„Ekki niðurstaða sem við getum sætt okkur við að neinu leyti“ Snorri Másson skrifar 4. desember 2022 11:55 Vilhjálmur Birgisson og Sólveig Anna Jónsdóttir hafa starfað náið saman á síðustu árum. Sólveig Anna segir nýjan kjarasamning Starfsgreinasambandsins vonbrigði og ekki ná markmiðum sem Efling gæti sætt sig við. Vísir/Vilhelm Nýr kjarasamningur Starfsgreinasambandsins veldur Sólveigu Önnu Jónsdóttur formanni Eflingar vonbrigðum. Hún segir launahækkanirnar þar ekki geta talist ásættanlegar fyrir Eflingarfólk að nokkru leyti og að þær verði ekki fordæmisgefandi fyrir kröfur Eflingar í komandi viðræðum við Samtök atvinnulífsins. Skammtímakjarasamningur var undirritaður á milli Samtaka atvinnulífsins og Starfsgreinasambandsins í gær, þar sem samið var um launahækkanir upp á allt að 52.000 krónum fyrir félagsmenn 17 aðildarfélaga Starfsgreinasambandsins. Aðildarfélögin eru þó 19 talsins og annað tveggja félaganna sem ekki tók þátt var Efling, en Efling er að semja fyrir vel á þriðja tug þúsund starfsmanna. Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar segir að samningarnir valdi henni vonbrigðum og að reynt sé að láta samninginn líta betur út með því að setja inn hagvaxtarauka sem launafólk hafði þegar í hendi sér. „Eftir að hafa farið í gegnum þetta og reynt að greina eftir bestu getu þá er alveg augljóst að þetta er ekki niðurstaða sem við getum sætt okkur við að neinu leyti.“ Hefðirðu viljað sjá Vilhjálm Birgisson standa fastar í lappirnar? „Það sem ég hefði viljað sjá er að fólk hefði getað áttað sig á því að mikil og öflug samstaða verka- og láglaunafólks hefði raunverulega getað skilað okkur því sem við eigum skilið.“ Halldór Benjamín Þorbergosson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, sagði í samtali við fréttastofu í gær að samningurinn við Starfsgreinasambandið væri eins og aðrir samningar SA fordæmisgefandi. „Þarna er Halldór Benjamín að segja satt og rétt frá. Þetta er afstaða Samtaka atvinnulífsins. Þetta er afstaða íslenskrar valdastéttar, að það sem er samið um þarna eigi þá að flæða yfir alla. Við auðvitað munum ekki sætta okkur við það,“ segir Sólveig Anna. Efling hafi þegar sýnt það og sannað að hún geti farið fram með eigin kröfur og látið ekki yfir sig ganga það sem aðrir hafi samið um. Sólveig segir að í framhaldinu muni Efling nota þær aðferðir og þau vopn sem félagið býr yfir til að tryggja að samningurinn sem þau skrifa undir undir verði góður fyrir félagsmennina. Of snemmt sé að svara því hvort Efling geti fundið flöt á samfloti við önnur félög í komandi viðræðum en hún fagnar samstarfi VR og samflots iðn- og tæknigreina sem kynnt var í gær. „Ég og Ragnar Þór erum í mjög góðu sambandi og ég auðvitað fagna því að VR og iðnaðarmenn hafi ekki látið smala sér inn í þessa rétt sem þarna var reist upp,“ segir Sólveig Anna. Ríkissáttasemjari á í dag samtöl við aðila umrædds samflots, en stefnt er að fundum á morgun. Kjaramál Kjaraviðræður 2022 Vinnumarkaður Tengdar fréttir Segir báða aðila hafa gert verulegar málamiðlanir Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir ljóst að kjarasamningarnir sem undirritaðir voru í dag séu stefnumarkandi í eðli sínu. Hann segir báða aðila hafa gert verulegar málamiðlanir við samkomulagið og að viðræðurnar hafi verið flóknar og erfiðar. Hann telur þó báða aðila geta vel við unað. 3. desember 2022 23:08 „Fagnaðarefni að Starfsgreinasambandið hafi brotið ísinn með þessum hætti“ Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir stjórnvöld eiga í samræðum varðandi það hvað þau geti lagt af mörkum í kjaraviðræðum. Hún segist vonast til þess að fleiri félög fylgi í kjölfarið nú þegar ísinn hefur verið brotinn. 3. desember 2022 19:41 Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Fleiri fréttir Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Sjá meira
Skammtímakjarasamningur var undirritaður á milli Samtaka atvinnulífsins og Starfsgreinasambandsins í gær, þar sem samið var um launahækkanir upp á allt að 52.000 krónum fyrir félagsmenn 17 aðildarfélaga Starfsgreinasambandsins. Aðildarfélögin eru þó 19 talsins og annað tveggja félaganna sem ekki tók þátt var Efling, en Efling er að semja fyrir vel á þriðja tug þúsund starfsmanna. Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar segir að samningarnir valdi henni vonbrigðum og að reynt sé að láta samninginn líta betur út með því að setja inn hagvaxtarauka sem launafólk hafði þegar í hendi sér. „Eftir að hafa farið í gegnum þetta og reynt að greina eftir bestu getu þá er alveg augljóst að þetta er ekki niðurstaða sem við getum sætt okkur við að neinu leyti.“ Hefðirðu viljað sjá Vilhjálm Birgisson standa fastar í lappirnar? „Það sem ég hefði viljað sjá er að fólk hefði getað áttað sig á því að mikil og öflug samstaða verka- og láglaunafólks hefði raunverulega getað skilað okkur því sem við eigum skilið.“ Halldór Benjamín Þorbergosson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, sagði í samtali við fréttastofu í gær að samningurinn við Starfsgreinasambandið væri eins og aðrir samningar SA fordæmisgefandi. „Þarna er Halldór Benjamín að segja satt og rétt frá. Þetta er afstaða Samtaka atvinnulífsins. Þetta er afstaða íslenskrar valdastéttar, að það sem er samið um þarna eigi þá að flæða yfir alla. Við auðvitað munum ekki sætta okkur við það,“ segir Sólveig Anna. Efling hafi þegar sýnt það og sannað að hún geti farið fram með eigin kröfur og látið ekki yfir sig ganga það sem aðrir hafi samið um. Sólveig segir að í framhaldinu muni Efling nota þær aðferðir og þau vopn sem félagið býr yfir til að tryggja að samningurinn sem þau skrifa undir undir verði góður fyrir félagsmennina. Of snemmt sé að svara því hvort Efling geti fundið flöt á samfloti við önnur félög í komandi viðræðum en hún fagnar samstarfi VR og samflots iðn- og tæknigreina sem kynnt var í gær. „Ég og Ragnar Þór erum í mjög góðu sambandi og ég auðvitað fagna því að VR og iðnaðarmenn hafi ekki látið smala sér inn í þessa rétt sem þarna var reist upp,“ segir Sólveig Anna. Ríkissáttasemjari á í dag samtöl við aðila umrædds samflots, en stefnt er að fundum á morgun.
Kjaramál Kjaraviðræður 2022 Vinnumarkaður Tengdar fréttir Segir báða aðila hafa gert verulegar málamiðlanir Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir ljóst að kjarasamningarnir sem undirritaðir voru í dag séu stefnumarkandi í eðli sínu. Hann segir báða aðila hafa gert verulegar málamiðlanir við samkomulagið og að viðræðurnar hafi verið flóknar og erfiðar. Hann telur þó báða aðila geta vel við unað. 3. desember 2022 23:08 „Fagnaðarefni að Starfsgreinasambandið hafi brotið ísinn með þessum hætti“ Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir stjórnvöld eiga í samræðum varðandi það hvað þau geti lagt af mörkum í kjaraviðræðum. Hún segist vonast til þess að fleiri félög fylgi í kjölfarið nú þegar ísinn hefur verið brotinn. 3. desember 2022 19:41 Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Fleiri fréttir Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Sjá meira
Segir báða aðila hafa gert verulegar málamiðlanir Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir ljóst að kjarasamningarnir sem undirritaðir voru í dag séu stefnumarkandi í eðli sínu. Hann segir báða aðila hafa gert verulegar málamiðlanir við samkomulagið og að viðræðurnar hafi verið flóknar og erfiðar. Hann telur þó báða aðila geta vel við unað. 3. desember 2022 23:08
„Fagnaðarefni að Starfsgreinasambandið hafi brotið ísinn með þessum hætti“ Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir stjórnvöld eiga í samræðum varðandi það hvað þau geti lagt af mörkum í kjaraviðræðum. Hún segist vonast til þess að fleiri félög fylgi í kjölfarið nú þegar ísinn hefur verið brotinn. 3. desember 2022 19:41