70 ár frá banvænni þoku í Lundúnum Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 10. desember 2022 14:31 Þétt þoka við Piccadilly Circus 6. desember 1952. Getty Images Bretar minnast þess í þessari viku að 70 ár eru liðin síðan þykkasta og banvænasta þoka sem sögur fara af lagðist yfir höfuðborgina í heila 5 daga. Talið er að 12.000 manns hafi látist vegna þokunnar. Fimbulkuldi og vetrarstillur Þann 5. desember árið 1952 hófst hörkukuldakast í Lundúnum. Öll hitaveita keyrði á kolum og fólk bætti á kyndinguna hjá sér, verulega. Á sama tíma varð þvílík vetrarstilla að vart bærðist hár á höfði. Afleiðingar þessa urðu að gríðarleg kolaþoka lagðist yfir borgina og lá þétt yfir henni allri í 32ja kílómetra radíus frá 5. til 9. desember. Það er erfitt að ímynda sér, m.a.s. fyrir Austfirðinga, hvernig Lundúnabúum leið þessa daga þegar þokan byrgði þeim alla sýn. Fólk sá varla niður á tærnar á sér og dæmi voru um að fólk villtist í eigin hverfum. Fleet Street í Lundúnum, 6. desember 1952. Myndin er tekin kl. 14.Getty Images Borgin lamaðist Öllum fótboltaleikjum var frestað, eðlilega, og leikhús lokuðu þar sem fólk sá ekki hvað var að gerast á sviðinu. Fólk gat ekki einu sinni lesið dagblöð eða bækur. Sjúkrabílar voru einu farartækin á ferli, þeir lúsuðust eftir götum borgarinnar til að flytja veikt fólk á yfirfull sjúkrahúsin. Fjöldi manna lést í svefni heima hjá sér. Alls er talið að um 12.000 manns hafi látist vegna loftmengunar þessa vikuna í Lundúnum og yfir 150.000 borgarbúar voru lagðir inn á sjúkrahús. Það eru fleiri en létust í verstu kólerufarsóttum 19. aldarinnar. Lög samþykkt til að fyrirbyggja mengun Afleiðingar þessarar viku sem Bretar kalla jafnan „The Great Smog of London“ voru að ríkisstjórnin setti alls kyns lög til þess að fyrirbyggja að nokkuð þessu líkt gæti endurtekið sig. Settar voru á takmarkanir á kolanotkun í iðnaði og lagt að heimilum að nota gas og koks í meira mæli í stað kola. Breska blaðið Guardian hefur minnst þessarar hörmungarviku og minnt á hversu mengandi notkun jarðefnaeldsneytis er. Blaðið bendir á að á 6, áratug síðustu aldar hafi 18% allra breskra heimila verið hituð upp með kolum og að til þess hafi mátt rekja 60% loftmengunar yfir vetrartímann. Enn þann dag í dag noti 8% breskra heimila eldivið til að hita upp heimili sín og slíkt mengi meira en öll samanlögð bílaumferð í Bretlandi. Enn deyr fólk vegna loftmengunar Blaðið notar tækifærið á þessum tímamótum og bendir á að þrátt fyrir fögur fyrirheit um að draga úr loftmengun í heiminum og þrátt fyrir að einhver árangur hafi náðst, þá deyi ennþá 28.000 Bretar vegna loftmengunar á ári hverju og 4 milljónir í heiminum öllum. Og með því að draga úr loftmengun þá drögum við jafnframt úr loftslagsbreytingum. Einu sinni var... Bretland England Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent „Það er samkeppni um starfsfólk“ Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Fleiri fréttir Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni Sjá meira
Fimbulkuldi og vetrarstillur Þann 5. desember árið 1952 hófst hörkukuldakast í Lundúnum. Öll hitaveita keyrði á kolum og fólk bætti á kyndinguna hjá sér, verulega. Á sama tíma varð þvílík vetrarstilla að vart bærðist hár á höfði. Afleiðingar þessa urðu að gríðarleg kolaþoka lagðist yfir borgina og lá þétt yfir henni allri í 32ja kílómetra radíus frá 5. til 9. desember. Það er erfitt að ímynda sér, m.a.s. fyrir Austfirðinga, hvernig Lundúnabúum leið þessa daga þegar þokan byrgði þeim alla sýn. Fólk sá varla niður á tærnar á sér og dæmi voru um að fólk villtist í eigin hverfum. Fleet Street í Lundúnum, 6. desember 1952. Myndin er tekin kl. 14.Getty Images Borgin lamaðist Öllum fótboltaleikjum var frestað, eðlilega, og leikhús lokuðu þar sem fólk sá ekki hvað var að gerast á sviðinu. Fólk gat ekki einu sinni lesið dagblöð eða bækur. Sjúkrabílar voru einu farartækin á ferli, þeir lúsuðust eftir götum borgarinnar til að flytja veikt fólk á yfirfull sjúkrahúsin. Fjöldi manna lést í svefni heima hjá sér. Alls er talið að um 12.000 manns hafi látist vegna loftmengunar þessa vikuna í Lundúnum og yfir 150.000 borgarbúar voru lagðir inn á sjúkrahús. Það eru fleiri en létust í verstu kólerufarsóttum 19. aldarinnar. Lög samþykkt til að fyrirbyggja mengun Afleiðingar þessarar viku sem Bretar kalla jafnan „The Great Smog of London“ voru að ríkisstjórnin setti alls kyns lög til þess að fyrirbyggja að nokkuð þessu líkt gæti endurtekið sig. Settar voru á takmarkanir á kolanotkun í iðnaði og lagt að heimilum að nota gas og koks í meira mæli í stað kola. Breska blaðið Guardian hefur minnst þessarar hörmungarviku og minnt á hversu mengandi notkun jarðefnaeldsneytis er. Blaðið bendir á að á 6, áratug síðustu aldar hafi 18% allra breskra heimila verið hituð upp með kolum og að til þess hafi mátt rekja 60% loftmengunar yfir vetrartímann. Enn þann dag í dag noti 8% breskra heimila eldivið til að hita upp heimili sín og slíkt mengi meira en öll samanlögð bílaumferð í Bretlandi. Enn deyr fólk vegna loftmengunar Blaðið notar tækifærið á þessum tímamótum og bendir á að þrátt fyrir fögur fyrirheit um að draga úr loftmengun í heiminum og þrátt fyrir að einhver árangur hafi náðst, þá deyi ennþá 28.000 Bretar vegna loftmengunar á ári hverju og 4 milljónir í heiminum öllum. Og með því að draga úr loftmengun þá drögum við jafnframt úr loftslagsbreytingum.
Einu sinni var... Bretland England Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent „Það er samkeppni um starfsfólk“ Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Fleiri fréttir Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni Sjá meira