Aðilar sem semji við SA þurfi að geta treyst því að línan haldi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. desember 2022 10:56 Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA. Vísir/Vilhelm Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir að eftir eigi að útkljá mörg mál á fundi með samfloti iðn-og tæknifólks, VR og LÍV. „Ég held að hljóðið sé bara ágætt. Fallegur dagur, heiðskýrt í nótt. Það viðrar vel til kjarasamningsgerðar í dag,“ segir Halldór Benjamín. „Ég er almennt frekar bjartsýnn maður en raunsær á sama tíma. Það eru mörg mál sem á eftir að útkljá. Klukkan er bara rétt rúmlega tíu að morgni svo við höfum tímann fyrir okkur í dag.“ Aðspurður hvað beri á milli samningsaðila, þá segir Halldór það margþætt. „Ég kýs að líta ekki á þetta sem deilu heldur verkefni sem við erum að vinna úr. Það hefur gengið vel hérna undanfarna daga. Mörg atriði sem við höfum náð að strika út af listanum. Eftir stendur að við þurfum að ná saman um stóra liði hér í dag. Hver veit nema það takist?“ SA samdi við Starfsgreinasambandið um kjarasamning á dögunum. „Ég hef tjáð mig um það á mörgum stöðum að þeir kjarasamningar sem SA gera eru stefnumarkandi í eðli sínu. Við semjum við 130 til 140 aðila. Þeir aðilar sem gera kjarasamning við okkur verða að geta treyst því að sú lína sem við mörkum, að hún haldi.“ Sú hefð hefur haldið svo árum og áratugum skiptir. Væri til að komast heim til fjölskyldu og barna „Ef við eigum að læra af reynslunni getum við ekki útilokað það á þessum tímapunkti. En í aðdraganda jóla held ég að margir væru til í að geta verið heima með fjölskyldu og börnum.“ Hann hefur enga sérstaka skoðun á deilum í verkalýðshreyfingunni. „Fólk sem er hér er að vinna af heilum hug. Okkur hefur reynst samstarf við það fólk gott. Ég ætla að treysta því að dagurinn muni bera þess merki.“ Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir tímann vera að hlaupa frá samningsaðilum. Kjaramál Kjaraviðræður 2022 Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Fleiri fréttir Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Sjá meira
„Ég held að hljóðið sé bara ágætt. Fallegur dagur, heiðskýrt í nótt. Það viðrar vel til kjarasamningsgerðar í dag,“ segir Halldór Benjamín. „Ég er almennt frekar bjartsýnn maður en raunsær á sama tíma. Það eru mörg mál sem á eftir að útkljá. Klukkan er bara rétt rúmlega tíu að morgni svo við höfum tímann fyrir okkur í dag.“ Aðspurður hvað beri á milli samningsaðila, þá segir Halldór það margþætt. „Ég kýs að líta ekki á þetta sem deilu heldur verkefni sem við erum að vinna úr. Það hefur gengið vel hérna undanfarna daga. Mörg atriði sem við höfum náð að strika út af listanum. Eftir stendur að við þurfum að ná saman um stóra liði hér í dag. Hver veit nema það takist?“ SA samdi við Starfsgreinasambandið um kjarasamning á dögunum. „Ég hef tjáð mig um það á mörgum stöðum að þeir kjarasamningar sem SA gera eru stefnumarkandi í eðli sínu. Við semjum við 130 til 140 aðila. Þeir aðilar sem gera kjarasamning við okkur verða að geta treyst því að sú lína sem við mörkum, að hún haldi.“ Sú hefð hefur haldið svo árum og áratugum skiptir. Væri til að komast heim til fjölskyldu og barna „Ef við eigum að læra af reynslunni getum við ekki útilokað það á þessum tímapunkti. En í aðdraganda jóla held ég að margir væru til í að geta verið heima með fjölskyldu og börnum.“ Hann hefur enga sérstaka skoðun á deilum í verkalýðshreyfingunni. „Fólk sem er hér er að vinna af heilum hug. Okkur hefur reynst samstarf við það fólk gott. Ég ætla að treysta því að dagurinn muni bera þess merki.“ Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir tímann vera að hlaupa frá samningsaðilum.
Kjaramál Kjaraviðræður 2022 Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Fleiri fréttir Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Sjá meira