Borgarstjóri sendir tillöguna um lokun Sigluness aftur til ÍTR Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. desember 2022 12:57 Fyrrverandi starfsmenn Sigluness raða sér upp á meðan borgarstjóri ræðir við fréttamann Stöðvar 2. Tillaga borgarstjórnar um að loka starfsemi Sigluness í Nauthólsvík verður tekin til endurskoðunar. Þetta segir borgarstjóri. Fyrrverandi starfsmenn Sigluness mótmæltu í Ráðhúsinu í morgun. Á sumrin er Siglunes í Nauthólsvík ævintýramiðstöð við sjóinn, þar sem börnum er boðið á ódýr siglinganámskeið og svo sem unglingum í siglingaklúbb fyrir lengra komna. Þessi starfsemi er rótgróin og hefur verið í gangi í vel á annan áratug. Borgarstjórn lagði til að leggja starfsemina niður sem hluta af ýmsum niðurskurðaraðgerðum vegna erfiðs rekstrar. Þannig átti að spara 23 milljónir króna. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir í samtali við fréttastofu að tillagan verði send aftur til Íþrótta- og tómstundaráðs því hana þurfi að skoða betur. Rætt er við borgarstjóra í klippunni að neðan. Fyrrverandi starfsmenn Sigluness í Nauthólsvík stóðu fyrir táknrænum mótmælum fyrir fund borgarstjórnar í ráðhúsinu í Reykjavík í dag. Um 3.500 manns hafa skrifað undir undirskriftalista til að mótmæla þessum aðgerðum og fyrrum starfsmenn síðustu þriggja áratuga bent á með margvíslegum hætti hvaða tjón hlytist af þeim. Starfsmennirnir fyrrverandi á pöllunum. Hópurinn fyllti sæti ráðhússins með björgunarvestum barna til tákns um þau skertu tækifæri sem reykvísk börn munu hafa til útimenntunar verði af áformum borgarstjórnar. Blásið var í neyðarflautur „þrjú stutt, þrjú löng, þrjú stutt“ sem þeirra síðasta neyðarkall um að taka mál Sigluness til skoðunar áður en starfsemin verður aflögð eftir rúmlega hálfrar aldar starf. „Ég er hrærður yfir viðbrögðunum sem þetta mál hefur fengið” segir Óttarr Hrafnkelsson deildarstjóri í Siglunesi. Rætt er við Óttar hér að neðan. „Það er einstakt að búa yfir jafn góðum hóp fyrrum starfsmanna í Siglunesi og raun ber vitni. Þetta er fólk sem hefur glætt starfið lífið á hverju sumri og þannig eflt og stutt við tugþúsundir barna og ungmenna frá því ég hóf þar störf árið 1989. Það yrði missir af því að sjá starfsemina loka.“ Reykjavík Börn og uppeldi Siglingaíþróttir Borgarstjórn Íþróttir barna Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Fleiri fréttir Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sjá meira
Á sumrin er Siglunes í Nauthólsvík ævintýramiðstöð við sjóinn, þar sem börnum er boðið á ódýr siglinganámskeið og svo sem unglingum í siglingaklúbb fyrir lengra komna. Þessi starfsemi er rótgróin og hefur verið í gangi í vel á annan áratug. Borgarstjórn lagði til að leggja starfsemina niður sem hluta af ýmsum niðurskurðaraðgerðum vegna erfiðs rekstrar. Þannig átti að spara 23 milljónir króna. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir í samtali við fréttastofu að tillagan verði send aftur til Íþrótta- og tómstundaráðs því hana þurfi að skoða betur. Rætt er við borgarstjóra í klippunni að neðan. Fyrrverandi starfsmenn Sigluness í Nauthólsvík stóðu fyrir táknrænum mótmælum fyrir fund borgarstjórnar í ráðhúsinu í Reykjavík í dag. Um 3.500 manns hafa skrifað undir undirskriftalista til að mótmæla þessum aðgerðum og fyrrum starfsmenn síðustu þriggja áratuga bent á með margvíslegum hætti hvaða tjón hlytist af þeim. Starfsmennirnir fyrrverandi á pöllunum. Hópurinn fyllti sæti ráðhússins með björgunarvestum barna til tákns um þau skertu tækifæri sem reykvísk börn munu hafa til útimenntunar verði af áformum borgarstjórnar. Blásið var í neyðarflautur „þrjú stutt, þrjú löng, þrjú stutt“ sem þeirra síðasta neyðarkall um að taka mál Sigluness til skoðunar áður en starfsemin verður aflögð eftir rúmlega hálfrar aldar starf. „Ég er hrærður yfir viðbrögðunum sem þetta mál hefur fengið” segir Óttarr Hrafnkelsson deildarstjóri í Siglunesi. Rætt er við Óttar hér að neðan. „Það er einstakt að búa yfir jafn góðum hóp fyrrum starfsmanna í Siglunesi og raun ber vitni. Þetta er fólk sem hefur glætt starfið lífið á hverju sumri og þannig eflt og stutt við tugþúsundir barna og ungmenna frá því ég hóf þar störf árið 1989. Það yrði missir af því að sjá starfsemina loka.“
Reykjavík Börn og uppeldi Siglingaíþróttir Borgarstjórn Íþróttir barna Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Fleiri fréttir Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sjá meira