Innlent

Fundað fram á kvöld

Sigurður Orri Kristjánsson skrifar
Kristján Þórður Snæbjarnarson
Kristján Þórður Snæbjarnarson Vísir/Vilhelm

Aðilar vinnumarkaðarins munu funda inn í nóttina en yfir standa kjaraviðræður milli Samtaka atvinnulífsins og Starfsgreinasambandsins annars vegar og hins vegar milli SA og samflots iðn- og tæknifólks. Góður gangur hefur verið í viðræðum dagsins en staðan er þó viðkvæm. 

Samninganefndirnar komu til fundar í karphúsinu í hádeginu í dag eftir fundarhlé gærdagsins. Fólk kom misbjartsýnt til viðræðna en þó vonast deiluaðilar eftir því að samninganefndirnar nái saman á næstunni. Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður rafiðnaðarsambandsins var vongóður við upphaf fundarins en sagði stöðuna viðkvæma.

„Já maður auðvitað kemur inn í daginn fullur af orku til þess að reyna að setjast við samningaborðið og komast lengra í að ræða málin og vonandi enda með kjarasamningi. Það er auðvitað alltaf markmiðið hjá okkur. Staðan er hins vegar þannig núna að hún er frekar óljós og getur brugðið til beggja vona hvað þetta varðar.“

Athygli hefur vakið að eitt stærsta stéttarfélag landsins, VR, hefur slitið viðræðum sínum við Samtök atvinnulífsins en Aðalsteinn Leifsson, Ríkissáttasemjari sagði í samtali við fréttastofu að hann vonaðist eftir því að fá félagið aftur að borðinu á einhverju stigi málsins.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×