Innlent

Segir báða aðila hafa gert veru­legar mála­miðlanir

Elísabet Inga Sigurðardóttir og Margrét Björk Jónsdóttir skrifa
Halldór Benjamín segir báða aðila hafa gert verulegar málamiðlanir við samkomulagið og að viðræðurnar hafi verið flóknar og erfiðar
Halldór Benjamín segir báða aðila hafa gert verulegar málamiðlanir við samkomulagið og að viðræðurnar hafi verið flóknar og erfiðar Vísir/Vilhelm

Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir ljóst að kjarasamningarnir sem undirritaðir voru í dag séu stefnumarkandi í eðli sínu. Hann segir báða aðila hafa gert verulegar málamiðlanir við samkomulagið og að viðræðurnar hafi verið flóknar og erfiðar. Hann telur þó báða aðila geta vel við unað.

Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri samtaka atvinnulífsins segir mjög ánægjulegt að samkomulag hafi náðst í dag og að samningur hafi verið undirritaður með fulltrúum úr öllum landshlutum.

Hann segir það liggja fyrir að þeir kjarasamningar sem sambönd atvinnulífsins gera séu stefnumarkandi i eðli sínu. „Við eigum í fjölmörgum samræðum eins og ykkur er kunnugt um, og munum halda þeim áfram á næstu dögum. Höfum nú lagt grunnað því sem koma í dag. Lögðum i dag brú að bættum lífskjörum, þetta er skammtímasamningur og framhald af lífskjarasamningnum, til að eyða þeirri óvissu sem heimili og fyrirtæki landsins standa frammi fyrir um þessar mundir,“ sagði Halldór í samtali við fréttastofu fyrr í kvöld.

Báðir aðilar geti vel við unað

Aðspurður um hvort Samtök atvinnulífsins hafi gert miklar málamiðlanir, miðað við hversu ánægður Vilhjálmur Birgisson [formaður Starfsgreinasambandsins] var, segir Halldór að báðir aðilar hafi gert verulegar málamiðlanir í þessum samningi.

„Þetta er mjög flókið, þetta voru erfiðar kjaraviðræður. Báðir aðilar geta samt ágætlega vel við unað. Aðalatriðið í mínum huga er að hér erum við að ljúka kjarasamningi til þess að höggva á þann hnút sem ríkt hafði. Auðvitað vonast ég til að þetta muni liðka til þeim kjaraviðræðum sem standa til næstu daga, hið minnsta.“

Kjarasamningar voru undirritaðir í dag. Elísabet Inga

Tengdar fréttir

Hafa náð samkomulagi um nýjan kjarasamning

Nú leggur vöffluangan um húsnæði ríkissáttasemjara í Borgartúni, því þar var verið að skrifa undir kjarasamninga Starfsgreinasambandsins við Samtök atvinnulífsins.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×