Segir stjórnarliða tefja eingreiðslu til öryrkja Sigurður Orri Kristjánsson skrifar 9. desember 2022 19:30 Vísir/Egill Umdeilt frumvarp dómsmálaráðherra um útlendinga var sett aftur á dagskrá þingsins í dag en tímasetning umræðunnar var harðlega gagnrýnd af stjórnarandstöðunni sem segir mikilvæg mál eins og eingreiðslu til öryrkja tefjast í kjölfarið. Mikil umræða skapaðist á Alþingi í dag í kjölfar þess að útlendingafrumvarp dómsmálaráðherra var sett á dagskrá í fimmta sinn. Þingmenn stjórnarandstöðunnar gagnrýndu ekki bara frumvarpið heldur tímasetningu þess. Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata, flutti tillögu að dagskrárbreytingu og vildi salta málið fram yfir áramót. „Í því ljósi er í rauninni óskiljanlegt að forseti tefli í tvísýnu farsælum lokum þingársins með því að setja útlendingafrumvarpið á dagskrá á þessum tímapunkti. Mál sem er hvorki brýnt né háð sérstakri tímasetningu“, sagði Andrés á alþingi í dag. Andstaða stjórnarandstöðunnar við frumvarpið er ekki ný af nálinni og eitt þeirra atriða sem helst hefur verið gagnrýnt er heimild stjórnvalda til þess að fella niður rétt fólks til heilbrigðisþjónustu ef þau eru enn á landinu 30 dögum eftir lokasynjun. Þá gerði meirihluti allsherjar- og menntamálanefndar breytingartillögu við frumvarpið sem felur í sér að fólk sem ekki tókst að vísa á brott vegna heimsfaraldurs kórónuveiru fái möguleika til þess að sækja um dvalarleyfi á grundvelli atvinnuþáttöku í stað þess að sækja um alþjóðlega vernd. Ekki er ljóst á þessu stigi hversu margir falla undir þessa nýju breytingu. Annar þingmaður Pírata, Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, segir málið tefja fyrir öðrum mikilvægum málum sem væri brýnt að afgreiða sem fyrst. „Ég er svona að reyna að sjá hvað þeim gengur til. Vegna þess að á meðan við erum að ræða þetta mjög svo umdeilda mál þá bíða öryrkjar eftir eingreiðslunni sinni sem allir eru sammála um. Við erum öll sammála um það.“ Alþingi Píratar Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Mest lesið Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Hafði komið sér í fyrir á háalofti hótels Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Erlent Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Veður Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Fleiri fréttir Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér í fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Sjá meira
Mikil umræða skapaðist á Alþingi í dag í kjölfar þess að útlendingafrumvarp dómsmálaráðherra var sett á dagskrá í fimmta sinn. Þingmenn stjórnarandstöðunnar gagnrýndu ekki bara frumvarpið heldur tímasetningu þess. Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata, flutti tillögu að dagskrárbreytingu og vildi salta málið fram yfir áramót. „Í því ljósi er í rauninni óskiljanlegt að forseti tefli í tvísýnu farsælum lokum þingársins með því að setja útlendingafrumvarpið á dagskrá á þessum tímapunkti. Mál sem er hvorki brýnt né háð sérstakri tímasetningu“, sagði Andrés á alþingi í dag. Andstaða stjórnarandstöðunnar við frumvarpið er ekki ný af nálinni og eitt þeirra atriða sem helst hefur verið gagnrýnt er heimild stjórnvalda til þess að fella niður rétt fólks til heilbrigðisþjónustu ef þau eru enn á landinu 30 dögum eftir lokasynjun. Þá gerði meirihluti allsherjar- og menntamálanefndar breytingartillögu við frumvarpið sem felur í sér að fólk sem ekki tókst að vísa á brott vegna heimsfaraldurs kórónuveiru fái möguleika til þess að sækja um dvalarleyfi á grundvelli atvinnuþáttöku í stað þess að sækja um alþjóðlega vernd. Ekki er ljóst á þessu stigi hversu margir falla undir þessa nýju breytingu. Annar þingmaður Pírata, Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, segir málið tefja fyrir öðrum mikilvægum málum sem væri brýnt að afgreiða sem fyrst. „Ég er svona að reyna að sjá hvað þeim gengur til. Vegna þess að á meðan við erum að ræða þetta mjög svo umdeilda mál þá bíða öryrkjar eftir eingreiðslunni sinni sem allir eru sammála um. Við erum öll sammála um það.“
Alþingi Píratar Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Mest lesið Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Hafði komið sér í fyrir á háalofti hótels Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Erlent Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Veður Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Fleiri fréttir Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér í fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Sjá meira