hóps var heimspekinginn Henry Alexander Henrysson. Að hans mati er það eina í stöðunni að háskólinn takmarki og að lokum hætti allri starfsemi spilakassa hér á landi. Mikið af því fjármagni sem HHÍ fær í gegnum spilakassana fer í uppbyggingu og viðhald bygginga Háskóla Íslands. Henry líkti þeirri fjármögnun við það ef Jeffrey Epstein hefði greitt fyrir byggingarnar. „Það skiptir máli hvaðan peningarnir koma. Kröfur samfélagsins hafa breyst í gegnum árin. Það vill enginn vera á háskólasvæði þar sem rannsóknarstöð fjármögnuð af Jeffrey Epstein er staðsett,“ er haft eftir Henry. Hann vill meina að siðfræðilega finnist fólki það svipað að vera í byggingu fjármagnaðri af barnaníðingi og byggingu fjármagnaðri af stofnun sem græðir á spilafíklum. Sigurður Kári Kristjánsson, lögmaður og jafnframt formaður, án tilnefningar Fanney Óskarsdóttir, lögfræðingur á skrifstofu réttinda einstaklinga, án tilnefningar Sveinn M. Bragason, sérfræðingur á skrifstofu fjármála og rekstrar, án tilnefningar Auður Cela Sigrúnardóttir, starfsmaður Íslandsspila, tilnefnd af Íslandsspilum Lárus Blöndal, lögmaður og forseti Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands, tilnefndur af Getspá/Getraunum Guðni Bergsson, lögmaður og formaður Knattspyrnusambands Íslands, tilnefndur af Getspá/Getraunum Anna Lilja Ragnarsdóttir, löglærður fulltrúi hjá sýslumannsembættinu á Höfn, tilnefnd af sýslumanninum á Suðurlandi Guðmundur Löve, framkvæmdastjóri, tilnefndur af happdrætti SÍBS Bryndís Hrafnkelsdóttir, forstjóri, tilnefnd af happdrætti HHÍ Sigurður Ágúst Sigurðsson, forstjóri, tilnefndur af happdrætti DAS Alma Björk Hafsteinsdóttir, fíkni- og fjölskyldumarkþjálfi, tilnefnd af Samtökum áhugafólks um spilafíkn Fíkn Heilbrigðismál Fjárhættuspil Stjórnsýsla Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Miðillinn Times Higher Education (THE) kveður sig hafa gögn sem starfshópur á vegum dómsmálaráðuneytisins sendi ráðuneytinu þar sem rætt er um að fá að reka spilavíti hér á landi. Gögnin hafa ekki verið gerð opinber en í grein THE segir að fjöldi sérfræðinga sem hópurinn ræddi við hafi mælt gegn rekstri spilavítis. Rétt er að taka fram að fréttastofa hefur gögnin ekki undir höndunum og þessi grein því byggð á skrifum THE. Skoða að víkka löggjöfina Starfshópurinn skilaði tillögunum til ráðuneytisins í síðustu viku. Í þeim er meðal annars sá vandi skoðaður að fleiri og fleiri eru að stunda veðmál í spilakössum á erlendum vefsíðum. Bryndís Hrafnkelsdóttir, forstjóri HHÍ, er sögð hafa velt því fyrir sér hvort lausnin sé að víkka spilavítislöggjöfina hér á landi og mögulega hefja rekstur spilavítis. „Íslensk stjórnvöld hafa verið andvaralaus með því að berjast ekki gegn þessum vefsíðum og hægt væri að færa rök fyrir því að aðgerðarleysi þeirra sé helst ógnin við íslenskan fjárhættuspila- og happdrættismarkað,“ hefur blaðamaður THE eftir Bryndísi í grein sinni. Spilarakort í vinnslu Þá kemur fram að HHÍ hafi byrjað vinnu við að innleiða svokölluð spilarakort í staðinn fyrir að fólk setji seðla í spilakassana líkt og eini möguleikinn er í dag. Með því sé auðveldara fyrir spilara að takmarka fjárhæðirnar sem þeir eyða í kössunum. Fjallað var ítarlega um spilakassa í Kompási fyrir tveimur árum síðan. Hægt er að horfa á þáttinn í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Kompás - Spilafíkn í samkomubanni Fleiri starfshópar hafa starfað í kringum rekstur spilakassa, þar á meðal einn á vegum Háskóla Íslands sem skilaði tillögum sínum í fyrrasumar. Einn meðlimur þess hóps var heimspekinginn Henry Alexander Henrysson. Að hans mati er það eina í stöðunni að háskólinn takmarki og að lokum hætti allri starfsemi spilakassa hér á landi. Mikið af því fjármagni sem HHÍ fær í gegnum spilakassana fer í uppbyggingu og viðhald bygginga Háskóla Íslands. Henry líkti þeirri fjármögnun við það ef Jeffrey Epstein hefði greitt fyrir byggingarnar. „Það skiptir máli hvaðan peningarnir koma. Kröfur samfélagsins hafa breyst í gegnum árin. Það vill enginn vera á háskólasvæði þar sem rannsóknarstöð fjármögnuð af Jeffrey Epstein er staðsett,“ er haft eftir Henry. Hann vill meina að siðfræðilega finnist fólki það svipað að vera í byggingu fjármagnaðri af barnaníðingi og byggingu fjármagnaðri af stofnun sem græðir á spilafíklum. Sigurður Kári Kristjánsson, lögmaður og jafnframt formaður, án tilnefningar Fanney Óskarsdóttir, lögfræðingur á skrifstofu réttinda einstaklinga, án tilnefningar Sveinn M. Bragason, sérfræðingur á skrifstofu fjármála og rekstrar, án tilnefningar Auður Cela Sigrúnardóttir, starfsmaður Íslandsspila, tilnefnd af Íslandsspilum Lárus Blöndal, lögmaður og forseti Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands, tilnefndur af Getspá/Getraunum Guðni Bergsson, lögmaður og formaður Knattspyrnusambands Íslands, tilnefndur af Getspá/Getraunum Anna Lilja Ragnarsdóttir, löglærður fulltrúi hjá sýslumannsembættinu á Höfn, tilnefnd af sýslumanninum á Suðurlandi Guðmundur Löve, framkvæmdastjóri, tilnefndur af happdrætti SÍBS Bryndís Hrafnkelsdóttir, forstjóri, tilnefnd af happdrætti HHÍ Sigurður Ágúst Sigurðsson, forstjóri, tilnefndur af happdrætti DAS Alma Björk Hafsteinsdóttir, fíkni- og fjölskyldumarkþjálfi, tilnefnd af Samtökum áhugafólks um spilafíkn
Sigurður Kári Kristjánsson, lögmaður og jafnframt formaður, án tilnefningar Fanney Óskarsdóttir, lögfræðingur á skrifstofu réttinda einstaklinga, án tilnefningar Sveinn M. Bragason, sérfræðingur á skrifstofu fjármála og rekstrar, án tilnefningar Auður Cela Sigrúnardóttir, starfsmaður Íslandsspila, tilnefnd af Íslandsspilum Lárus Blöndal, lögmaður og forseti Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands, tilnefndur af Getspá/Getraunum Guðni Bergsson, lögmaður og formaður Knattspyrnusambands Íslands, tilnefndur af Getspá/Getraunum Anna Lilja Ragnarsdóttir, löglærður fulltrúi hjá sýslumannsembættinu á Höfn, tilnefnd af sýslumanninum á Suðurlandi Guðmundur Löve, framkvæmdastjóri, tilnefndur af happdrætti SÍBS Bryndís Hrafnkelsdóttir, forstjóri, tilnefnd af happdrætti HHÍ Sigurður Ágúst Sigurðsson, forstjóri, tilnefndur af happdrætti DAS Alma Björk Hafsteinsdóttir, fíkni- og fjölskyldumarkþjálfi, tilnefnd af Samtökum áhugafólks um spilafíkn
Fíkn Heilbrigðismál Fjárhættuspil Stjórnsýsla Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira