Þrefalt hærri sekt fyrir níðsöngva um UEFA en fyrir kynþáttaníð Valur Páll Eiríksson skrifar 9. desember 2022 11:31 Lewis skoraði í leiknum við Sevilla þar sem hann þurfti að þola miður skemmtileg skilaboð úr stúkunni vegna hörundlitar síns. Photo by Marc Atkins/Getty Images Eitthvert ósamræmi virðist vera hjá Evrópska knattspyrnusambandinu, UEFA, þegar kemur að sektum fyrir ólæti stuðningsmanna ef litið er til tveggja dæma um slíkar sektir sem fyrirskipaðar voru af sambandinu í vikunni. HJK Helsinki frá Finnlandi var sektað öðru sinni fyrir söngva stuðningsmanna liðsins sem sneru að spillingu innan UEFA - þar sem stuðningsmenn kölluðu UEFA mafíu á leik liðsins við Roma í Evrópudeildinni - en slíkt hið sama hafði þegar gerst á leik liðsins við Real Betis fyrr í keppninni. Í fyrra skiptið var HJK sektað um tíu þúsund evrur fyrir söngvana en nú var félagið sektað um 15 þúsund evrur. Það var aðeins hluti sekta sem HJK þurfti að greiða vegna leiksins. Félagið var einnig sektað vegna blysa stuðningsmanna og vegna þess að einn þeirra henti blysi inn á völlinn. Heildarupphæðin nam 41 þúsund evrum. „HJK aflaði mikils fjár við það að komast í riðlakeppni Evrópudeildarinnar, en UEFA hefur tekið vænan skerf til Sviss,“ segir í yfirlýsingu HJK um málið. Alls hefur félagið þurft að greiða tæplega 73 þúsund evrur í sekt vegna óláta stuðningsmanna sinna á Evrópuleikjum í vetur. Þriðjungsupphæð fyrir kynþáttaníð Sevilla frá Spáni var einnig sektað af UEFA í vikunni. Sú sekt stafaði af kynþáttaníði sem var beint að táningnum Rico Lewis, sem er hörunddökkur leikmaður Manchester City á Englandi. Hinn 18 ára gamli Lewis, sem þá var 17 ára, var að spila sinn fyrsta byrjunarliðsleik fyrir City er félagið vann 3-1 sigur og skoraði eitt marka liðsins á Ramon Sanchez-Pizjuan-vellinum í Andalúsíu. Hann þurfti að þola kynþáttaníð af hálfu stuðningsmanna Sevilla á meðan leiknum stóð og hlaut Sevilla vegna þess fimm þúsund evra sekt, aðeins þriðjung af upphæðinni sem HJK þurfti að greiða vegna söngva þeirra finnsku í garð evrópska sambandsins. UEFA Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Handbolti Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Enski boltinn Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Fleiri fréttir Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Sjá meira
HJK Helsinki frá Finnlandi var sektað öðru sinni fyrir söngva stuðningsmanna liðsins sem sneru að spillingu innan UEFA - þar sem stuðningsmenn kölluðu UEFA mafíu á leik liðsins við Roma í Evrópudeildinni - en slíkt hið sama hafði þegar gerst á leik liðsins við Real Betis fyrr í keppninni. Í fyrra skiptið var HJK sektað um tíu þúsund evrur fyrir söngvana en nú var félagið sektað um 15 þúsund evrur. Það var aðeins hluti sekta sem HJK þurfti að greiða vegna leiksins. Félagið var einnig sektað vegna blysa stuðningsmanna og vegna þess að einn þeirra henti blysi inn á völlinn. Heildarupphæðin nam 41 þúsund evrum. „HJK aflaði mikils fjár við það að komast í riðlakeppni Evrópudeildarinnar, en UEFA hefur tekið vænan skerf til Sviss,“ segir í yfirlýsingu HJK um málið. Alls hefur félagið þurft að greiða tæplega 73 þúsund evrur í sekt vegna óláta stuðningsmanna sinna á Evrópuleikjum í vetur. Þriðjungsupphæð fyrir kynþáttaníð Sevilla frá Spáni var einnig sektað af UEFA í vikunni. Sú sekt stafaði af kynþáttaníði sem var beint að táningnum Rico Lewis, sem er hörunddökkur leikmaður Manchester City á Englandi. Hinn 18 ára gamli Lewis, sem þá var 17 ára, var að spila sinn fyrsta byrjunarliðsleik fyrir City er félagið vann 3-1 sigur og skoraði eitt marka liðsins á Ramon Sanchez-Pizjuan-vellinum í Andalúsíu. Hann þurfti að þola kynþáttaníð af hálfu stuðningsmanna Sevilla á meðan leiknum stóð og hlaut Sevilla vegna þess fimm þúsund evra sekt, aðeins þriðjung af upphæðinni sem HJK þurfti að greiða vegna söngva þeirra finnsku í garð evrópska sambandsins.
UEFA Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Handbolti Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Enski boltinn Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Fleiri fréttir Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Sjá meira