Ríkissáttasemjari segir aðstæður flóknar en kveðst ánægður með vinnu samninganefnda.Vísir/Vilhelm
Aðalsteinn Leifsson, ríkissáttasemjari segir í samtali við fréttastofu að fundarhöld Starfsgreinasambandsins og Samtaka atvinnulífsins muni standa til um það bil miðnættis í kvöld.
Búið sé að ákveða að fundur verði klukkan 14:00 á morgun ásamt samfloti iðn- og tæknifólks en skipulagið nái ekki lengra í bili.
Aðspurður hvernig hljóðið sé í fólki segir Aðalsteinn viðræðurnar vera flóknar.
„Þetta eru erfiðar og flóknar viðræður og ýmislegt í okkar aðstæðum sem að gerir það krefjandi að finna lausnir. Ég er mjög ánægður með þá miklu vinnu sem samninganefndirnar leggja á sig eins og sést á því að við fundum til miðnættis,“ segir Aðalsteinn.
Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.