Innlent

„Miklu flottari“ en ljósin í Tivoli

Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar

Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn er nú uppljómaður í tilefni jólahátíðarinnar. Segja má að skreytingarnar minni á Tivoli skemmtigarðinn í Kaupmannahöfn.

Ingi Þór Jónsson, verkefnastjóri viðburða og markaðs hjá Fjölskyldugarðinum sá um skreytingu garðsins. Hann viðurkennir í samtali við fréttastofu að jólaundirbúningurinn hefjist hjá honum í júní.

Ingi er greinilega mjög stoltur af verkinu og segir ljósin flottari en í Tivoli í Kaupmannahöfn. Ljósin verða uppi þangað til í febrúar en mikil vinna liggur að baki.

Það eru þó ekki einungis ljósin sem munu draga borgarbúa í jólaskapi að. Opið verður að kvöldi til frá fimmtudegi til sunnudags frá 17 til 20. Matarvagnar, jólatónlist og ferðir í hestvagni er meðal þess sem boðið verður upp á á svæðinu.

„Hingað kemur fólk til að slappa af, kemur til að njóta, eða kemur til að safna orku,“ segir Ingi.

Sjón er sögu ríkari en umfjöllun Stöðvar 2 úr kvöldfréttum má sjá hér að ofan.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.