Blindu pari tvisvar meinað að fljúga til Íslands Bjarki Sigurðsson skrifar 5. desember 2022 11:52 Hlynur Þór Agnarsson er aðgengis- og upplýsingafulltrúi Blindrafélagsins. Eyþóri Kamban Þrastarsyni og eiginkonu hans, Emily Pylarinou, var tvisvar meinaður aðgangur að flugvél SAS er þau ætluðu að fljúga til Íslands frá Grikklandi. Eyþór og Emily eru bæði blind og voru á leiðinni til landsins ásamt eins árs gamalli dóttur sinni. Aðgengis- og upplýsingafulltrúi Blindrafélagsins segir málið vera stórskrítið einsdæmi. Eyþór og Emily ætluðu upphaflega að fljúga til Íslands á föstudaginn í síðustu viku. Þau höfðu ákveðið að dvelja hér yfir jól og áramót. Þegar þau mættu á flugvöllinn fóru þau í gegnum innritun og öryggisleit án allra vandræða. Eyþór birti myndband af fjölskyldunni á flugvellinum í Grikklandi. Þegar þau voru komin að vélinni var þeim hins vegar meinaður aðgangur. Ástæðan ku vera að flugstjórinn taldi þau og unga barnið ekki vera örugg í vélinni fyrst enginn fylgdarmaður var með þeim. Ekki heyrt um annað eins Hlynur Þór Agnarsson, aðgengis- og upplýsingafulltrúi Blindrafélagsins, ræddi þetta Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann segir ákvörðunina alfarið hafa verið flugstjórans sem vildi ekki leyfa Eyþóri og Emily að ræða við sig. „Þau hafa flogið áður með barnið, innanlands þó, aðallega í Grikklandi. Þetta er bara svo skrítið, ég hef ekkert heyrt um annað mál þessu líkt,“ segir Hlynur. Viðtalið úr Bítinu má heyra að neðan. Klippa: Bítið - Blindir foreldrar fengu ekki að ferðast með barnið sitt Eyþór hafði samband við alla sem hann taldi getað aðstoðað þau. Blindrafélagið, borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins og fleiri. Við tóku margra klukkutíma samskipti við SAS þar til starfsmaður flugfélagsins tjáði Blindrafélaginu að þau fengju sæti í vél sem færi daginn eftir. Þá myndi starfsmaður SAS taka á móti þeim við innritunarborðið og færi með þeim upp í flugvélina. „Ég hef samband við SAS á laugardeginum og tala þá við þjónustufulltrúa lengi vel. Ég enda á því að fá skriflega staðfestingu á því að allar skráningar og allt sé uppfyllt eins og það á að vera að hálfu SAS og kem þeim tölvupósti til Eyþórs. Hann gæti þá sýnt hann ef eitthvað kæmi upp,“ segir Hlynur. Þyrftu sjálf að greiða fyrir aðstoðarmann Þegar Eyþór og Emily komu á flugvöllinn gáfu starfsmenn flugvallarins þó lítið fyrir þennan póst. Flugvöllurinn tók þá mark á gömlum upplýsingum úr bókun þeirra þar sem hafði skráðst fyrir slysni að þau væru með leiðsöguhund meðferðis. Aftur fengu þau ekki að fljúga til Íslands. Starfsmenn flugvallarins kröfðust þess að þau væru með aðstoðarmann með sér sem þau greiddu sjálf fyrir. „Ég get ekki séð að hvorki SAS né flugvöllurinn hafi neina heimild til að meina þeim um að ganga um borð eða neyða þau til að koma með sinn eigin aðstoðarmann á sinn eigin kostnað. Hins vegar finnur maður aragrúa af reglum um réttindi þeirra sem farþega sem segja að ef þau þurfa þessa auknu aðstoð sem flugfélagið eða flugvöllurinn metur. Þá eiga flugvöllurinn eða flugfélagið að skaffa hana,“ segir Hlynur. Aðspurður segir hann að þetta sé ekki eitthvað sem blindir gætu átt von á í framtíðinni. Hann segist ekki hafa heyrt um mál sambærilegu þessu nokkurn tímann fyrr. Eyþór og Emily eru enn stödd í Grikklandi og bíða eftir því að komast til Íslands. Fréttir af flugi Grikkland Málefni fatlaðs fólks Íslendingar erlendis Bítið Mest lesið Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Erlent Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Erlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Erlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Sjá meira
Eyþór og Emily ætluðu upphaflega að fljúga til Íslands á föstudaginn í síðustu viku. Þau höfðu ákveðið að dvelja hér yfir jól og áramót. Þegar þau mættu á flugvöllinn fóru þau í gegnum innritun og öryggisleit án allra vandræða. Eyþór birti myndband af fjölskyldunni á flugvellinum í Grikklandi. Þegar þau voru komin að vélinni var þeim hins vegar meinaður aðgangur. Ástæðan ku vera að flugstjórinn taldi þau og unga barnið ekki vera örugg í vélinni fyrst enginn fylgdarmaður var með þeim. Ekki heyrt um annað eins Hlynur Þór Agnarsson, aðgengis- og upplýsingafulltrúi Blindrafélagsins, ræddi þetta Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann segir ákvörðunina alfarið hafa verið flugstjórans sem vildi ekki leyfa Eyþóri og Emily að ræða við sig. „Þau hafa flogið áður með barnið, innanlands þó, aðallega í Grikklandi. Þetta er bara svo skrítið, ég hef ekkert heyrt um annað mál þessu líkt,“ segir Hlynur. Viðtalið úr Bítinu má heyra að neðan. Klippa: Bítið - Blindir foreldrar fengu ekki að ferðast með barnið sitt Eyþór hafði samband við alla sem hann taldi getað aðstoðað þau. Blindrafélagið, borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins og fleiri. Við tóku margra klukkutíma samskipti við SAS þar til starfsmaður flugfélagsins tjáði Blindrafélaginu að þau fengju sæti í vél sem færi daginn eftir. Þá myndi starfsmaður SAS taka á móti þeim við innritunarborðið og færi með þeim upp í flugvélina. „Ég hef samband við SAS á laugardeginum og tala þá við þjónustufulltrúa lengi vel. Ég enda á því að fá skriflega staðfestingu á því að allar skráningar og allt sé uppfyllt eins og það á að vera að hálfu SAS og kem þeim tölvupósti til Eyþórs. Hann gæti þá sýnt hann ef eitthvað kæmi upp,“ segir Hlynur. Þyrftu sjálf að greiða fyrir aðstoðarmann Þegar Eyþór og Emily komu á flugvöllinn gáfu starfsmenn flugvallarins þó lítið fyrir þennan póst. Flugvöllurinn tók þá mark á gömlum upplýsingum úr bókun þeirra þar sem hafði skráðst fyrir slysni að þau væru með leiðsöguhund meðferðis. Aftur fengu þau ekki að fljúga til Íslands. Starfsmenn flugvallarins kröfðust þess að þau væru með aðstoðarmann með sér sem þau greiddu sjálf fyrir. „Ég get ekki séð að hvorki SAS né flugvöllurinn hafi neina heimild til að meina þeim um að ganga um borð eða neyða þau til að koma með sinn eigin aðstoðarmann á sinn eigin kostnað. Hins vegar finnur maður aragrúa af reglum um réttindi þeirra sem farþega sem segja að ef þau þurfa þessa auknu aðstoð sem flugfélagið eða flugvöllurinn metur. Þá eiga flugvöllurinn eða flugfélagið að skaffa hana,“ segir Hlynur. Aðspurður segir hann að þetta sé ekki eitthvað sem blindir gætu átt von á í framtíðinni. Hann segist ekki hafa heyrt um mál sambærilegu þessu nokkurn tímann fyrr. Eyþór og Emily eru enn stödd í Grikklandi og bíða eftir því að komast til Íslands.
Fréttir af flugi Grikkland Málefni fatlaðs fólks Íslendingar erlendis Bítið Mest lesið Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Erlent Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Erlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Erlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Sjá meira