Dæmdur fyrir kynferðisbrot gegn þremur unglingsstúlkum Fanndís Birna Logadóttir skrifar 8. desember 2022 16:00 Dómur féll í Héraðsdómi Reykjaness í lok nóvember. Vísir/Vilhelm Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt átján ára mann í fangelsi fyrir ítrekuð og alvarleg kynferðisbrot gegn þremur barnungum stúlkum. Var hann dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi en dómurinn er skilorðsbundinn vegna mikilla tafa á meðferð og ungs aldurs. Hann játaði brot sín skýlaust í dómssal. Dómurinn, sem fréttastofa hefur undir höndum, féll þann 29. nóvember en hefur ekki verið birtur á vef dómstólanna. Maðurinn var sakfelldur fyrir nauðgun og kynferðisbrot gegn börnum fyrir að hafa haustið 2019 og vorið 2020, þegar hann var fimmtán ára, brotið gegn þremur stúlkum, sem voru þá þrettán til fimmtán ára gamlar. Yngsta stúlkan þrettán ára Brotin eru í þremur liðum. Í fyrsta lagi var hann dæmdur fyrir nauðgun og kynferðisbrot gegn barni árið 2019. Hafði hann að minnsta kosti þrisvar haft, með ólögmætri nauðung og án samþykkis, samræði við stúlku sem var þá þrettán ára gömul. Þá var hann dæmdur fyrir nauðgun með því að hafa í september 2019, með ólögmætri nauðung og án samþykkis, haft önnnur kynferðismök en samræði við stúlku sem var þá fimmtán ára. Hafði hann girt niður um stúlkuna, sett fingur inn í leggöng hennar og tekið hönd hennar, sett á kynfæri sín og látið hana fróa honum. Að lokum var hann dæmdur fyrir kynferðisbrot gegn barni með því að hafa í maí 2020 haft samræði við stúlku sem var þá fjórtán ára gömul en hann sextán ára. Játaði strax en málið tafðist í rúm tvö ár Við ákvörðun dómsins var litið til þess að maðurinn hafi játað brotin skýlaust fyrir dómi. Á sama tíma hafi þó verið um að ræða ítrekuð og alvarleg kynferðisbrot gegn barnungum stúlkum og þótti sýnt að brotin hafi haft alvarlegar afleiðingar í för með sér og muni marka líf þeirra til frambúðar. Var því ákveðið að hæfileg refsing yrði tveggja og hálfs árs fangelsi. Á móti kom að málið hefði dregist full lengi en rannsókn hófst vorið 2020 og var málið ekki sent til héraðssaksóknara fyrr en í ágúst 2022, rúmum tveimur árum síðar. Í því ljósi, auk ungs aldurs ákærða, var ákveðið að refsingin yrði skilorðsbundin til fjögurra ára. Sex milljónir í miskabætur Maðurinn féllst á bótaskyldu í málinu en farið var fram á þrjár milljónir króna fyrir hönd hvers brotaþola. Fallist var á kröfu fyrstu stúlkunnar en af vottorði sálfræðings mátti ráða að hún væri með mörg einkenni áfallastreituröskunar, alvarleg depurðareinkenni, streitueinkenni og mjög alvarleg kvíðaeinkenni. Þá hafi brotin hafi verið til þess fallin að valda henni alvarlegum miska. Að mati dómsins lágu ekki fyrir fullnægjandi gögn um afleiðingar brotanna á hinar tvær stúlkurnar. Brot hins ákærða hafi þó verið í eðli sínu alvarleg og til þess fallin að valda brotaþolum verulegum miska. Voru bætur ákveðnar tvær milljónir króna fyrir aðra og ein milljón króna fyrir hina. Þá var manninum gert að greiða þóknun skipaðs verjanda síns, 1.283.400 krónur, þóknun skipaðra réttargæslumanna stúlknanna, alls 1.255.500 krónur, og annan sakarkostnað, 510 þúsund krónur. Dómsmál Kynferðisofbeldi Börn og uppeldi Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Fleiri fréttir Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Sjá meira
Dómurinn, sem fréttastofa hefur undir höndum, féll þann 29. nóvember en hefur ekki verið birtur á vef dómstólanna. Maðurinn var sakfelldur fyrir nauðgun og kynferðisbrot gegn börnum fyrir að hafa haustið 2019 og vorið 2020, þegar hann var fimmtán ára, brotið gegn þremur stúlkum, sem voru þá þrettán til fimmtán ára gamlar. Yngsta stúlkan þrettán ára Brotin eru í þremur liðum. Í fyrsta lagi var hann dæmdur fyrir nauðgun og kynferðisbrot gegn barni árið 2019. Hafði hann að minnsta kosti þrisvar haft, með ólögmætri nauðung og án samþykkis, samræði við stúlku sem var þá þrettán ára gömul. Þá var hann dæmdur fyrir nauðgun með því að hafa í september 2019, með ólögmætri nauðung og án samþykkis, haft önnnur kynferðismök en samræði við stúlku sem var þá fimmtán ára. Hafði hann girt niður um stúlkuna, sett fingur inn í leggöng hennar og tekið hönd hennar, sett á kynfæri sín og látið hana fróa honum. Að lokum var hann dæmdur fyrir kynferðisbrot gegn barni með því að hafa í maí 2020 haft samræði við stúlku sem var þá fjórtán ára gömul en hann sextán ára. Játaði strax en málið tafðist í rúm tvö ár Við ákvörðun dómsins var litið til þess að maðurinn hafi játað brotin skýlaust fyrir dómi. Á sama tíma hafi þó verið um að ræða ítrekuð og alvarleg kynferðisbrot gegn barnungum stúlkum og þótti sýnt að brotin hafi haft alvarlegar afleiðingar í för með sér og muni marka líf þeirra til frambúðar. Var því ákveðið að hæfileg refsing yrði tveggja og hálfs árs fangelsi. Á móti kom að málið hefði dregist full lengi en rannsókn hófst vorið 2020 og var málið ekki sent til héraðssaksóknara fyrr en í ágúst 2022, rúmum tveimur árum síðar. Í því ljósi, auk ungs aldurs ákærða, var ákveðið að refsingin yrði skilorðsbundin til fjögurra ára. Sex milljónir í miskabætur Maðurinn féllst á bótaskyldu í málinu en farið var fram á þrjár milljónir króna fyrir hönd hvers brotaþola. Fallist var á kröfu fyrstu stúlkunnar en af vottorði sálfræðings mátti ráða að hún væri með mörg einkenni áfallastreituröskunar, alvarleg depurðareinkenni, streitueinkenni og mjög alvarleg kvíðaeinkenni. Þá hafi brotin hafi verið til þess fallin að valda henni alvarlegum miska. Að mati dómsins lágu ekki fyrir fullnægjandi gögn um afleiðingar brotanna á hinar tvær stúlkurnar. Brot hins ákærða hafi þó verið í eðli sínu alvarleg og til þess fallin að valda brotaþolum verulegum miska. Voru bætur ákveðnar tvær milljónir króna fyrir aðra og ein milljón króna fyrir hina. Þá var manninum gert að greiða þóknun skipaðs verjanda síns, 1.283.400 krónur, þóknun skipaðra réttargæslumanna stúlknanna, alls 1.255.500 krónur, og annan sakarkostnað, 510 þúsund krónur.
Dómsmál Kynferðisofbeldi Börn og uppeldi Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Fleiri fréttir Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Sjá meira