Bæjarstjóranum í Eyjum blöskrar skoðun kollega síns í Ísafjarðarbæ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. desember 2022 10:41 Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, furðar sig á skoðun kollega síns á Vestfjörðum. Vísir/Egill Bæjarstjóri Vestmannaeyja furðar sig á því að bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar telji Vestmannaeyinga geta siglt með Herjólfi til og frá Þorlákshöfn svo flýta megi dýpkun hafnar Ísfirðinga fyrir komu skemmtiferðaskipa. Arna Lára Jónsdóttir bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar gagnrýndi í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi Björgun og Vegagerðina fyrir margra mánaða tafir á uppdælingu til stækkunar á Sundahöfn bæjarins. Stækkun hafnarinnar skipti miklu máli fyrir tekjur bæjarins strax á næsta ári og megi ekki dragast á langinn. Hundrað og átján skip komu til bæjarins á þessu ári en samkvæmt bókunum má reikna með rúmlega 240 skipum á næsta ári. Nýtt dæluskip átti að koma til Ísafjarðar í sumar til að dýpka röstina við Sundahöfn. Arna Lára Jónsdóttir bæjarstjóri segir afar mikilvægt að lokið verði við stækkun Sundahafnar fyrir komur skemmtiferðaskipa á næsta vori.Stöð 2/Ívar Síðast fyrir um hálfum mánuði hafi dýpkunarskip Björgunar lokið verkefni í Arnarfirði og verið á leið í Skutulsfjörðinn þegar því var skyndilega siglt í Landeyjarhöfn. Þetta valdi Ísfirðingum áhyggjum enda verði að ljúka hafnargerðinni vel fyrir næsta sumar enda skemmtiferðaskip bókuð langt fram í tímann. Arna Lára segist ósátt við þessa forgangsröðun hjá Vegagerðinni sem hefur um árabil sinnt dýpkun við Landeyjarhöfn. „Þeir álíta að Landeyjarhöfn sé mikilvægari en þetta verkefni. Því er ég auðvitað algerlega ósammála. Þeir eru með höfnina í Þorlákshöfn en við þurfum að fá þetta efni. Það er ekki útséð með það og verið að leita allra leiða til að fá jafnvel annað skip til dýpka fyrir okkur,“ segir Arna Lára. Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri Vestmannaeyja, segir í færslu á Facebook að þetta útspil kollega hennar í Ísafjarðarbæ komi á óvart. „Við landsbyggðarfólk höfum staðið saman hingað til fyrir bættum samgöngum um allt land!“ Óhætt er að segja að Landeyjarhöfn hafi gjörbreytt samgöngumálum fyrir Vestmannaeyinga. Siglingin tekur rúman hálftíma en siglingin í Þorlákshöfn gat tekið tvo og hálfan tíma, jafnvel lengur þegar vont var í sjóinn. „Ég var mjög hissa þegar ég heyrði þetta haft eftir kollega mínum. Hún er að leggja til að við Vestmannaeyingar ættum að fara á annan tug ára aftur í tímann í samgöngum, með lokaða Landeyjahöfn og sigla til Þorlákshafnar. Sem sagt að fimmfalda siglingatímann og fara úr sjö ferðum niður í tvær til að hægt sé að dýpka fyrir skemmtiferðaskip sem koma eiga til Ísafjarðar næsta vor!“ Bæjarstjórinn virðist treysta á mat Vegagerðarinnar þegar komi að verkefnalista stofnunarinnar. „Ég er þó ánægð með að Vegagerðin hefur forgangsröðina á hreinu!“ Skemmtiferðaskip á Íslandi Vestmannaeyjar Ísafjarðarbær Ferðamennska á Íslandi Herjólfur Hafnarmál Landeyjahöfn Tengdar fréttir Tafir á komu dæluskips ógna tugmilljóna tekjum Ísafjarðarbæjar Bæjarstjórinn í Ísafjarðarbæ gagnrýnir Björgun og Vegagerðina fyrir margra mánaða tafir á uppdælingu til stækkunar á Sundahöfn bæjarins. Stækkun hafnarinnar skipti miklu máli fyrir tekjur bæjarins strax á næsta ári og megi ekki dragast á langinn. 6. desember 2022 19:21 Mest lesið „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Innlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent Fleiri fréttir Óttast að stóru verkfræðistofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Sjá meira
Arna Lára Jónsdóttir bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar gagnrýndi í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi Björgun og Vegagerðina fyrir margra mánaða tafir á uppdælingu til stækkunar á Sundahöfn bæjarins. Stækkun hafnarinnar skipti miklu máli fyrir tekjur bæjarins strax á næsta ári og megi ekki dragast á langinn. Hundrað og átján skip komu til bæjarins á þessu ári en samkvæmt bókunum má reikna með rúmlega 240 skipum á næsta ári. Nýtt dæluskip átti að koma til Ísafjarðar í sumar til að dýpka röstina við Sundahöfn. Arna Lára Jónsdóttir bæjarstjóri segir afar mikilvægt að lokið verði við stækkun Sundahafnar fyrir komur skemmtiferðaskipa á næsta vori.Stöð 2/Ívar Síðast fyrir um hálfum mánuði hafi dýpkunarskip Björgunar lokið verkefni í Arnarfirði og verið á leið í Skutulsfjörðinn þegar því var skyndilega siglt í Landeyjarhöfn. Þetta valdi Ísfirðingum áhyggjum enda verði að ljúka hafnargerðinni vel fyrir næsta sumar enda skemmtiferðaskip bókuð langt fram í tímann. Arna Lára segist ósátt við þessa forgangsröðun hjá Vegagerðinni sem hefur um árabil sinnt dýpkun við Landeyjarhöfn. „Þeir álíta að Landeyjarhöfn sé mikilvægari en þetta verkefni. Því er ég auðvitað algerlega ósammála. Þeir eru með höfnina í Þorlákshöfn en við þurfum að fá þetta efni. Það er ekki útséð með það og verið að leita allra leiða til að fá jafnvel annað skip til dýpka fyrir okkur,“ segir Arna Lára. Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri Vestmannaeyja, segir í færslu á Facebook að þetta útspil kollega hennar í Ísafjarðarbæ komi á óvart. „Við landsbyggðarfólk höfum staðið saman hingað til fyrir bættum samgöngum um allt land!“ Óhætt er að segja að Landeyjarhöfn hafi gjörbreytt samgöngumálum fyrir Vestmannaeyinga. Siglingin tekur rúman hálftíma en siglingin í Þorlákshöfn gat tekið tvo og hálfan tíma, jafnvel lengur þegar vont var í sjóinn. „Ég var mjög hissa þegar ég heyrði þetta haft eftir kollega mínum. Hún er að leggja til að við Vestmannaeyingar ættum að fara á annan tug ára aftur í tímann í samgöngum, með lokaða Landeyjahöfn og sigla til Þorlákshafnar. Sem sagt að fimmfalda siglingatímann og fara úr sjö ferðum niður í tvær til að hægt sé að dýpka fyrir skemmtiferðaskip sem koma eiga til Ísafjarðar næsta vor!“ Bæjarstjórinn virðist treysta á mat Vegagerðarinnar þegar komi að verkefnalista stofnunarinnar. „Ég er þó ánægð með að Vegagerðin hefur forgangsröðina á hreinu!“
Skemmtiferðaskip á Íslandi Vestmannaeyjar Ísafjarðarbær Ferðamennska á Íslandi Herjólfur Hafnarmál Landeyjahöfn Tengdar fréttir Tafir á komu dæluskips ógna tugmilljóna tekjum Ísafjarðarbæjar Bæjarstjórinn í Ísafjarðarbæ gagnrýnir Björgun og Vegagerðina fyrir margra mánaða tafir á uppdælingu til stækkunar á Sundahöfn bæjarins. Stækkun hafnarinnar skipti miklu máli fyrir tekjur bæjarins strax á næsta ári og megi ekki dragast á langinn. 6. desember 2022 19:21 Mest lesið „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Innlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent Fleiri fréttir Óttast að stóru verkfræðistofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Sjá meira
Tafir á komu dæluskips ógna tugmilljóna tekjum Ísafjarðarbæjar Bæjarstjórinn í Ísafjarðarbæ gagnrýnir Björgun og Vegagerðina fyrir margra mánaða tafir á uppdælingu til stækkunar á Sundahöfn bæjarins. Stækkun hafnarinnar skipti miklu máli fyrir tekjur bæjarins strax á næsta ári og megi ekki dragast á langinn. 6. desember 2022 19:21
Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent
Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent