Mbappé skoraði tvö marka Frakka í 3-1 sigri á Póllandi sem veitti þeim frönsku sæti í 8-liða úrslitum keppninnar þar sem fer fram grannaslagur við England. Alls hefur Mbappé skorað fimm mörk í keppninni og er markahæstur, tveimur mörkum á undan næstu mönnum.
Hann hefur ekki veitt eitt einasta viðtal á meðan mótinu hefur staðið en breytti því í gær.
„Ég veit það hafa verið spurningar verið spurðar um það hvers vegna ég lét ekki í mér heyra. Þetta er ekkert persónulegt gegn fjölmiðlamönnum eða Frökkum. Ég þurfti einfaldlega að einbeita mér að leiknum og gera það 100 prósent án þess að eyða orku í annað,“
„Mér skilst að franska fótboltasambandið verði sektað vegna þess. Ég mun greiða sektina sjálfur, þeir eiga ekki að greiða fyrir persónulegt val mitt,“ segir Mbappé.
England vann 3-0 sigur á Senegal í gær og er næsti andstæðingur Frakka á mótinu. Liðin keppa um sæti í undanúrslitum næsta laugardag.