Það er ekki lengra síðan en í maí, að gengið var til sveitarstjórnarkosninga vítt og breitt um landið. Í grófum dráttum virðist hafa verið bara best að kjósa Framsókn en undirliggjandi eru aðrar breytingar sem farið er yfir í annál fréttastofunnar um kosningarnar.
Það var hart tekist á þótt kosningabaráttan hafi verið stutt og snörp; undir voru húsnæðismálin, leikskólamál og svo auðvitað bæjarbragurinn sjálfur, eins og til dæmis í Bolungarvík.
Þar sagði kona í samtali við fréttastofu að eitt sinn hafi það pláss verið það hreinlegasta á landinu, en að það væri allt liðin tíð. Kannski ekki furða að skipt hafi verið um stjórnendur yfir bænum.
Fréttastofa Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar rifjar upp árið 2022 alla virka daga í desember.
Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.