Fyrrverandi forseti og varaforseti Gvatemala í sextán ára fangelsi Atli Ísleifsson skrifar 8. desember 2022 10:15 Otto Perez var forseti Gvatemala á árinu 2012 til 2015. Getty Dómstóll í Gvatemala hefur dæmt forsetann fyrrverandi, Otto Perez, og varaforsetann Roxana Baldetti, í sextán ára fangelsi fyrir fjárkúgun og tollsvik. Hinn 72 ára Perez neitaði sök í málinu og sagði sakfellinguna „án nokkurra sannanna“. Hann hyggst áfrýja dómnum. Perez tók við embætti forseta Gvatemala árið 2012 en var bolað frá völdum árið 2015, fáeinum mánuðum áður en kjörtímabilið hans var á enda. Í frétt DW segir að Perez og Baldetti hafi verið sökuð um að hafa farið fyrir hópi tollsvikara sem var sagt hafa stolið andvirði um 3,5 milljóna Bandaríkjadala úr opinberum sjóðum. Á hópurinn að hafa fyrir hönd innflytjenda staðið fyrir mútugreiðslum til að forðast greiðslu tolla. Perez og Baldetti voru sakfelld af ákæru um fjárkúgun og tollsvik, en sýknuð af þeim ákærulið sem sneri að því að hafa auðgast persónulega á ólöglegan hátt. Roxana Baldetti, fyrrverandi varaforseti Gvatemala.Getty La Linea Málið hefur gengið undir nafninu „La Linea“ í Gvatemala. Það var alþjóðleg rannsóknarnefnd, sem naut stuðnings Sameinuðu þjóðanna, sem hóf upphaflega rannsókn á málinu. Nefndin var lögð niður af þáverandi forseta, Jimmy Morales, þegar nefndin hóf rannsókn á hans málum árið 2019. Perez hefur setið í fangelsi síðustu sjö árin á meðan dóms hefur verið beðið í málinu. Baldetti var dæmd í fimmtán ára fangelsi í öðru svikamáli árið 2018. Perez og Bladetti var jafnframt gert að greiða háar fjárhæðir í sekt vegna málsins. Gvatemala Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Fleiri fréttir Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Sjá meira
Hinn 72 ára Perez neitaði sök í málinu og sagði sakfellinguna „án nokkurra sannanna“. Hann hyggst áfrýja dómnum. Perez tók við embætti forseta Gvatemala árið 2012 en var bolað frá völdum árið 2015, fáeinum mánuðum áður en kjörtímabilið hans var á enda. Í frétt DW segir að Perez og Baldetti hafi verið sökuð um að hafa farið fyrir hópi tollsvikara sem var sagt hafa stolið andvirði um 3,5 milljóna Bandaríkjadala úr opinberum sjóðum. Á hópurinn að hafa fyrir hönd innflytjenda staðið fyrir mútugreiðslum til að forðast greiðslu tolla. Perez og Baldetti voru sakfelld af ákæru um fjárkúgun og tollsvik, en sýknuð af þeim ákærulið sem sneri að því að hafa auðgast persónulega á ólöglegan hátt. Roxana Baldetti, fyrrverandi varaforseti Gvatemala.Getty La Linea Málið hefur gengið undir nafninu „La Linea“ í Gvatemala. Það var alþjóðleg rannsóknarnefnd, sem naut stuðnings Sameinuðu þjóðanna, sem hóf upphaflega rannsókn á málinu. Nefndin var lögð niður af þáverandi forseta, Jimmy Morales, þegar nefndin hóf rannsókn á hans málum árið 2019. Perez hefur setið í fangelsi síðustu sjö árin á meðan dóms hefur verið beðið í málinu. Baldetti var dæmd í fimmtán ára fangelsi í öðru svikamáli árið 2018. Perez og Bladetti var jafnframt gert að greiða háar fjárhæðir í sekt vegna málsins.
Gvatemala Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Fleiri fréttir Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Sjá meira