Fótbolti

Ronaldo: Þetta er ekki satt

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Cristiano Ronaldo kom inn á sem varamaður í gær og skoraði en markið var dæmt af vegna rangstöðu.
Cristiano Ronaldo kom inn á sem varamaður í gær og skoraði en markið var dæmt af vegna rangstöðu. AP/Manu Fernandez

Cristiano Ronaldo segir það ekki vera satt að hann sé búinn að semja við lið Al Nassr í Sadí Arabíu.

Framherji Portúgala var spurður um það hvort fréttir af samningi hans við Al Nassr væri sannar og hann því á leiðinni þangað á nýju ári.

„Nei, þetta er ekki satt,“ sagði Cristiano Ronaldo eftir 6-1 sigur Portúgals á Sviss í sextán liða úrslitum HM í Katar í gærkvöldi.

Ronaldo er með lausan samning eftir að komist að samkomulagi við Manchester United um starfslok rétt fyrir heimsmeistaramótið.

Fréttir frá Spáni héldu því fram að Ronaldo hefði þegar gengið frá samningi við Al-Nassr sem er frá 1. janúar næstkomandi og gildir í tvö og hálft ár.

Hann á samkvæmt sömu fréttum að fá tvö hundruð milljónir evra fyrir hvert tímabil eða um þrjátíu milljarða íslenskra króna.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.