Fótbolti

Ísland á landakorti Mbappe

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Kylian Mbappe veifar áhorfendum eftir leikinn í gær.
Kylian Mbappe veifar áhorfendum eftir leikinn í gær. AP/Christophe Ena

Franski framherjinn Kylian Mbappe hefur verið frábær á heimsmeistaramótinu í Katar og er þegar kominn með fimm mörk eftir tvo leiki.

Þessi 23 ára gamli leikmaður er á sínu öðru heimsmeistaramóti og er nú kominn með níu mörk í úrslitakeppni HM en metið er sextán mörk. Hann hefur skorað þessi HM-mörk sínu í ellefu leikjum og á móti Argentínu (2), Danmörku (2), Póllandi (2), Perú, Króatíu og Ástralíu.

Mbappe er þegar kominn með 33 mörk fyrir franska landsliðið í fyrstu 63 landsleikjum sínum.

Hann hefur skorað þessi mörk á móti 21 þjóð en Pólland bættist í hópinn í gær.

Ísland er á landakorti Mbappe en hann hefur skorað í tveimur landsleikjum á móti Íslandi. Fyrst úr víti í vináttulandsleik 2018 og svo eitt af fjórum mörkum franska liðsins á Stade de France í undankeppni EM 2020.

Hér fyrir neðan má sjá landakort með þjóðunun sem Mbappe hefur skorað á móti í leikjum með franska landsliðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×