Fótbolti

Gló­dís Perla setur pressu á Svein­dísi Jane

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Glódís Perla var á sínum stað í liði Bayern í kvöld.
Glódís Perla var á sínum stað í liði Bayern í kvöld. Gualter Fatia/Getty Images

Bayern München vann Hoffenheim 3-0 á útivelli i þýsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. Glódís Perla Viggósdóttir var að venju í hjarta varnar Bayern.

Bayern byrjaði af krafti en Maximiliane Rall kom gestunum yfir eftir aðeins fimm mínútna leik. Reyndist það eina mark fyrri hálfleiks. Linda Dallmann tvöfaldaði forystuna eftir rúmlega klukkustund og Lea Schuller bætti við tveimur mörkum áður en flautað var til leiksloka.

Lokatölur 0-4 og Bayern hefur minnkað forskot Þýskalandsmeistara Wolfsburg niður í tvö stig. Sveindís Jane Jónsdóttir og stöllur hennar í Wolfsburg eiga hins vegar leik til góða.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.