Blindu pari tvisvar meinað að fljúga til Íslands Bjarki Sigurðsson skrifar 5. desember 2022 11:52 Hlynur Þór Agnarsson er aðgengis- og upplýsingafulltrúi Blindrafélagsins. Eyþóri Kamban Þrastarsyni og eiginkonu hans, Emily Pylarinou, var tvisvar meinaður aðgangur að flugvél SAS er þau ætluðu að fljúga til Íslands frá Grikklandi. Eyþór og Emily eru bæði blind og voru á leiðinni til landsins ásamt eins árs gamalli dóttur sinni. Aðgengis- og upplýsingafulltrúi Blindrafélagsins segir málið vera stórskrítið einsdæmi. Eyþór og Emily ætluðu upphaflega að fljúga til Íslands á föstudaginn í síðustu viku. Þau höfðu ákveðið að dvelja hér yfir jól og áramót. Þegar þau mættu á flugvöllinn fóru þau í gegnum innritun og öryggisleit án allra vandræða. Eyþór birti myndband af fjölskyldunni á flugvellinum í Grikklandi. Þegar þau voru komin að vélinni var þeim hins vegar meinaður aðgangur. Ástæðan ku vera að flugstjórinn taldi þau og unga barnið ekki vera örugg í vélinni fyrst enginn fylgdarmaður var með þeim. Ekki heyrt um annað eins Hlynur Þór Agnarsson, aðgengis- og upplýsingafulltrúi Blindrafélagsins, ræddi þetta Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann segir ákvörðunina alfarið hafa verið flugstjórans sem vildi ekki leyfa Eyþóri og Emily að ræða við sig. „Þau hafa flogið áður með barnið, innanlands þó, aðallega í Grikklandi. Þetta er bara svo skrítið, ég hef ekkert heyrt um annað mál þessu líkt,“ segir Hlynur. Viðtalið úr Bítinu má heyra að neðan. Klippa: Bítið - Blindir foreldrar fengu ekki að ferðast með barnið sitt Eyþór hafði samband við alla sem hann taldi getað aðstoðað þau. Blindrafélagið, borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins og fleiri. Við tóku margra klukkutíma samskipti við SAS þar til starfsmaður flugfélagsins tjáði Blindrafélaginu að þau fengju sæti í vél sem færi daginn eftir. Þá myndi starfsmaður SAS taka á móti þeim við innritunarborðið og færi með þeim upp í flugvélina. „Ég hef samband við SAS á laugardeginum og tala þá við þjónustufulltrúa lengi vel. Ég enda á því að fá skriflega staðfestingu á því að allar skráningar og allt sé uppfyllt eins og það á að vera að hálfu SAS og kem þeim tölvupósti til Eyþórs. Hann gæti þá sýnt hann ef eitthvað kæmi upp,“ segir Hlynur. Þyrftu sjálf að greiða fyrir aðstoðarmann Þegar Eyþór og Emily komu á flugvöllinn gáfu starfsmenn flugvallarins þó lítið fyrir þennan póst. Flugvöllurinn tók þá mark á gömlum upplýsingum úr bókun þeirra þar sem hafði skráðst fyrir slysni að þau væru með leiðsöguhund meðferðis. Aftur fengu þau ekki að fljúga til Íslands. Starfsmenn flugvallarins kröfðust þess að þau væru með aðstoðarmann með sér sem þau greiddu sjálf fyrir. „Ég get ekki séð að hvorki SAS né flugvöllurinn hafi neina heimild til að meina þeim um að ganga um borð eða neyða þau til að koma með sinn eigin aðstoðarmann á sinn eigin kostnað. Hins vegar finnur maður aragrúa af reglum um réttindi þeirra sem farþega sem segja að ef þau þurfa þessa auknu aðstoð sem flugfélagið eða flugvöllurinn metur. Þá eiga flugvöllurinn eða flugfélagið að skaffa hana,“ segir Hlynur. Aðspurður segir hann að þetta sé ekki eitthvað sem blindir gætu átt von á í framtíðinni. Hann segist ekki hafa heyrt um mál sambærilegu þessu nokkurn tímann fyrr. Eyþór og Emily eru enn stödd í Grikklandi og bíða eftir því að komast til Íslands. Fréttir af flugi Grikkland Málefni fatlaðs fólks Íslendingar erlendis Bítið Mest lesið „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira
Eyþór og Emily ætluðu upphaflega að fljúga til Íslands á föstudaginn í síðustu viku. Þau höfðu ákveðið að dvelja hér yfir jól og áramót. Þegar þau mættu á flugvöllinn fóru þau í gegnum innritun og öryggisleit án allra vandræða. Eyþór birti myndband af fjölskyldunni á flugvellinum í Grikklandi. Þegar þau voru komin að vélinni var þeim hins vegar meinaður aðgangur. Ástæðan ku vera að flugstjórinn taldi þau og unga barnið ekki vera örugg í vélinni fyrst enginn fylgdarmaður var með þeim. Ekki heyrt um annað eins Hlynur Þór Agnarsson, aðgengis- og upplýsingafulltrúi Blindrafélagsins, ræddi þetta Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann segir ákvörðunina alfarið hafa verið flugstjórans sem vildi ekki leyfa Eyþóri og Emily að ræða við sig. „Þau hafa flogið áður með barnið, innanlands þó, aðallega í Grikklandi. Þetta er bara svo skrítið, ég hef ekkert heyrt um annað mál þessu líkt,“ segir Hlynur. Viðtalið úr Bítinu má heyra að neðan. Klippa: Bítið - Blindir foreldrar fengu ekki að ferðast með barnið sitt Eyþór hafði samband við alla sem hann taldi getað aðstoðað þau. Blindrafélagið, borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins og fleiri. Við tóku margra klukkutíma samskipti við SAS þar til starfsmaður flugfélagsins tjáði Blindrafélaginu að þau fengju sæti í vél sem færi daginn eftir. Þá myndi starfsmaður SAS taka á móti þeim við innritunarborðið og færi með þeim upp í flugvélina. „Ég hef samband við SAS á laugardeginum og tala þá við þjónustufulltrúa lengi vel. Ég enda á því að fá skriflega staðfestingu á því að allar skráningar og allt sé uppfyllt eins og það á að vera að hálfu SAS og kem þeim tölvupósti til Eyþórs. Hann gæti þá sýnt hann ef eitthvað kæmi upp,“ segir Hlynur. Þyrftu sjálf að greiða fyrir aðstoðarmann Þegar Eyþór og Emily komu á flugvöllinn gáfu starfsmenn flugvallarins þó lítið fyrir þennan póst. Flugvöllurinn tók þá mark á gömlum upplýsingum úr bókun þeirra þar sem hafði skráðst fyrir slysni að þau væru með leiðsöguhund meðferðis. Aftur fengu þau ekki að fljúga til Íslands. Starfsmenn flugvallarins kröfðust þess að þau væru með aðstoðarmann með sér sem þau greiddu sjálf fyrir. „Ég get ekki séð að hvorki SAS né flugvöllurinn hafi neina heimild til að meina þeim um að ganga um borð eða neyða þau til að koma með sinn eigin aðstoðarmann á sinn eigin kostnað. Hins vegar finnur maður aragrúa af reglum um réttindi þeirra sem farþega sem segja að ef þau þurfa þessa auknu aðstoð sem flugfélagið eða flugvöllurinn metur. Þá eiga flugvöllurinn eða flugfélagið að skaffa hana,“ segir Hlynur. Aðspurður segir hann að þetta sé ekki eitthvað sem blindir gætu átt von á í framtíðinni. Hann segist ekki hafa heyrt um mál sambærilegu þessu nokkurn tímann fyrr. Eyþór og Emily eru enn stödd í Grikklandi og bíða eftir því að komast til Íslands.
Fréttir af flugi Grikkland Málefni fatlaðs fólks Íslendingar erlendis Bítið Mest lesið „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira