Sviss í sex­tán liða úr­slit eftir leik mótsins

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Sviss vann Serbíu í frábærum leik. Xerdan Shaqiri skoraði fyrsta mark Svisslendinga í kvöld.
Sviss vann Serbíu í frábærum leik. Xerdan Shaqiri skoraði fyrsta mark Svisslendinga í kvöld. Michael Steele/Getty Images

Sviss er komið í 16-liða úrslit HM í fótbolta sem fram fer í Katar eftir frábæran 3-2 sigur á Serbíu. Leikurinn var gríðarlega dramatískur og sveiflukenndur.

Það voru 20 mínútur liðnar þegar Xerdan Shaqiri braut ísinn og kom Sviss 1-0 yfir með skoti sem Vanja Milinković-Savić réð ekki við í marki Serbíu. Adam var þó ekki lengi í paradís en aðeins sex mínútum síðar jafnaði Aleksandar Mitrović metin með frábærum skalla eftir fyrirgjöf Dušan Tadić.

Dušan Vlahović kom Serbíu svo yfir þegar tíu mínútur voru til loka fyrri hálfleiks. Staðan á þeim tímapunkti þannig að Serbía var á leiðinni í 16-liða úrslit. Sá draumur lifði þó ekki fram að hálfleik en þegar ein mínúta var eftir af venjulegum leiktíma í fyrri hálfleik jafnaði Breel Embolo metin, staðan 2-2 í hálfleik.

Í upphafi síðari hálfleiks skoraði Remo Freuler það sem reyndist sigurmarkið fyrir Sviss en um eitt af mörkum mótsins var að ræða. Frábært spil Sviss í kringum vítateig Serbíu og mögnuð hælstoðsending Ruben Vargas kórónaði í raun markið.

Það dró af leikmönnum þegar leið á síðari hálfleikinn og þó menn hafi fundið orkuna til að láta það virðast sem allt ætlaði fjandans til undir lok leiks þá tókst hvorugu liði að bæta við mörkum og Sviss vann 3-2 sigur.

Sviss er því komið í 16-liða úrslit þar sem það mætir Portúga.

Bein lýsing

Leikirnir
    Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.