Innlent

Hlýjasti nóvember frá því mælingar hófust

Samúel Karl Ólason skrifar
Mannlíf í Reykjavík í kulda
Mannlíf í Reykjavík í kulda Vísir/Vilhelm

Nóvember var sá hlýjasti frá upphafi hitamælinga hér á landi. Meðalhitinn á landsvísu var þremur gráðum hlýrri en að meðallagi og sló naumlega gamla met nóvembermánaðar frá 1945.

Á vef Veðurstofu Íslands segir að nóvember hafi verið hlýr um allt land en ekki er gefið upp hver meðalhitinn á landsvísu var. Þegar leitast var eftir hitastigunu hjá veðurstofunni fengust ekki svör við því. 

Þar segir einnig að mánuðurinn hafi verið hlýjasti nóvember á mörgum veðurstöðvum eins og í Grímsey, á Teigarhorni og á Hveravöllum. Í Árnesi hafi meðalhiti í nóvember aðeins einu sinni verið jafn hár en það var árið 2014.

Sá nóvembermánuður var einnig meðal þeirra hlýjustu frá upphafi mælinga.

Meðalhiti mánaðarins í Reykjavík í nóvember var 5,1 gráður sem er 2,9 stigum yfir meðalhita áranna 1991 til 2020 og 2,6 gráðum yfir meðalhita síðasta áratugar. Hæsti hiti sem mælst hefur í Reykjavík er 12,7 gráður en síðasti mánuður var þriðji heitasti nóvember í Reykjavík frá því mælingar hófust.

Á Akureyri var meðalhiti mánaðarins 3,5 gráðum yfir meðallagi 1991 til 2000 og 3,4 yfir síðasta áratug. Síðasti mánuður var sömuleiðis þriðji heitasti nóvembermánuður á Akureyri.

Hæsti meðalhiti síðasta mánaðar mældist á Steinum undir Eyjafjöllum en hann var 7,3 gráður. Hæsti hitinn sem mældist var 16,3 gráður á Miðsitju í Skagafirði.

Lægsti hitinn mældist -15,5 gráður í Svartárkoti.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.